Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.05.1952, Blaðsíða 10
Verkamannabústaðir hafa nú risið um land allt, og sýnir þessi mynd nokkur slík íhúðarhús í Keflavík. í Reykjavík eru þegar til milli 10 og 20 byggingafélög, sem stofnuð eru samkvæmt lögunum frá 1946. Sum þeirra hafa aldrei starfað neitt að ráði, en önnur aðeins lítið. Er senni- legt, að fjöldi félaganna sé sízt til bóta, þar sem elztu og stærstu félög- in hafa mesta reynslu og bezta að- stöðu til að byggja á hagkvæman hátt, og standa þar betur að vígi en minni og yngri félög. FÉLÖGIN BYGGJA VÖNDUÐ HÚS. Það er fullsannað, án þess að nokkrum sé gert rangt til, að bygg- ingasamvinnufélögin hafa flest náð betri árangri en allur þorri ein- staklinga hvað gæði bygginganna snertir. Munu hús félaganna yfir- leitt vera ódýrari en þau, sem ein- staklingar byggja til sölu eða leigu. I RejTjavík hefur verið gerð á því rannsókn, hvort hús samvinnu- byggingafélaganna séu að sama skapi lélegri sem þau eru ódýrari en önnur íbúðarhús, og hvort minna væri til þeirra kostað, til dæmis í efni, inn- réttingum og í frágangi. Leiddi rann- sókn þessi í ljós, að hús félaganna voru töluvert vandaSri en almenn í- búðarhús, sem reist voru á sama tíma. Hvert íbúðarhús er mikið verð- mæti og það skiptir því verulegu máli fyrir þjóðarhaginn, hvernig frá smíði þess er gengið. Þá er það ótalið, að innan sam- vinnubyggingafélaga eru strangar reglur um sölu íbúða, sem byggðar etu af félögunum. Þær má aldrei selja nema fyrir kostnaðarverð að frádreginni fyrningu og með um- reiknaðri byggingavísitölu hverju sinni. Eru félögin þannig vopn gegn okri og óheppilegu braski með þá lífsnauðsyn, sem húsnæðið er. GERÐ ÍBÚÐAHÚSA. Hér á landi hefur verið mikil and- úð gegn sambyggingum eða stórum blokkbyggingum íbúða. Mun þetta vera arfur frá hinni dreifðu byggð, en félagsandi þéttbýlisins hefur enn ekki komizt á það þroskastig, sem hann til dæmis hefur í nágrannalöndum okkar. Þó orkar það ekki tvímælis, að suma bæi landsins, sérstaklega höfuð- borgina, verður að byggja eins og stórborgir annarra landa eru b)^ggð- ar, með stórum sambyggingum, er standi sem næst atvinnusvæðum borgarinnar. Við slík hús er hægt að koma að ýmsum tækjum til vinnu- sparnaðar, sameiginlegum nýtízku tækjunt til þvotta, sameiginlegri barnavörzlu o. fl. Til mála gæti komið, að íbúðir í slíkum húsum yrðu ekki seldar, heldur aðeins veittur ævilangur leigu- réttur, eins og algengt er í Svíþjóð, en þar er margt til eftirbreytni að finna á þessu sviði. Einni og sönru fjölskyldu henta mismunandi stórar íbúðir á hinum ýmsu skeiðum æv- innar. I fyrstu nægja flestum smáar íbúðir, en með fjölgun barnanna skapazt þörf fyrir aukið húsrými. Þegar börnin fara og stofna eigin heimili, minnkar aftur húsnæðis- þörf hjónanna. Með sölu ævileigu- réttarins er leigumiðlun möguleg eft- ir breytilegum þörfum fjölskyldunn- ar. Nefna mætti marga fleiri kosti stórra sambýlishúsa. Benda má á það, að húsastærð, sem mest tíðkast hér, fjórar íbúðir í húsi auk kjallara, hefur fáa kosti umfram fjölíbúðahús,. en enga kosti einbýlishúsa, nema svipaðan kostnað. SAMTÖK BYGGINGA- FÉLAGANNA. Fyrir nokkru síðan hafa bygg- ingafélögin stofnað með sér lands- samband til þess að vinna sameigin- lega að hagsmuna- og áhugamálum sínum. Hefur sambandið til dæmis keypt stóra trésmiðju, þar sem fram- leiddir hafa verið gluggar, hurðir og (Framh. á bls. 21). Fyrr eða síðar kemur að þuí, að reisa verður hér á landi, sérstaklega í Reykjavík, há sambýlishús eins cg þessi, sem eru í Stokkhólmi. 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.