Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 3
r- Tvö lóB á vogarskálar bættra lífskjara Á þessu ári hafa gerzt í starfi íslenzkra samvinnumanna tveir ólíkir, en þó ekki óskyldir, atburðir, sem vert er að gefa nokkurn gaum. Var hinn fyrri sá, að opnað var al- mennings-þvottahús af nýrri gerð í Reykjavík, en hinn síðari framleiðsla og sala ódýrra sumarfata fyrir karl- menn. Það er sameiginlegt þessum tveim ólíku nýjungum, að með aukinni og bættri tækni hefur tekizt að veita almenn- ingi nauðsynlega þjónustu og vöru með mun lægra verði en verið hefur undanfarið. Vissulega valda eitt þvottahús og ein nýjung í fata- saum engum straumhvörfum í efnahag almennings. En samt er það fagnaðarefni á tímum dýrtíðar, þegar tekst að spyrna við fæti, enda þótt það sé á mjög takmörkuðu sviði. Hér hafa því vissulega tvö lóð verið lögð á vogar- skálar bættra lífskjara í landinu. ★ Hver slíkur atburður, sem þessir tveir, er ný varða á leið samvinnumanna, og með hverju ári, sem líður, verð- ur sú leið betur vörðuð. Það er Iangt síðan forustumönn- um samvinnuhreyfingarinnar varð ljóst, að bættir verzl- unarhættir eru hvergi nærri einhlítir til að tryggja alþýðu manna góða vöru með sanngjörnu verði. Til þess, að svo megi verða, þurfa samvinnusamtökin að láta til sín taka í iðnaði og við margvíslega þjónustu. Nýja þvottahúsið og nýju sumarfötin eru tvö af mýmörgum dæmum þess. ★ Þegar vöruskortur var í landinu, fundu kaupfélögin og félagsmenn þeirra allir, hver styrkur það var að eiga sínar eigin verksmiðjur. Hefur það og komið í ljós betur með hverju ári, að verksmiðjur samvinnumanna hafa margvís- lega og vaxandi þýðingu við að tryggja kaupfélögunum nauðsynjavöru, auk þess sem þær geta verið ómetanlegt tæki til þess að hafa áhrif á verðlag ýmissa vöruflokka. Þegar samvinnuverksmiðja gerir átak til þess að lækka verð á einhverri vörutegund, og aðstæður gera það kleift, fer ekki hjá því að aðrir framleiðendur fylgi í fótspor hennar. Þannig eru þessar verksmiðjur eigendum sín- um, neytendunum, hinn þarfasti þjónn. ★ Nýjungarnar tvær, sem eru tilefni þessara hugleiðinga, geta einnig minnt á það, að Islendingar eiga eftir að taka tæknina í þjónustu sína í miklu stærri stíl en þeir enn hafa gert. Það er reynsla þeirra þjóða, sem bezt lífs- , kjör hafa getað skapað sér, að slíkt tekst svo bezt, að með tækninni séu afköst hvers vinnandi manns aukin til muna. Islendingar hafa tekið stór stökk á braut tækninnar. En þeir eiga meira land ónumið en plægt á því sviði sem öðrum, og þeir þurfa að fylgjast með framförum eða eiga frumkvæði að þeim sjálfir við landbúnað, fiskveið- ar og iðnað. Með betri vélakosti, betri skipan vinn- unnar og betri hagnýtingu hráefna fást hin auknu af- köst. Og því meira sem liggur eftir hvern einstakling, því meiri verður þjóðarauðurinn. ★ Islenzkur iðnaður hefur átt í vök að verjast undanfar- ið. Hann hefur skyndilega orðið að taka upp samkeppni við innflutta vöru, sem oft er framleidd við stórum hent- ugri aðstæður en hér eru og með lægra kaupi verkafólks. Að sjálfsögðu verður íslenzkur iðnaður að standast sam- keppni við sams konar erlenda vöru. En það er ekki hægt að skapa iðnað á einni nóttu og því þarf að hlúa að hon- um á margan hátt, meðan hann er að festa rætur í land- inu. Ullarverksmiðjan Gefjun og saumastofa hennar í Reykjavík hafa á þessu vori sýnt, hvers íslenzkur iðn- aður er megnugur, og alþýða manna hefur sýnt, að hún kann að meta slíkt átak. Þetta dæmi ætti að verða lands- mönnum sönnun þess, að íslenzkur iðnaður getur full- nægt ýtrustu kröfum þeirra og tryggt þeim vörur fyrir mjög lágt verð. En iðnaðurinn þarf sanngjarna aðhlynn- ingu. Fái hann hana, mun hann þroskast ört og koma þjóðinni að miklu gagni. 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.