Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 5
Þessi teikning sýnir í stórum dráttum, hvernig „El Grillo' liggur á fjarðarbotninum, og eru hlutföllin milli stcerðar skipsins og dýpisins nákvcemlega rétt. Togarinn, sem teiknaður er á siglingu, gefur nokkra hugmynd um stcerð skipsins, enda þótt lengd skipa sé hvergi ncerri eðlilegur mcelikvarði á stcerð þeirra, og oliuskipið sé að smálestatölu tólf sinnum stœrra en togarinn. — Þá sést mötorbáturinn, sem notaður var við köfunina, og kafarinn á pilfari oliuskipsins. sem um fjörðinn fóru, svo og á allar bryggjur. Barst hún út úr firðinum og allvíða um austurströndina. Er þess til dæmis getið, að Stefán bóndi Baldvinsson í Stakkahlíð hafi orðið fyrir tjóni í æðavarpi sökum olíunn- ar. Þótti þetta vera hvimleiður vá- gestur, og lá þessi olíuplága á Seyð- firðingum í 2—3 ár, en smám saman dró þó úr olíuleka skipsins. Ekki er með öllu fyrir það girt enn, að olía skolist upp á yfirborðið úr skipinu. Brezku flotayfirvöldin komust að þeirri niðurstöðu, að það mundi ekki borga sig að bjarga skipinu þá. Var því ekki um það hugsað á stríðsár- unum, en aðeins sett flotmerki fram- an og aftan við skipið, sjófarendum til aðvörunar, enda þótt öll skip fljóti yfir hið sokkna skip. Þó olli það ýmis konar vandkvæðum, og festu ýms skip, þeirra á meðal Súðin, akkeri í því og missti þau. KRÖFUR SEYÐFIRÐINGA. Seyðfirðingar undu því illa, að eng- in merki sáust um það, að þetta mikla olíuskip, sem liggur á fjarðarbotni við bæjardyr þeirra, yrði fjarlægt. Þótti þeim af því margvíslegur skaði og það skemma höfn þeirra, þannig að hún yrði af siglingum og þætti tor- farnari en ella. Vöktu þeir máls á þessu við yfirvöldin, og 1947 gerðu þeir formlega skaðabótakröfu, töldu að olía streymdi þá enn úr skipinu, og vildu fá það fjarlægt. Ekki bar þessi fyrsta krafa árangur, og í janúar 1948 gerðu Seyðfirðingar enn kröfu um 1 200 000 krónur í skaðabætur, og barst svar Breta við þeirri kröfu eftir mitt ár. Töldu þeir enn, að björgunartilraunir mundu of dýrar og neituðu að senda mann til að athuga skipið, þar eð nægileg athugun hefði farið fram skömmu eftir að það sökk. Buðust þeir nú til að afsala sér skip- inu og þeirri olíu, sem kynni að vera í því, og varð skipið eign innlendra aðila eftir að það hafði legið um margra ára skeið á fjarðarbotni. Nú gerðist ekkert í málinu og op- inberir aðilar virtust ekki ætla að gera frekari ráðstafanir vegna skips- ins. Stóð málið þannig, unz Olíufé- lagið h.f. og Samband íslenzkra sam- vinnufélaga tóku að athuga mögu- leika á að bjarga annaðhvort olíunni úr skipinu eða skipinu sjálfu. Tókust nauðsynlegir samningar til þess, að þeim athugunum gæti haldið áfram. Var nú að mörgu leyti breytt viðhorf, enda síðastliðið ár meiri skortur á olíuskipum en nokkru sinni og verð þeirra hátt. Voru gerðar nýjar mæl- ingar á skipinu og botninum um- hverfis það, en að þeim loknum fóru þeir Vilhjálmur Arnason, lögfræðing- ur, og Benedikt Gröndal, verkfræð- Þessi mynd var tekin af „El Grillo", þegar það var að sökkva, skömmu eftir að loftárásin var gerð á það og sprengja sprakk skammt fyrir framan pað.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.