Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 28
IÐUNNAR- SKÓR eru sérstaklega lagabir fyrir íslenzka fætur Smekklegir — Vandaðir — Ódýrir Skinnaverksmiðjan IÐUNN Tíu króna trygging Hafið þér gert yður grein fyrir, hversu ódýrt það er að brunatryggja eigur yðar? Ef þér búið í steinhúsi, getið þér fengið 67.000 króna brunatryggingu fyrir 120 kr. á ári, en það eru aðeins TÍU KRÓNUR Á MÁNUÐI! — Auk þess hafa Samvinnutryggingar síðustu ár greitt í arð 5% af endurnýjunariðgjaldi, og mundi því tryggingin í raun og veru aðeins kosta kr. 9,50. — Þetta er ódýrt öryggi — svo ódýrt, að enginn hugsandi maður getur vanrækt að tryggja heimili sitt gegn eldsvoða. Leitið frekari upplýsinga á skrifstofunni í Sambandshúsinu, eða hjá umboðs- mönnum vorum um land allt. SAM¥D MMHJTTIERY(G (K EM (GLfiJES, Símar 5942 og 7080 Andrés,“ sagði hún blíðlega. „Þú ert önugur og gramur. Þú ert reiður sjálfum þér og lætur það bitna á mér. Ég skil þetta vel og Iæt það ekki fá á mig. Það eina, sem ég get gert er að verða sem minnst á vegi þínum, unz þú jafnar þig. Ég vil ekki, að þú segir neitt, sem þú sérð eft- ir síðar.“ „Ef þú ert að fara mín vegna, er það óþarfi,“ sagði And- rés, „af því að ég er að fara út.“ Hann gekk um göturnar án þess að gera sér grein fyr- ir, hvert hann væri að fara. Von bráðar stóð hann fyrir utan hús frú Dalton, þótt hann vissi varla sjálfur, hvert erindi hans þangað væri. Þegar hann sá hana, áttaði hann sig. Hún stóð framan við arininn, eins og hún hefði ekki hreyft sig, síðan hann rauk út frá henni. Hár hennar var enn úfið. „Eg get ekki farið frá öllu, eins og nú stendur á,“ sagði hann. „Ég er kominn til að segja, að ég get ekki beðið þig að fara burt með mér. Þú hefur verið að bíða eftir mér, er ekki svo? Ég hef ekki hugrekki til þess.“ „Er það vegna Bertu?“ spurði Dorothea. „Maður getur ekki hlaupið frá konu af þeirri ástæðu einni, að hún er göfugasta veran, sem guð hefur skapað,“ sagði Andrés. Dórothea hló að honum. „Og þú getur heldur ekki hindrað venjulega konu eins og mig í því að segja mitt álit, enda þótt það sé óviðeigandi. Andrés Rose, — þú ert fífl. Ef það væru minnstu líkur á að Berta mundi sakna þín, skyldi ég hverfa úr vegi þínum þegar í stað. En ég er hfandi vera, og ég hljóða, þegar ég er særð. Þú ert líka mannleg vera og það sjást á þér sárin eftir klærnar á Bertu. Hún er sú eina, sem ekki er hægt að særa.“ „Hún var grátandi fyrir skammri stundu,“ sagði Andrés. Dórothea gekk umhverfis hann. „Nújá, var hún að gráta? Farðu þá og huggaðu hana! Farðu, segi ég!“ „Hvað ætlar þú að gera?“ spurði hann. „Skemmta mér. Farðu nú, ég þoli ekki að horfa á þig.“ „Ég gæti horft á þig það sem ég á eftir ólifað,“ sagði Andrés. „Þú hefur svo lítil og yndisleg bein.“ „Ég skal arfleiða þig að þeim,“ sagði hún og glotti. Hann sá hana hvítna um hnúana. Þegar hann kom út á götuna, var orðið dimmt og byrj- að að rigna. Hann gekk um göturnar þrátt fyrir úrkom- una, varð blautari og blautari, og hugsaði um Dórotheu. Þegar hann loks áttaði sig á því, hve blautur hann var orðinn, sneri hann við og fór inn í klúbbinn. Klukkan var að verða ellefu. Er hann stóð við veitingaborðið og beið eftir drykk sínum, kom McElton gamli til hans. „Ætlar þú að fara til Astralíu fyrir mig, Andrés?“ „Nei,“ svaraði Andrés. „Þú ert aumingi,“ sagði McElton og gekk burt. Andrés lagði glasið klunnalega frá sér, velti því um, svo að mjöðurinn helltist yfir föt hans. Hann fékk glasið fyllt á nýjan leik og tæmdi það. Síðan hélt hann heim á leið. Á leiðinni áttaði hann sig á því, að föt hans lyktuðu af víninu. Berta mundi horfa á hann, eins og hann væri drukkinn, en síðan fyrirgefa honum vegna þeirra erfið- leika, sem hann átti við að stríða. Hann stóð kyrr á gang- stéttinni. „Nei,“ hugsaði hann. „Ég þoli það ekki.“ Hann sneri við og hljóp alla leiðina að húsi Dórotheu. 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.