Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Page 2

Samvinnan - 01.03.1953, Page 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 40.00. Verð í lausassölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Efni: Gernýting í iðnaði og verzlun 3 Framtíð íslands byggist á frjósemi jarðar og afli fallvatna 4 Kvikmyndir framtíðarinnar 7 Hlöðukálfur, smásaga 9 Hvað er að gerast? 11 Viðtal við ungan kaupfé- lagsstjóra 12 Vísindin og inflúensan 13 Svipir samtíðarmanna 14 Samvinnutryggingar 15 Pétur Jónsson frá Gaut- löndum, kvæði 16 Jeppi háloftanna 16 Verzlunarsamtök við Isa- fjarðardjúp 18 Myndir Emils Thoroddsen 27 Framhaldssaga 28 MARZ 1953 XLVII.árg. 3. MYNDASAGAN, sem Samvinnan hefur nú um skeið birt á næstöftustu síðunni, Gulleyjan, hefur hlotið mikl- ar vinsældir yngri kynslóðarinnar. Reyndar er ekki grunlaust um það, að sumir hinna e 1 d r i gluggi í söguna, enda er hún gamalkunn og mun vandfund- inn sá maður, sem ekki las hana á æskuár- um sínum. Fyr- ir nokkru var sýnd kvikmynd af sögunni í Reykjavík, og mun hún, ef að líkum lætur, verða sýnd víðs vegar um land næstu vik- urnar. Þessi vinsæla saga eftir Robert Louis Stevenson, sem hlotið hefur heimsviðurkenningu á sínu sviði, f j allar að vísu ekki um eintóma engla, en þó er eitthvað viðkunnanlegra að lesa þetta gamla verk til dægra- styttingar en glæpareyfara, kjarn- orkusprengjasögur og annað, sem æskan virðist hvað sólgnust í nú á dögum. Robert Louis Stevenson. í AFMÆLISRITI SÍS, sem allir kaupendur Samvinnunnar fengu í fyrrasumar, var gefið yfirlit um öll kaupfélögin, starfsemi þeirra, félags- mannafjölda, stjórn og kaupfélags- stjóra. Þetta yfirlit var miðað við ára- mótin 1951—52 og var því haldið nær undantekningalaust, enda þótt nokkrar breytingar hefðu orðið á þessum málum, þegar ritið kom út. UM ÞESSAR MUNDIR eru að verða allmiklar breytingar í stöðum kaup- félagsstjóranna og raunar einnig á skipulagi starfseminnar hjá SÍS. Eru margir menn að taka við nýjum störfum, og mun lesendum Samvinn- unnar án efa þykja fróðlegt að fylgj- ast með þeim breytingum. Sem dæmi má nefna það, að á árinu 1952 tóku fimm ungir menn við störfum sem kaupfélagsstjórar, þeir Matthías Pét- ursson á Hellissandi, Guðjón Ólafsson í Búðardal, Björgvin Jónsson á Seyð- isfirði, Lúðvík Jónsson á Siglufirði og Ásgrímur Halldórsson í Höfn. Um þessar mundir standa fyrir dyrum fleiri slíkar breytingar, og hafa verið auglýstar lausar til umsókna nokkr- ar kauplélagsstjórastöður. Samvinn- an vill gjarna kynna þessa ungu og nýju menn fyrir lesendum sínum, og er í þessu hefti stutt viðtal við Matt- hías Pétursson, sem byrjun á þeirri viðleitni. MYNDIR EMILS THORODDSENS fylla eina síðu aftarlega í þessu hefti, en þær voru nýlega á sýningu i Reykjavík. Var Emil hinn fjölhæf- asti listamaður, mjög geðþekkur mál- ari, en fyrst og fremst afburða tón- listarmaður. Sýning þessi, sem vakti mikla athygli í höfuðstaðnum, var haldin í Listvinasalnum við Freyju- götu, þar sem áður var vinnustofa Ás- mundar Sveinssonar. Hafa nokkrir ungir men haldið þar uppi listastarf- semi og sýnt verk fjölmargra málara og myndhöggvara, ungra og gamalla og áhangenda ýmisso listastefna. Er það gott, að til skuli vera litlir sýningarsalir, þar sem hver sýning þarf ekki að verða stórfyrirtæki. Gefst þannig ýmsum tækifæri til að sýna, sem ella ættu þess engan kost, og margar sýningar á gömlum myndum hafa verið haldnar, sem'varla hefði orðið af ella. Listvinasalurinn. 2

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.