Fréttablaðið - 19.08.2009, Blaðsíða 34
18 19. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
1. deild karla:
Haukar-KA 3-1
0-1 David Dizstl (27.), 1-1 Hilmar Trausti Arnars-
son, víti (33.), 2-1 Pétur Ásbjörn Sæmundsson
(39.), 3-1 Ásgeir Þór Ingólfsson (53.)þ
Fjarðabyggð-Víkingur R. 3-2
0-1 Egill Atlason, 0-2 Jakob Spangsberg, 1-2
Grétar Ómarsson, 2-2 Fannar Árnason, 3-2 Grétar
Ómarsson.
Þór-Selfoss 1-0
1-0 Hreinn Hringsson, víti (24.).
ÍA-Víkingur Ó. 0-0
Leiknir-HK 0-1
0-1 Gunnar Einarsson, sjm.
Afturelding-ÍR 3-3
1-0 Rannver Sigurjónsson (24.), 2-0 Paul Clapson
(27.), 3-0 Rannver Sigurjónsson (34.), 3-1 Árni
Freyr Guðnason (77.), 3-2 Erlingur Jack Guð-
mundsson (88.), 3-3 Erlingur Jack Guðmundsson
(89.).
*markaskorarar frá fótbolti.net
STAÐAN:
Selfoss 17 11 2 4 34-19 35
Haukar 17 10 4 3 34-19 34
HK 17 10 2 5 31-21 32
Fjarðabyggð 17 9 2 6 29-27 29
KA 17 7 5 5 24-18 26
Leiknir 17 6 6 5 22-21 24
Þór Ak. 17 8 0 9 22-25 24
Víkingur R. 17 6 3 8 29-27 21
ÍR 17 6 2 9 30-38 20
ÍA 17 4 6 7 20-23 18
Afturelding 17 3 6 8 20-29 15
Víkingur Ó. 17 2 2 13 16-44 8
ÚRSLIT
Enska úrvalsdeildin:
Sunderland-Chelsea 1-3
1-0 Darren Bent (18.), 1-1 Michael Ballack (52.),
1-2 Frank Lampard, víti (61.), 1-3 Deco (70.)
Wigan-Wolves 0-1
0-1 Andrew Keogh (6.).
Meistaradeild Evrópu:
Celtic-Arsenal 0-2
0-1 William Gallas (43.), 0-2 Gary Caldwell, sjm
(71.).
FCK-APOEL Nicosia 1-0
1-0 Zdenek Pospech (51.).
FC Sheriff-Olympiakos 0-2
- Alexandre Dudu, Kostas Mitroglu (81).
FC Timisoara-Stuttgart 0-2
0-1 Timo Gebhart, víti (27.), 0-2 Alexander Hleb
(30.).
Sporting Lisbon-Fiorentina 2-2
0-1 Juan Vargas (6.), 1-1 Simon Vukcevic (58.), 2-
1 Miguel Veloso (66.), 2-2 Alberto Gilardino (79.).
ÚRSLIT
> Lið 17. umferðar Pepsi-deildar
Fréttablaðið hefur valið lið 17. umferðar Pepsi-
deildar karla. Markvörður: Kjartan Sturluson (Val).
Varnarmenn: Andrés Már Jóhannesson (Fylki),
Einar Pétursson (Fylki), Freyr Bjarnason (FH),
Viktor Örn Guðmundsson (FH). Miðjumenn:
Ingimundur Níels Óskarsson (Fylki),
Ólafur Ingi Stígsson (Fylki), Guð-
mundur Kristjánsson (Breiða-
bliki), Jón Gunnar Eysteinsson
(Keflavík). Framherjar: Guðmundur
Benediktsson (KR), Atli Viðar Björnsson
(FH).
NÝ SALATLÍNA FRÁ
SÓMA SEM BYGGÐ ER
Á LANGRI REYNSLU
AF SAMLOKUGERÐ
Miðjumaðurinn Guðmundur Kristjánsson gerði sér lítið fyrir og
skoraði fyrstu þrennu sumarsins í kaflaskiptum 3-3 jafnteflisleik gegn
Fram í Pepsi-deildinni á Kópavogsvelli á sunnudag og er fyrir vikið
leikmaður 17. umferðar hjá Fréttablaðinu.
„Mér leið bara mjög vel inni á vellinum í fyrri hálfleik og það
gekk svona flest upp það sem maður var að reyna,“ segir
Guðmundur sem fullkomnaði þrennu sína í lok fyrri hálfleiks
og staðan var 3-0 fyrir Blikum í hálfleik. „Við vorum að spila vel og
mér fannst Framarar í rauninni ekki vera að gera neitt af ráði. Við
vorum hins vegar alltof passívir í síðari hálfleik og þegar þeir fá vítið
þá kveikti það eitthvað í þeim og því fór sem fór,“ segir Guðmundur.
Leikurinn var annars skrautlegur og mikið um umdeilanleg atvik
innan vallar sem utan.
„Atvikið með Arnar Grétars og Auðun Helga í fyrri hálfleik hleypti
miklum látum í leikinn og mér fannst dómarinn missa tökin á
leiknum þá,“ segir Guðmundur sem vill ekki gera mikið úr atviki sem
átti sér stað eftir leikinn þegar Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram kom
upp að honum og hreitti einhverjum orðum í hann.
„Það var nú ekki neitt neitt. Við vorum bara að ræða um leikinn
og ekkert óeðlilegt við það að menn séu ósáttir
og skiptist á orðum eftir svona hamagang,“ segir
Guðmundur.
Guðmundur segir mikilvægt fyrir Blika að ein-
blína á jákvæðu hlutina í stað þess að dvelja
við það að hafa misst niður unnin leik gegn
Fram.
„Það er náttúrulega jákvætt að við erum
ekki búnir að tapa þremur leikjum í röð
í deildinni. Spilamennskan og baráttan
er búin að vera í lagi í síðustu leikjum
og þetta liggur allt upp á við núna. Við
vorum svekktir á síðustu leiktíð hvað við
enduðum sumarið illa og féllum niður í
áttunda sæti. Nú er tækifæri til þess að
snúa þessu við og við erum staðráðnir
í að klára deildarkeppnina af krafti. Við
eigum góða möguleika á að enda í fínu sæti og
mætum grimmir í leikinn á móti Val.“
BLIKINN GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON: ER LEIKMAÐUR 17. UMFERÐAR PEPSI-DEILDARINNAR HJÁ FRÉTTABLAÐINU
Staðráðnir í að klára deildarkeppnina af krafti
FÓTBOLTI Heil umferð fór fram í
1. deild karla í gærkvöld. Þar bar
hæst til tíðinda að topplið Selfoss
missteig sig á Akureyri þar sem
Hreinn Hringsson tryggði Þór
sigur á toppliðinu. Selfoss er þó
enn á toppnum.
Haukar eru aftur á móti aðeins
stigi á eftir Selfyssingum eftir
sterkan 3-1 sigur á KA. Möguleik-
ar KA á að komast upp fóru um leið
væntanlega út um gluggann.
HK er enn í baráttunni um að
komast upp og er aðeins tveimur
stigum á eftir Haukum og þrem-
ur á eftir Selfossi. HK vann útisig-
ur á Leikni í gær þar sem gamla
kempan Gunnar Einarsson skoraði
sjálfsmark.
Skagamenn eru enn í bullandi
fallhættu en ÍA varð í gær að
sætta sig við markalaust jafntefli
gegn langneðsta liði deildarinnar,
Víkingi frá Ólafsvík. ÍA var þess
utan á heimavelli en nákvæmlega
ekkert hefur gengið hjá liðinu í
sumar.
Erlingur Jack Guðmundsson
tryggði ÍR síðan mikilvægt stig
gegn Aftureldingu með tveimur
mörkum á lokamínútunum eftir að
Afturelding hafði komist í 3-0.
- hbg
Baráttan harðnar í 1. deild karla í knattspyrnu:
Selfoss missteig sig
HAUKASIGUR Haukar lögðu KA í Hafnar-
firði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Arsenal þarf að misstíga
sig illilega eigi liðið ekki að komast
í riðlakeppni Meistaradeildarinn-
ar. Liðið vann góðan 0-2 útisigur á
Celtic í gær og þarf að tapa 0-3 á
heimavelli til að falla úr keppni.
William Gallas skoraði fyrra
mark Arsenal í gær með bakinu.
Fabregas skaut þá að marki, bolt-
inn fór í Gallas, breytti um stefnu
og í netið. Síðara markið var sjálfs-
mark hjá fyrirliða Celtic, Gary
Caldwell.
Þrátt fyrir þessi heppnismörk
var Arsene Wenger, stjóri Arsen-
al, á því að sigurinn hefði verið
sanngjarn og hafði hann talsvert
til síns máls enda Arsenal betra
liðið.
„Þetta var mikil barátta. Við
réðum algjörlega ferðinni í þess-
um leik en Celtic gafst ekki upp og
hélt áfram að berjast. Liðið beitti
skyndisóknum og þó svo við hefð-
um stýrt leiknum voru þetta vissu-
lega heppnismörk hjá okkur. Við
bjuggum samt til þessa heppni,“
sagði Wenger eftir leikinn.
„Við fengum fjölda færa á fyrstu
15 mínútum síðari hálfleiks. Það
þurfti samt góðan leik og sterkt
Arsenal-lið til þess að ná þess-
um úrslitum. Leikmenn sem og
áhorfendur voru til í slaginn. Ef
við hefðum ekki átt góðan leik þá
hefðum við ekki unnið. Það var
annars mögnuð stemning á vell-
inum og betri en í ensku úrvals-
deildinni.“
Eins og áður segir er staða Ars-
enal sterk en Wenger lítur ekki á
síðari leikinn sem formsatriði.
„Þessi rimma er 180 mínútur en
ekki 90. Við ætlum okkur að spila
vel í 180 mínútur í þessari rimmu.
Við verðum að taka síðari leik-
inn alvarlega og vinna hann líka,“
sagði Wenger. Hann var ekki alveg
nógu sáttur við hversu gróft leik-
menn Celtic fengu að spila.
Tony Mowbray, þjálfari Celtic,
neitaði að gefast upp eftir leikinn.
„Það var vissulega mjög svekkj-
andi að fá á sig tvö svona mörk.
Arsenal var samt gríðarlega sterkt
í kvöld, frábært með boltann og
enn betri án hans. Það var mjög
pirrandi. Eitt mark frá okkur í
seinni leiknum opnar rimmuna upp
á gátt og við munum gefa allt sem
við eigum í hann,“ sagði Mowbray.
henry@frettabladid.is
Celtic engin fyrirstaða
Arsenal er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir
0-2 sigur á Celtic í fyrri leik liðanna. Heppnisstimpill var yfir báðum mörkum
Arsenal í leiknum en Arsene Wenger sagði sigurinn samt vera sanngjarnan.
FAGNAÐ Leikmenn Arsenal fagna hér sjálfsmarki Gary Caldwell í gær. NORDIC PHOTOS/AFP