Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 16
gleðidagur — sannkallaður gleði- dagur — dagur, þar sem margra ára draumur er að byrja að verða að veruleika. Framkvæmdir eru hafnar að því að byggja hér íslenzka áburð- arverksmiðju. Verksmiðju, sem um ókomin ár á að gefa öryggi og vera lyftistöng íslenzkum landbúnaði og þá um leið íslenzkum alþjóðarhag. A liðnum öldum hefði ekkert líf verið hér í landi án landbúnaðar, á komandi öldum mun hér því aðeins dafna heilbrigt þjóðlíf, að í landinu verði starfræktur traustur, heil- brigður landbúnaður. Rekstur ís- Ienzkrar áburðarverksmiðju gefur ör- yggi, á tímum friðar jafnt sem ófrið- ar, um áframhaldandi aukna og betri ræktun íslenzkrar moldar, skapar þannig bætt lífsskilyrði og gefur von um betri framtíð alls fólksins í land- inu. Þessi draumur er, þrátt fyrir marg- ar tafir og marga erfiðleika, nú að færast til veruleikans. Ég vil Ieyfa mér með nokkrum orð- um að gera stutta grein fyrir verk- smiðjunni: Verksmiðjubyggingar þær, sem hér verða reistar, eru alls sex hús og auk þess áburðargeymslur og tveir geymar. Stærsta húsið, vetnisverksmiðjan, sem byggt verður á grunninum, sem byrjað er á í dag, verður 62 metrar á lengd og 2914 meter á breidd, flat- armál þess 1760 m2 en rúmmál 13.200 m3. Annað húsið er ammoniak-verk- smiðja. Lengd þess er 38 m., breidd 16/4 m., flatarmál 630 nr og rúmmál um 5000 m3. Svo er saltpéturssýruverksmiðja og saltpétursverksmiðja, þá verkstæði og loks hús fyrir mötuneyti verka- manna og skrifstofur, samtals 1600 m2 og 9500 m3, og svo áburðar- geymslur, sem ráðgert er að verði allt að 2700 m2 að flatarmáli og um 14.000 m3 að rúmmáli. Þannig verður flatarmál allra hús- anna um 6700 m2, sem er tveir þriðju hlutar úr hektar, eða flatarmál allra húsanna tvær dagsláttur að stærð — en rúmmál þeirra allra um 42.000 ten.metrar, en það er nokkru meir en helmingi meira rúmmál Háskóla Is- lands, sem er með stærstu bygging- um hér á landi. — Af þessu má nokkuð álykta um þær bygginga- framkvæmdir, sem hér standa fyrir dyrum. F ramleiðslugeta verksmiðjunnar er ætlað að verða á ári 6 milljón kíló af hreinu köfnunarefni, en það er um 18000 smálestir af áburði, sem inni- halda 38,5% köfnunarefni. — Þessar 18000 smálestir, sem framleiða á hér, jafngilda nærri því 30.000 smálestum af þeim köfnunarefnisáburði með 20,5% köfnunarefni, sem Áburðar- sala ríkisins flytur inn í ár. Ef reikn- að er með núverandi áburðarverði Aburðarsölu ríkisins við skipshlið, verður framleiðsluverðmceti þessarar verksmiðju 34 milljónir króna á ári. Verksmiðjan er þannig skipulögð og byggð, að auka má framleiðslu- getu hennar upp í 7—8 milljón kíló köfnunarefnis á ári, strax og raforka er fyrir hendi, með tiltölulega litlum viðbótarkostnaði. Væri framleiðslan 8 milljón kíló, væri verðmæti henn- ar orðið 45 milljónir króna á ári, reiknað með sama verði og fyrr var greint. Auk þess er landrými og hús- um þannig fyrir komið, að með nýj- um byggingum og vélakaupum má a.m.k. þrefalda alla framleiðsluna, án þess að núverandi skipulag verk- smiðjunnar raskist. Vonir okkar í verksmiðjustjórninni og annarra, sem að þessum málum vinna, eru, að þessi fyrirhyggja um stækkunar- möguleika verksmiðjunnar megi sem allra fyrst koma að notum. Mér þykir rétt að skýra örstutt frá hvað undirbúningi og framkvæmdum er nú komið: Það hefur loksins verið gengið frá staðarvali hér í Gufunesi og samn- ingur gerður við Reykjavíkurbæ um landsafnot. Lóð verksmiðjunnar hér er 15 ha. að stærð og lætur bærinn hana leigulaust til afnota í 20 ár frá því verksmiðjan tekur til starfa. Búið er í aðalatriðum að ná sam- komulagi um raforku frá Sogsvirkj- uninni, og verður samningur vænt- anlega undirritaður næstu daga. Búið er að gera skipulagsuppdrætti af verksmiðjunni, búið að ákveða um gerð og stærðir véla í verksmiðjuna og búið að kaupa meginhluta allra véla og tækja. Afgreiðsla á þeim byrj- ar innan skamms, fyrstu sendingarn- ar koma væntanlega um mitt þetta sumar og flestar vélar eiga að vera komnar hingað um næstu áramót. Búið er að kaupa allt aðal-bygg- ingarefnið, nokkuð af því er þegar komið, en skip nú að hlaða sumt af því og allt á efnið að vera komið hing- að um mánaðamótin júní—júlí. Boðin hefur verið út bygging fyrsta hússins. Tilboðum á að skila næsta mánudag. Langt er komið að ganga * 1 r-i 4 Stjórn áburðarverksmiðjunnar og sendiherra Randarikjanna á verksmiðjustaðnum. Talið frá vinstri: Jón Ivarsson, Pétur Gunnarsson, Edward B. Lazvson, sendiherra, Vilhjálmur Þór, formaður stjórnar- innar, Jón Jónsson, lngólfur Jónsson og Hjálmar Finnsson, framkvcemdastjóri. — Lengst til hœgri er rekan, sem geymd verður til minja um byggingu verksmiðjunnar. 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.