Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 22
Sauðaskipið Domino ... (Frh. af bls. S) tíma. Þurfi svo að bíða eftir skipinu, — sem oft vill verða í síðustu ferð — getur það verið hreinn og beinn voði, að vera kominn með stór fjársöfn til hafnarstaðanna og sitja með þau þar á lélegu beitilandi í hríð og snjóum. Ekkert skip ætti að taka nema tvo farma á sama hausti og flytja þá ut- an seinustu dagana í september og snemma í október. Við það ynnist mikið. Þá ættu menn að byrja göngur að minnsta kosti þrem dögum seinna; í góðum afréttum þyngist féð langmest sein- asta tímann, og því munar um hvern daginn, og menn munar líka oft um það að hætta heyskap eins snemma og nú er gert. Svo væri hægt að fara rólega með féð, það fengi að aflýjast heima og mætti reka það gætilega til skips. Deildarstjórarnir þurfa að hafa það hugfast að hafa góða rekstrarmenn; því starfi er ekki sleppandi við hvern og einn, sem býð- ur sig fyrir lægst kaup, en sem menn mundu þó varla trúa til að hirða fé heima hjá sér. Með hverjum hóp þarf þó að minnsta kosti að vera einhver gætinn og góður fjármaður, sem óhætt sé að treysta til að hafa um- sjón á fénu. En svo megum við ekki halda því áfram að sulla fénu inn yfir Vaðla. Nauðsynlegt væri að fjárskipin væru tvöfalt stærri og gangmeiri en þau eru nú, tíðast, og ef við hefðum nógu stóra farma handa þeim, væri sjálf- sagt að skipa fé okkar út á Svalbarðs- eyri; það er styttra, þá eru menn lausir við að þvætta fénu yfir Vaðl- ana, og þar er allvel sett með haga, ef nokkur bið þyrfti að vera með féð. Verði aftur á móti haldið áfram að flytja út á þessum smáskipum, hygg ég að réttast myndi að reka til Húsa- víkur og skipa þar fram á bátum. Sé svo fénu fylgt um borð, kemur næst að því að minnast á röðun fjár- ins í skipið. Þeirri skoðun hefir ver- ið haldið hér fram, að nauðsynlegt væri að hafa þröngt í réttunum, svo hver kindin styddi aðra, þegar sjó- gangur væri og skipið vaggaði og velt- ist á hliðum. Ég vil fara nokkrum orðum um þetta atriði, af því að ég er sannfærður um, að þetta er villu- kenning, og sum þau slys, sem orðið hafa í útflutningnum, stafa eflaust af henni. Það verður aldrei haft svo þröngt í réttunum, að sumt af fénu leggist ekki, þegar það er orðið þreytt af stöðunum og sjóveikt, en þá er það um leið í voða, því að þegar skipið tekur veltur, kastast féð sem stendur í kasir út á grindurnar og treður það, sem liggur, lifandi í sundur. Þegar raðað er í réttirnar þarf að fara sem næst um, að þegar féð sé búið að vera á annan dag á skipi og farið að missa kvið dálítið, þá geti því nær hver kind legið — þær gera sér að góðu að liggja þétt. Það er ekk- ert vit að ætla kind, sem rekin er Iú- in um borð, og svo verður sjóveik, að standa alla leið — kannske fulla viku. Þegar kindin liggur svo í ró, má skip- ið byltast mjög mikið, til þess hún haggist nokkuð; þá er yfirvigt henn- ar svo lítil, og hún svo stöðug. Utbúnaður skipanna befir verið bættur töluvert á seinustu árum. Mjölvatnsbr^mningin er stór framför, en þó mega menn ekki gera sér of há- ar hugmyndir um hana, því að sjó- gangur og velta á skipinu geta gert það ómögulegt að brynna í tæka tíð. Nauðsynlegt er að byrja að brynna strax sem fer að brydda á þorstanum, svo að hann magnist aldrei, og féð drekki aldrei mikið. Sé ekki hægt fyr- ir óveðrum að brynna fyrr en þorst- inn er erðinn brennandi, er það nærri ókleift verk með þeim mannafla, sem venjulegast er á skipunum. Þá treðst féð svo að vatninu, að það getur drep- ið bvað annað, og drekkur sér til ó- bóta, ef því er ekki afskammtað. Brynningin í þeim kringumstæðum er erfitt verk og vandasamt og hverj- um óvöldum háseta er ekki trúandi fyrir henni. Gjafalagið er alltaf það sama: Hey- ið er hrist yfir bakið á fénu og svo étur hver kindin af annarri. Nú í haust voru höfð net, sem fénu var gef- ið í. Þau eru riðin úr snærum, eins og pokar í laginu og dregin saman í op- inu, þegar búið er að fylla þau af heyi. Þau eru síðan hengd upp í kringum réttimar og tínir féð heyið út um möskvana. En sá hængur er á, að þeg- ar netin tæmast, vilja kindurnar festa horn í möskvunum og flækja sig þann- ig í netjunum, þegar skipið vaggar, dingla þær svo kannske hálfgert á lofti og getur slíkt orðið að slysi. Við notuðum þau því lítið í haust niðri í skipinu, en á efstu þiljum eru þau nauðsynleg, þegar hvasst er, og hey- ið vill fjúka fyrir borð. Eg er sannfærður um það, að við Islendingar erum langtum laglegri við að gefa en útlendu fjármennirnir. Heybaggarnir eru pressaðir saman og bundnir með vélum; heyið er því í hörðum flöskum, og er illt verk að hrista það eins í sundur og þarf. Sé vel gefið, liggur heyið eins og greið kemba yfir bakinu á fénu; það er stór- gert og fellur því bj^sna lítið niður. En það er örðugt að fá útlendinga til að hrista heyið nógu vel í sundur, en þegar því er kastað í hörðum tuggum, hrynja þær niður, féð treður á þeim og lítur svo ekki við heyinu. Það hafa náttúrlega oft verið full- góðir fjármenn með skipunum, þó út- lendingar hafi verið, en hitt hefir þó verið enn tíðara, að skipverjar hafa ekkert kunnað að því að flytja og hirða lifandi pening. Svo er alltaf ver- ið að breyta til með skipin og stöðugt koma ný og óþekkt skip. Ég álít því, að þar sem við berum alla ábyrgðina á útflutningnum, þá sé það sjálfsagt, að við sendum fjármenn frá okkur með fénu; hirðingin myndi verða betri og nákvæmari hjá þeim, og þá vissum við hvernig allt gengi; með því móti værum við Iíka lausir við þá bræðslu og áhættu, sem fylgir því að sleppa farminum við skipverja, sem kannske hafa aldrei fyrr flutt lifandi pening. Tveir íslenzkir fjármenn ættu að vera á hverju skipi, eins og þau eru nú að stærð. Þeir myndu vera því nær einfærir um að gefa, en við brynning- una þyrftu þeir dálitla hjálp. Þeir ættu að vera „fullmektugir“ til að ráða alveg hvernig raðað er í skipin, því að yfirmennirnir hafa oft ekkert vit á því. En það eru kannske dálitlir örðug- leikar á því fyrir okkur að fá þessa fjármenn, af því að óvíst er um marga sveitamenn, sem myndu vera mjög góðir til þessa starfa, að þeir þoli sjó- inn. Aftur myndi vel duga, þó ekki væri nema annar þeirra, sem gæti tal- að málið. 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.