Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 8
fætur kl. 5. Þessari reglu með gjafa-
lagið fylgdum við alla leið.
27. sept. Þoka og regn með köfl ■
um, hvass suð-austan vindur. Þoku-
lúðurinn þeyttur í sífellu. Við byrjuð-
um að brynna, en þorstinn lítill og
drakk ekki nema sumt.
28. sept. Hvass suð-austan vindur,
allmikill sjór. Skipið hafði aðeins
hálfa ferð í nótt. Við tókum miðpart-
inn úr deginum til að brynna og
brynntum öllu á mið-„dekki“. Stöku
kind lystardauf. Þorstinn að byrja.
Illt að eiga við brynninguna fyrir
veltum á skipinu, enda álít ég ómögu-
legt, að hún komi jafnt og vel yfir,
nema mannafli sé talsverður við hana,
og illa lét féð við mélblöndunni, ef
hún var þykk, vildi helzt ekki að
vatnið væri nema rykað.
29. sept. S.A. vindur þétthvass. Við
komnir að Skotlandseyjum, fórum
fram hjá Stornoway kl. 7 í morgun.
Telegram í land. Allt gengur vel. Féð
hresst, en stöku kind, einkum á
„miðdekki“ að verða lystarlítil. Við
brynntum öllu á efsta dekki. Vatnið
nærri búið, enda ómögulegt, að mínu
áliti, að brynna á neðsta „dekkinu“,
sökum þess hve það er lágt.
30. sept. Gott veður, hægur sunn-
an vindur. I morgun farið að sveigja
inn í Clydefjörðinn. Við brynntum
nákvæmlega þeim kindum, sem illa
átu fyrir þorsta. Allt frískt og fjör-
legt á efsta og neðsta „dekki“, en
sumt hálf dauft á mið-„dekki“. —
Þar jafnheitast og loftverst, því að
þangað leggur hitagufuna frá botn-
inum. Skipið kom upp til Glasgow
fyrri part nætur og varð að liggja til
morguns. Alltaf vakað yfir að hag-
ræða lofthólfunum, og hélzt góður
súgur í skipinu. Féð rekið á land
strax og birti. Var það frísklegt, en
orðið kviðlítið. Ferðin enda nokkuð
löng, og féð ekki bústið, þegar það
fór á skip. Ein kind drapst seinasta
kveldið — sýndist vera bráðapest.
Af þessari ferð dreg ég þá álykt-
un, að fyrstu fjóra dagana dugi féð
að jafnaði vel, ef hirðingin er góð.
Fimmti dagurinn er slæmur og allt
sem þar er yfir hættulegt. Þær kind-
ur, sem bar á að væru veikar, voru
nær eingöngu frá Eyfirðingum. I hóp
þeirra voru margar ær, — geldar að
nafninu, en orðnar gamlar og hrotu-
legar, eins og kvíærroð hér í Þing-
eyjarsýslu. Þessar gömlu ær verða
flestar sjóveikar, og um leið lystar-
lausar, og eru í alla staði óhæfar til
útflutnings.
Ég hefi drepið hér lítillega á hvern-
ig féð var hirt. En jafnframt því skal
ég geta þess, að Zöllner lét það í Ijósi
við mig, þegar við töluðum saman á
undan burtför minni úr Englandi, að
þessi farmur hefði ekki verið vel hirt-
ur, og færði hann það til, að hann
hefði verið rírlegri en fé K. Þ. með
Friðþjófi og að heyafgangur væri
meiri en ætti að vera, ef vel hefði ver-
ið gefið. En ég álít, að hann hafi gert
okkur fjármönnunum rangt til. Féð
á Domino var flest úr landléttu lág-
sveitunum og flest veturgamalt, og
unga, óþroskaða féð rýrnar meira við
hrakning en fullorðnir sauðir, þótt
það finnist nokkuð feitt. En Zöllner
flaskaði á því, að hann áleit víst, að
allt fé K. Þ. væri jafn vænt úr hvaða
plássum sem það væri. I öðru lagi
þykist ég gefa miklu betur en útlend-
ingarnir — hristi heyið betur í sund-
ur, svo minna dettur niður í tuggum
og fer til spillis — og verð þannig hey-
drýgri. Ég neita því að þessi dómur
Zöllners hafi verið réttur, nema ef
kjötvigt Domino-farmsins svarar ver
til lifandi vigtar en á fyrra farminum.
Þá verð ég líklega að trúa.
Sigurður Jónsson.
Ég hefi verið spurður að mörgu við-
víkjandi útflutningi sauðfjárins, síð-
an ég kom heim í vetur; er mönnum
forvitni á, sem eðlilegt er, að heyra
sem greinilegast sagt frá öllu, er
snertir útbúnað skipanna og meðferð
fjárins. Eg hefi leyst úr spurningum
þessum við hvern og einn eftir föng-
um, en samt datt mér í hug, að rétt-
ast myndi að senda „Ófeig“ hugleið-
ingar mínar um útflutninginn. —
Þeirri ætlun breytti ég samt, því að
blaðið er oft lengi að berast út á milli
manna. Ég sendi því í staðinn nokkr-
ar línur til fulltrúaráðsins á aðalsam-
komu Kaupfélagsins.
Ég fer ekki að segja hér neina ferða-
sögu, heldur vil ég í fám orðum rninn-
ast á, hvað við þurfum einkum að
varast, og hvað við megum hreint
ekki ógert láta, að því er snertir út-
flutning lifandi sauðfjár.
Ég byrja mál mitt á því, er við för-
um í göngurnar á haustin. Tíminn
er þá oftast sniðinn svo mður, að öllu
verður að flýta sem mest. Féð fær
ekki hvíld eftir gangnavolkið, og er
vigtað meira og minna hrakið. Síðan
er það rekið af stað, og þarf vana-
lega að flýta rekstrinum; hvíldir þær,
sem það fær á leiðinni, notar allt þung-
færara féð til að láta líða úr sér lú-
ann, en lítið verður um að það beiti
sér. Þegar komið er inn af Bröttu-
brekku á Vaðlaheiði er hvergi nýti-
legur hagi, svo að þó menn fái þá
vitneskju um, að hægt megi fara með
féð, kemur það að litlu haldi. En svo
er stærsti bitinn eftir — nefnilega
Vaðlarnir. Aldrei er svo góð tíð, og
rekstur gengur aldrei svo vel, að það
fari ekki mjög illa með féð, að sulla
því inn yfir allar kvíslar Eyjafjarðar-
ár; sé tíðin vond og féð orðið lúið og
„móðlaust“, þarf, eins og menn vita,
oft að handdraga margt af því milli
landa, og er þá mörg kindin dösuð
mjög af lúa, hungri og vosbúð. Nið-
urstaðan verður því sú, að féð fer
aldrei í góðu lagi á skipsfjöl á Akur-
eyri — oftast nær hálf svangt, lúið og
stundum ekki einu sinni fullþurt, sem
er mjög slæmt, því að það spillir loft-
inu í skipinu og þæfir ullina, þegar
féð stendur þétt saman í hita og flýt-
ir því mjög fyrir að gera það óbragð-
legt.
Allan þennan undirbúning fjárins,
áður en það fer á skip, þurfurn við að
laga.
Aðalástæðan til þess, að öllu þarf
að flýta svona á haustin, mun vera
sú, að skipin þurfa að fá fyrsta farm-
inn svo fljótt sem unnt er, til þess að
geta farið þrjár ferðir. Af þeirri til-
högun leiðir það, að þeir, sem fyrstu
farmana senda, geta ekki látið fé sitt
fara sæmilega undirbúið á skipsfjöl.
Við þurfum endilega að fá breytingu
á þessu, því að það er líka í sjálfu sér
ófært að ætla nokkru skipi að taka
fé þrem sinnum á sama hausti hér
norðan og austan lands. Þó að allt
gangi sem bezt, getur skipið varla tek-
ið seinasta farminn fyrr en um síð-
ustu sumarhelgi, og tefjist það nokk-
uð til muna, getur það gengið fram
á vetur, eins og við þekkjum dæmi
til. Það er sjaldan svo góð tíð, að fé
haldist óskemmt svo lengi fram eft-
ir hausti, og oft er veturinn alveg
genginn í garð hjá okkur fyrir þann
(Frh. d bls. 22)
8