Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 12
Viltu ganga með mér niður að statívinu mínu? Ég tók mér bessa- leyfi að mála hérna í hrauninu. Hef ég sagt þér, hvað ég heiti? Ég heiti Jón Snæfells, málari úr Reykjavík. Þú hefur kannske heyrt mín getið? Lárus kannaðist við nafnið. Það glaðnaði yfir honum. Ó, sei sei já, heyrt hef ég það. Þú ert einn af þessum frægðarmönnum þarna syðra. Þeir gengu niður í hraun- ið, þangað sem málarinn hafði bæki- stöð sína. A lítilli flöt milli klettanna stóðu trönurnar hans og á þeim var komið fyrir heljarmiklu strigaspjaldi, sem var nær því faðmur á hvern veg. Skammt þar í frá var svo litakassinn, penslarnir og fjöldi af strigadúkum. Sjáðu nú, maður minn, sagði mál- arinn og benti á litsettan dúkinn. Þarna dúkinn. Þarna er ég byrjaður að mála jökulinn. Ég gat ekki staðizt freistinguna, þegar ég sá hann sveip- aðan í þetta dýrðlega sólskin. Lárus gamli á Seli færði sig nær og horfði á skiliríið. Sér er nú hver ár- ans fígúran, umlaði í horium. Svo færði hann sig enn nær og grillti í dúkinn. Ójú, þetta er nú ansi laglegt; ég held þetta sé nú jökullinn. Það er aðeins byrjunin, anzaði mál- arinn, aðeins nokkur frumdrög. Svo dembi ég litunum í. Lárus ræskti sig. Ojæja, — það eina sem hægt er að mála hér, er þessi jökulskratti. Listamaðurinn horfði stundarkorn með undrun á bóndann. Svo hristi hann höfuðið. Fjarstæða! Mesta fjar- stæða! Ég hef hvergi fundið jafn furðulega fjölbreytni í náttúrunni. Sjáðu hraunið! Það ljómar af dá- semdum! Það skartar eins og regn- bogi, það glitrar eins og demant! Hér gæti ég verið alla ævina og málað fimm myndir á dag! Það smáskrekkti í Lárusi. Hann fór að ganga fram og aftur um flöt- ina og iðaði allur í skinninu. Ég vildi, að allir væru jafn hrifnir af jörðinni og þú, þá gæti ég kannske selt hana. Málarinn leit snöggt á hann. Ha, þú vilt selja jörðina? Hann greip einn pensilinn og fór að föndra við mynd- ina. Hvort ég vil. Ég hef Iengi verið að bardúsa við að selja hana, en enginn hefur viljað skækilinn. Hvað vilt þú fá fyrir hana, Lárus? spurði málarinn, og leit við. Það var eftirvænting í svipnum. Tja, nú er ekki skaplegt verð á nokkrum hlut. Dýrtíðin setur allt úr réttum skorðum. Ég hef reynt að selja hana á rúm tuttugu þúsund, tuttugu og þrjú þúsund. Tuttugu og þrjú, endurtók málar- inn, eins og hann vildi mæla upp- hæðina. Og þetta boð stendur ennþá? Já, fyrir hvern sem er. Málarinn hugsaði sig um augna- blik. Gott og vel, ég geng að þessu boði, sagði hann svo. Hvað segir þú þá, Lárus? Brúnin á Lárusi léttist. Ég er ánægður fyrir minn part. Það er verst að þurfa að selja þér allan þennan hraunskratta. Góði Lárus minn, sagði málarinn hressilega og klappaði á herðar gamla mannsins. Það er einmitt hraunið, sem ég gengst fyrir, ekkert annað, — ég gef skít í allt annað. Þá var Lárusi nóg boðið, og hann sagði ekki eitt einasta orð, en lét sig falla niður á eina hraunhelluna. Mál- arinn skildi, hvað honum leið. Hann lét frá sér pensilinn og settist við hlið gamla mannsins. Ég skil vel, að þú hafir ekki mætur á þessu grjóti, sagði hann. En ég ann því. Ég elska svona hraun. Fyrir mér eru allir þessir drangar lifandi. Ég sé myndir í þeim, þar sem aðrir sjá ekki neitt. Ég finn litasambönd, sem ekki eru til annars staðar. Þú segir: Grjót er leiðinlegt og til óþurftar. Ég segi: Hraunið þitt er ekkert venjulegt grjót, heldur heimui fullur af anda- gift og sigurgleði litarma, furðulegur gimsteinn og einstakur, sem á hvergi sinn líka. Horfðu bara á það. Lárus gamli horfði og horfði og strauk skegghýjunginn vandræðalega. En aldraður bóndi, sem hefur barizt við óblíðu náttúrunnar í mörg ár, á erfitt með að líta á hlutina frá öðru sjónarmiði en því, sem lífsbaráttan hefur innrætt honum. Tja, sgaði hann að lokum, það er ekki að marka þótt ég sjái lítið. Ég hef aldrei þekkt neina liti nema lit- ina á rollunum mínum, og svo á bless- uðu túninu, þegar grænkar á vorin. Ég hef aldrei séð fallegri grænan lit en þar. En þegar allt kemur til alls hefur þú talsvert rétt fyrir þér, eða ég hygg það, þótt ég sé orðinn of gam- all til að skilja það á réttilegan máta. En eigum við nú ekki að tötra heim og vita, hvort kerlingin á ekki kaffi- dreitil handa okkur. ★ Einni viku síðar kom Jón Snæfells að heimsækja Lárus á Seli. Hann kom ekki einsamall, heldur var ann- ar maður í för með honum, lögfræð- ingur, lítill, sköllóttur, snaggaralegur maður. Jæja, Lárus, þá erum við komnir til að gera út um kaupin, sagði Snæ- fells, þegar þeir voru seztir inn í litlu, snotru en fátæklegu stofuna á Seli. Lárus gamli ók sér og hló. Þú ert ekki alveg eins og hinir ref- irnir, sem fóru sinn veg og létu ekki sjá sig meira. En þið ættuð samt að þiggja einhverja hressingu, áður en kaupin byrja. Snæfells leit á lögfræðinginn. Hvað segir þú um það, Grímur? Lögfræðingurinn var að rína ofan í skjalatösku, sem lá á borðinu, en skáskaut nú litlum, hvössum augun- um á listamanninn. Eigum við ekki að láta gamla manninn ráða? sagði hann. Svo kom kona Lárusar með rjúk- andi kaffi á bakka. Karlarnir settust að borðinu og byrjuðu að drekka. Það var eins og glaðnaði yfir gömlu baðstofunni, eins og hún fyndi á sér, að tímamót voru að byrja á Seli. Það tifaði óvenju hátt í gömlu klukkunni, gullið sólarljósið flæddi inn um gluggann og sætur kaffiilmurinn breiddist um stofuna. Þeir spjölluðu lengi saman yfir boll- unum. Lögfræðingurinn var hinn kát- asti og spurði gamla bóndann um jörðina og búskapinn. Eigum við svo að snúa okkur að málefninu? spurði lögfræðingurinn að lokum. Því ekki það, sagði Lárus. Þið vilj- ið ekki meira kaffi, og þá er bezt að ljúka því af. Þið eruð búnir að koma ykkur saman um kaupverðið? spurði lög- fræðingurinn og leit á Snæfells. Já, tuttugu og þrjú þúsund, anzaði Lárus og steig fram á fótinn. Nei, heyrðu nú, Lárus, gall Snæ- fells við, og kveikti sér í vindli. Við segjum tuttugu og fimm þúsund, það (Frh. d' bls. 21) 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.