Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 6
6 19. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533-5101 Erna, stílisti Ég hef unnið við förðun á Stöð 2 í 6 ár, þar á meðal við förðun keppenda í Idol og annarra sjónvarpsþátta hjá 365. Einnig vinn ég við auglýsingar, mynbönd og myndatökur. Það er óhætt að segja að námið hefur hjálpað mér mikið í starfi mínu í förðun og stíliseringu. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. Ú T L I S T - O G F Ö R Ð U N A R S K Ó L I w w w . u t l i t . i s VILTU VERÐA STÍLISTI? The Academy of Colour and Style er skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur diplóma í útlitsráðgjöf (fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. Litgreining Förðun út frá litgreiningu Litasamsetning RÚSSLAND, AP Rússneski herinn handtók átta menn um borð í flutn- ingaskipinu Arctic Sea. Mennirnir, sem eru frá Eistlandi, Lettlandi og Rússlandi, eru sakaðir um að hafa rænt skipinu. Fimmtán manna áhöfn skips- ins var heil á húfi þegar rúss- neska herskipið Ladní kom að því við Grænhöfðaeyjar á mánudag. Í gær hafði enn ekki fengist skýr- ing á því hvers vegna skipinu var rænt. Sérfræðingar í siglinga- og öryggismálum segja margt benda til þess að vera þeirra á skipinu geti tengst einhverju öðru en hefð- bundnu sjóráni. Verið geti að um borð hafi ekki aðeins verið timbur frá Finnlandi heldur annar leyni- legur farmur, hugsanlega jafnvel kjarnorkuefni. Rússnesk yfirvöld hafa verið spör á upplýsingar, og það út af fyrir sig hefur einnig vakið grun- semdir um að þau viti meira en þau vilji láta uppi. Undarlegt þykir sömuleiðis að enginn úr áhöfninni hafi sent neyðarkall þegar skipinu var rænt á Eystrasalti, þar sem farsímasam- band er gott. Rússneska flutningaskipið hélt frá höfn í Finnlandi hinn 21. ágúst. Vopnaðir menn eru sagðir hafa farið um borð á Eystrasalti hinn 24. ágúst og ekkert fréttist af skipinu frá 28. ágúst, þegar það var á siglingu á Ermarsundi, þar til rússneski herinn náði því á sitt vald á mánudaginn var. - gb Átta menn handteknir og sakaðir um að hafa rænt Arctic Sea: Engin skýring enn á hvarfinu ARCTIC SEA Grunur er um að leynilegur farmur hafi verið um borð, hugsanlega kjarnorkuefni. NORDICPHOTOS/AFP MENNTUN Fjárhagsstaða foreldra, búseta og félagslegar aðstæður virðast hafa síaukin áhrif á árang- ur grunnskólabarna, segir í Nort- hern Lights on PISA 2006, nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefnd- arinnar. Í skýrslunni er borinn saman árangur nemenda á Norðurlönd- unum og sérstaklega í náttúru- fræði. Finnar standa sig best, en Norð- menn, Danir og Íslendingar eru undir meðaltali OECD-ríkja. Talið er að Finnar séu tveimur árum á undan öðrum þjóðum að þessu leyti. „Gæti þetta verið af því að kenn- arastarfið er enn vinsælt í Finn- landi?“ er spurt í skýrslunni. Einnig er bent á góða stöðu Svía, sem með endurbótastarfi sínu í menntamálum séu komnir fimm til tíu árum lengra en aðrar Norðurlandaþjóðir. Bent er á það að í Finnlandi og í Svíþjóð fara nemendur ekki í formleg lokapróf, en þetta virðist ekki hafa áhrif á PISA-árangur. Hins vegar er framboð náttúru- fræðakennara gott í Finnlandi og Svíþjóð, ólíkt hinum löndunum. Frammistaða nema á Norður- löndum er þó sögð svipuð, miðað við önnur lönd, sem megi ef til vill rekja til tungumálsins, eða sögu- og menningarlegs bakgrunns. PISA er tilraun til samræmdrar mælingar á námsárangri fimmtán ára nema í OECD-löndunum. - kóþ Aðstæður foreldra hafa vaxandi áhrif á árangur grunnskólabarna, segir í skýrslu: Ójöfnuður í norræna menntakerfinu Í SAMRÆMDUM PRÓFUM Minna er um að nemendur þreyti formleg próf í Finnlandi en á öðrum Norðurlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KENÍA, AP Joseph Stephen Kimani Nganga er látinn í Kenía, 89 ára að aldri. Þetta telst í frásögur færandi af þeim sökum einum, að maðurinn mun hafa verið elsti grunnskólanemi heims. Nganga hóf grunnskólanám fyrir fimm árum, eftir að stjórnvöld í Kenía höfðu gefið frjálsan aðgang fyrir alla aldurshópa að skólunum. Sjálfur sagðist Nganga hafa það helst að markmiði með nám- inu að verða fær um að lesa Biblíuna. Því markmiði náði hann, og var farinn að lesa í henni á hverjum degi. - gb Nærri níræður Keníabúi: Elsti nemandi heims látinn Ætlar þú að taka þátt í hátíðar- höldum á Menningarnótt? Já 35,2 Nei 64,8 SPURNING DAGSINS Í DAG Ætti að tryggja öllu fólki lágmarksframfærslu, 186.000 krónur á mánuði? Segðu skoðun þína á Vísi.is ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur (OR) ætti að grípa inn í einka- væðingarferli HS Orku og nýta forkaupsrétt sinn til að eignast meirihluta í félaginu, segir Þor- leifur Gunnarsson, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn OR. Hann óttast að arður af jarðvarma á Suður- nesjum renni að mestu úr landi eftir einkavæðingu HS Orku. Geysir Green Energy (GGE) keypti um þriðjungshlut Reykja- nesbæjar í HS Orku fyrr í sumar, og rennur forkaupsréttur ann- arra eigenda út í september, segir Þorleifur. OR á í dag 16,6 prósenta hlut í HS Orku. OR hafði að auki samið um kaup á 15,4 prósenta hlut Hafn- arfjarðarbæjar í HS Orku þegar Samkeppniseftirlitið úrskurðaði að OR mætti ekki eiga stærri hlut en tíu prósent í samkeppnisaðila. Kanadíska orkufyrirtækið Magma Energy hefur gert tilboð í hlut OR og Hafnarfjarðarbæjar, sem OR er skuldbundið til að kaupa samkvæmt dómi héraðsdóms. Til- boðið rennur út á fimmtudag, og mun stjórn OR funda um málið um hádegi á fimmtudag. Borgarfulltrúar VG og Samfylk- ingarinnar eru andsnúnir því að HS Orka komist í eigu einkaaðila. Báðir segja 65 ára leigutíma á orkuauðlindinni, með möguleika á framlengingu í önnur 65 ár sé mjög varanlegt framsal á auðlind- inni til einkaaðila. Þeir eru hins vegar ekki sammála um hvort OR geti gert eitthvað í málinu. Sigrún Elsa Smáradóttir, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, segir þá leið ekki færa. Hafa beri í huga að OR hafi aðeins hlutfalls- legan forkaupsrétt á móti öðrum eignaraðilum, og ekki víst að OR geti náð meirihluta í félaginu með þeim hætti. Eigi OR 32 prósenta hlut nái forkaupsrétturinn aðeins til 32 prósenta af þeim hlut sem seldur er hverju sinni. Þá hafi OR vart fjárhags- legt bolmagn til að kaupa hlut Hafnarfjarðarbæjar, hvað þá nýta forkaupsrétt vegna sölu á hlut Reykjanesbæjar. Skaðinn sé í raun skeður, og því hafi hún setið hjá við afgreiðslu málsins í stjórn OR. „Ef ríkið vill tryggja að auðlind- in haldist í almannaeigu gæti OR nýtt forkaupsréttinn og selt rík- inu,“ segir Sigrún. Ríkið virðist þó varla hafa fjármagn til að setja í slíkt um þessar mundir, enda væri það fjárfesting upp á nokkra tugi milljarða króna. Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE, segir það einfaldlega rangt að auðlindin hafi verið framseld til einkaaðila, skýrt sé að um langtímaleigu sé að ræða. Slíkt sé alþekkt víða um heim, enda aug- ljóst að enginn fáist til að leggja fé í virkjanir nema auðlindin sé leigð til langs tíma. brjann@frettabladid.is Óttast að arður af orku renni úr landi OR ætti að grípa inn í einkavæðingarferli HS Orku, segir fulltrúi Vinstri grænna í stjórn OR. Til þess þyrfti lagabreytingu þar sem OR má ekki eiga stóran hlut í HS Orku. Óvíst að OR geti náð meirihluta, segir fulltrúi Samfylkingarinnar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI EINKAVÆÐING Geysir Green Energy á nú meirihluta í HS Orku. Magma Energy stefnir á að eiga stóran hluta í fyrirtæk- inu á móti Geysi Green. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.