Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 9
Um byggingasamvinnufélög hér á landi Fyrir íbúa norðlægra landa er það mjög þýðingarmikið, að híbýli þeirrra séu hlý og vönduð. Því betur sem þjóðfélagið getur séð þeim borgið í þessum efnum, því meiri er lífsham- ingja þeirra og því betur nýtist vinnuafl þeirra, enda er þak yfir höfuðið eitt frumskiljnði lífsins. Gildir í þessum efnum önnur regla, þar sem loftslag er hlýrra og þurrara. ★ Upphaf opinberrar aðstoðar við byggingu íbúðarhúsa hér á Islandi munu vera lögin um Byggingar- og landnámssjóð. Næst komu lögin um verkamannabústaði í kaupstöðum og loks lögin um byggingasamvinnufé- lög frá 1932, en tvö síðartalin lög voru sameinuð 1946 í einn lagabálk um byggingasamvinnufélög og verka- mannabústaði. Þessi lög bera vott um ný sjónarmið opinberra aðila í byggingamálum, þar sem gert er ráð fyrir verulega aukinni aðstoð og föstu framlagi ríkis og bæja til verka- mannabústaða. En því miður hafa slíkar aðgerðir ekki borið tilætlaðan árangur sökum fjárhagsörðugleika þjóðarinnar. Oðru máli gegnir um hygginga- samvinnufélögin. Fjárhagsleg aðstoð við þau hefur aldrei fengizt nein. önnur en ríkisábyrgð fyrir lánum, sem oft hafa hvergi fengizt eftir eðli- legum leiðum. Mun þessi vandi verða torleystur, þar til hér verður komið upp fasteignalánastofnun, þar seni lán fást til bygginga án okurkjara, svo sem 15—20% affalla af ríkis- ttyggðum bréfum, eins og dæmi eru til um. Undantekning um aðstoð við byggingasamvinnufélög eru samtök opinberra starfsmanna, sem hafa að- gang að eftirlaunasjóðum sínum, er lána með mjög hagkvæmum skil- málum til langs tíma. Nú mun svo komið, að annað- hvort byggingafélög verkamanna eða samvinnubyggingafélög eru starfandi í öllum stærstu bæjurn á landinu. Hér Skortur á tánsfé dregur mjög úr starfi félaganna Hér sjást nokkur íbúðarhús, sem reist voru af byggingasamvinnufélagi opinberra starfsmanna í Rvík, og eru fjórar íbúðir í hverju, auk kjallaraíbúða. Hér sjást nokkur af húsum þeim, sem Byggingasamvinnufélag Reykjavíkur reisti við Barmahlíð t Reykjavík. 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.