Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.09.1950, Blaðsíða 7
Úr bréfi nemanda Bréfaskólans .... Eg hef að vísu ekki við langa reynslu að styðjast, en þó finnst mér, að ég geti með góðri samvizku maelt með bréfanáminu sem mjög ódýru og tiltölulega árangursríku námi. Auðvitað er það að miklu leyti undir nem- endum sjálfum komið, hver árangurinn verður, þannig er það með allt nám, en ég er þeirrar skoðunar, að nemendur leggi sig meira fram við að leysa svona bréfleg verk- efni, heldur en ef um venjulega skólagöngu væri að ræða. Eftirfarandi atriði tel ég bréfanáminu •einkum til gildis, sem hagkvæmu og gagn- legu námi: 1. Nemendur í bréfaskóla munu yfirleitt að'eins taka þátt í þeim námsgreinum, sem þeir hafa áhuga fyrir, og ætla sér að fá ein- hverja þekkingu í. Þetta er ekki seigpínandi skyldunám, heldur velur nemandinn sér við- fangsefni eftir sinum geðþótta, og það hlýtur að teljast eitt höfuðskilyrði fyrir námsárangri, að áhugi fyrir náminu sé fyrir hendi hjá nem- andanum. 2. Vegna þess, að við bréfanámið fer nem- andinn á mis við munnlegar útskýringar kennarans, reynir talsvert á sjálfstæða hugsun hans við að brjóta verkefnið til mergjar. Hann á þess engan kost að „humma" verk- efnið fram af sér í trausti þess að losna við að verða „tekinn upp" í næstu kennslustund, og hann getur ekki leitað til velviljaðs sessu- nnutar, ef í harðbakka slær. Sem sagt: hann verður að leysa verkefnið af eigin rammleik, skrifa upp úrlausnina. Þetta tel ég tvímæla- laust að skírskoti til ábyrgðartilfinningar nemandans gagnvart viðfangsefninu, og það er mikill kostur. 3. í bréfanáminu er í rauninni hægt að líta á hverja úrlausn sem eins konar próf, þar sem nemandinn hefur fyrri úrlausnir sjálfs sín fyrir keppinaut. Slík keppni við sjálfan sig er mjög þroskandi fyrir heilbrigð- an metnað, metnað, sem fyrst og fremst bein- ist að því að leggja sig æ betur fram, bæta sig. Hér er ekki hægt að afsaka sjálfan sig með hlutdrægni kennarans eða neinu slíku; það er nemandanum sjálfum einum að kenna, ef hann bíður lægri hlut í samkeppn- inni við sjálfan sig. Þetta er það, sem ég vildi helzt undirstrika Böðvar Guðlaugsson, Finnbogastöðum, Ar- neshreppi, Strand. sem aðalkosti bréfanámsins. — Persónuleg reynsla mín er að langmestu leyti miðuð við esperantónám. Þar finnst mér helzt hætta á, að framburðurinn verði út undan, þar sem ekki nýtur neinna munnlegra æfinga með kennaranum. Að lokum vil ég svo þakka Bréfaskóla S.Í.S. fyrir samvinnuna í vetur. Hún varð mér til mikillar ánægju og ég held, töluverðs gagns, a. m. k. hefur áhugi minn fyrir esperantó vaxið en ekki dvínað. Freistandi væri að ræða dálítið um kosti og galla alþjóðamálsins, en ég læt nægja að geta þess, að ég tel málið tiltölulega auðlært og vil hvetja fólk til að læra það. I heimi úlfúðar og tortryggni er hollt að minnast hinnar göfugu hugsjónar, sem alþjóðamálið berst fyrir og túlkar. Böðvar Guðlaugsson, frá Finnbogastöðum. Nýjar námsgreinar Eftir að greinin hér að ofan var rituð, hefur verið auglýst, að bréfaskólinn hafi bœtt við einni námsgrein. Er það d an s k a. Kennari Agúst Sigurðsson, cand. mag. Ráðgert er að bœta við f r ö n s k u mjög- bráðlega. — Allar upplýsingar um starfshætti bréfaskólans geta menn fengið hjá kaupfélögum um land allt. Skrásetja þau einnig nemendur til námsins. Gróðabrall „Comer" er það kallað á kaup- hallarmáli, þegar einstakir gróða- brallsmenn kaupa upp verðbréf eða vörutegund í slíkum mæli, að þeir eru einráðir á markaðinum og geta ráðið verðinu að vild sinni, og þannig tekið feikna gróða. Slíkt gróðabrall er ,sjaldgæft orðið og erfitt að framkvæma það. Kaup- hallir hafa allstrangt eftirlit með því, að slíkt sé ekki gert. En samt hendir slíkt enn. Tveir egypzkir gróðabrallsmenn, báðir forríkir og af aðalsættum, hafa leikið það tvö ár í röð að kaupa upp alla baðm- ullaruppskeru landsins. Með þess- um aðgerðum hafa þeir getað ráð- ið verðlaginu á markaðinum og talið er að þeir hafi tekið 200 millj. króna gróða á þessu tiltæki. Sagt er, að þetta sé í fyrsta sinn í heil- an mannsaldur sem slíkt „corner" á baðmullarmarkaðinum hafi heppnast, og víst munu notendur þessarar vöru vona, að það verði líka í síðasta sinn. Hræddir við tannlækninnl Hin svokallaða skoðanakönnun í Bandaríkjunum, sem tekur sér fyr- ir hendur að upplýsa, hvað þjóðin gerir og gerir ekki, skýrir svo frá nú nýlega, að um það bil helming- ur fullorðinna manna í USA hafi ekki komið komið til tannlæknis í tvö ár. Lakara er þó það, að 30 milljónir af þeim 45 milljónum, sem þarna er talað um, höfðu ekki látið gera við tennur sínar í fjögur ár, og fjórar milljónir höfðu aldrei til tannlæknis komið. Hvernig skyldu þessar tölur líta út hér á landi? Líklega eru þær enn lakari, þrátt fyrir aukið tanneftirlit, m. a. í stærri barnaskólunum. Eirikur Pálsson. Eyvindur Jónsson. Magnús Jónsson. Jónas Sigurðsson Þóroddur Oddsson.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.