Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 17
Þessi mynd var tekin af Gufunesi í þann mund, er framkvæmdir við áburðarverksmiðjuna hófust. Síðan hafa verið teiknuð inn á myndina þau mannvirki, sem þarna eigi að rísa nœstu mánuðina, og sýna tölurnar eftirfarandi: 1) vetnisverksmiðjan, stcersta byggingin; 2) ammoníakverksmiðjan; 3) saltpéturssýru- verksmiðjan; 4) saltpétursverksmiðjan; 5) verkstœði; 6) skrifstofubygging; 7) vetnisgeymir; 8) köfnunarefnisgeymir; 9) hafskipabryggja, 150 metra löng; 10) örin vtsar til þess staðar, þar sem áburðargeymslurnar verða; 11) nýr vegur, sem lagður verður um verksmiðjusvæðið; 12) núverandi vegur fram í nesið; 13) nýr vegur um verksmiðjusvceðið; 14) skáli, sem þegar hefur verið reistur fyrir matsal verkamanna, en verður síðar íbúðarskáli. — Handan við sundið er Reykjavík til vinstri, en Viðey lengst til hcegri. A bak við töluna 5 eru bœjarhúsin í Gufunesi. — Punktalínur sýna ácetlað rúm til að þrefalda verksmiðjuna. frá útboði næsta húss og á bygging húsanna að geta gengið rakleitt hér eftir. Búið er að byggja hér þetta hús, sem vér nú erum í, en því er ætlað að vera matskáli og aðstaða fyrir verkamenn meðan á byggingarfram- kvæmdum stendur, en síðar verður því breytt í íbúðarhús fyrir starfs- menn verksmiðjunnar, — og nú rétt áðan er búið að brjóta grunn undir stærsta hús verksmiðjunnar. Von- andi geta framkvæmdir héðan af haldið áfram rakleitt og tafarlaust. Enda þarf svo að verða, því ætlunin hefur alltaf verið og er, að áburðar- verksmiðjan geti orðið tilbúin til starfa á sama tíma og nýja Sogsvirkj- unin er fullbúin og getur látið verk- smiðjunni í té fulla raforku til fram- leiðslunnar, eða á fyrri hluta sumars 1953. Aburðarverksmiðjustjórnin hefur þegar fyrir löngu látið gera bráða- birgða áætlun um byggingu verk- smiðju til framleiðslu á blönduðum áburði, fosfat og köfnunarefnis- blöndu. Kostar slík verksmiðja til- tölulega lítið sem viðbót við þessa verksmiðju og er það von mín og stjórnar áburðarverksmiðjunnar — en engin vissa, að hægt verði að hrinda því máli fram til sigurs, þeg- ar eftir framkvæmd þessa verks. En þegar svo væri orðið, hefði landbún- aðinum verið séð fyrir meginhluta þess áburðar, sem nota þarf. Verksmiðjuframkvæmd sú, er hér hefur hafin verið, ætla ég að sé ein- stæð í sögu Islands og íslenzks iðn- aðar. Hér er sennilega um að ræða stærsta iðnaðarfyrirtæki í landinu og fyrsta efnaiðnaðinn í stórum stíl, en sérstaklega vegna þess, að hér rís verksmiðja, sem framleiðir fyrir tugi milljóna króna, en notar engin erlend hráefni — engin aðflutt hráefni. Vélarnar, sem hér verða settar nið- ur í hús verksmiðjunnar, og rafork- an, sem hingað verður leidd, gera allt, sem gert verður, skapa hið mikla undur, að úr vatni og úr loftinu, sem við nú öndum að okkur, skapast þessi dásamlegi gróðurgjafi, köfnun- arefnisáburðurinn. Hvernig hefur það svo orðið, að þessi nauðsynlega verksmiðja er nú að verða að veruleika? — Margir hafa að þessu unnið, margir lagt málinu lið, en það, sem hefur gert það kleift að þetta mál er nú svo langt komið, er skilningur, góðvild og hjálpsemi Marshallstofnunar Bandaríkjanna. Án hennar aðstoðar væri hér ekkert aðhafzt í dag, án hennar aðgjörða væru engar vélar keyptar, án hennar skilnings væri ekkert bj^ggingarefni til þessara framkvæmda. — Frá Marshallstofnuninni hafa þegar verið veittir $ 2.557.000, en þar af eru $ 1.560.000 hrein, óafturkræf gjöf til framkvæmdanna. Vonir standa til, að seinna á þessu ári fáist frá sömu stofnun $ 400.000—500.000. Þessa er skylt að minnast og meta að verð- leikum. Mér er það sérstök ánægja, að (Framh. á bls. 22). 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.