Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 20
j í TEPPAGARN j PRJÓNAGARN | I í í í j I I I I I í i 30—40 litir úr fyrsta flokks garni úr hinum nýju og full- komnu vélum, sem settar voru upp í verksmiðjunni í fyrra. Verðið aðeins 12 og 9 kr. 100 gr. hespan. j Ullarverksmiðjan GEFJUN maturinn góður og herbergin hlý. Sváfum við þar vel og hvíldum okkur um nóttina. Morguninn eftir skoðuðum við skólastaðinn og búið og fannst okkur þar myndarbragur á öllu. Frá Laugarvatni fórum við austur í Þjórsárdal. Var þá rigning og þoka og útsýni mjög slæmt. Við skoðuð- um Hjálparfoss, en fórum ekki lengra inn í dalinn, vegna þess hvað veðr- ið var leiðinlegt. En þó var glatt á hjalla í bílnum, sungið og hlegið. Vísur voru gerðar, og voru þær sumar um bílstjórana okkar, Villa og Guðmund; að sjálfsögðu voru þær hlýlegar í þeirra garð, því að þeir áttu það skilið. Við komum að Asólfsstöðum og drukkum þar kaffi. Þar var fyrir eitt af tónskáldum þjóðarinnar. Hann bað um far með okkur til Reykjavíkur. Var honum sagt, að það vrði að berast undir atkvæði. Leit hann þá yfir kvenna- hópinn og hló. En atkvæðagreiðslan fór þannig, að hann fékk farið, því að konurnar vonuðu, að hann mundi gera lag við vísurnar, sem þær voru að yrkja. A leiðinni til Reykjavíkur var komið við í Hvera- gerði og gróðurhúsin skoðuð. Þar var rigning. Að kvöldi þessa dags, eftir að við komum til Reykjavíkur, sátum við boð hjá Húnvetningafélaginu í Reykjavík í Oddfellowhúsinu. Voru þar saman komnir margir Húnvetn- ingar, búsettir í bænunr, og varð þar fagnaðarfundur. Margar konur í okk- ar sýslu bera hlýjan hug til Hún- vetningafélagsins, fyrir þá gest- risni, er það hefur sýnt þeim í þess- um skemmtiferðum. Hefur félagið þá ætíð boðið þeim til veizlu og veitt af mestu rausn. — Að samsætinu loknu dreifðist ferðafólkið víðsvegar um borgina, til gistingar hjá vinunr og kunningjum. Næsta dag, sem var fjórði dagur ferðarinnar, vorum við í Reykjavík fyrri hluta dagsins. Meðal annars skoðuðum við landbúnaðarsýning- una, sem þá stóð yfir. Þótti okkur það fróðlegt og skemmtilegt. Seinni hluta dagsins héldum við svo af stað heim á leið. Þennan dag var nokkur rigning, en inni í bílnum var glaumur og gleði, og almenn til- hlökkun að koma heim. Ferðalagið 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.