Samvinnan - 01.03.1953, Qupperneq 5
lendið eggjar líka. Bóndinn verður að
vera brattgengur og léttvigur frá
æsku til elli. Sauðféð sækir til hinna
efstu hagateiga, bóndinn verður að
fylgja dæmi þess, upp úr kreppu dal-
anna í víðsýni fjallanna, um land og
sjó. Bóndinn þarf að vera læknir og
lífeðlisfræðingur sinnar hjarðar,
persónulegur vinur, sem skilur sálarlíf
einstaklinganna og kann skil á skaps-
munum þeirra og séreðli. Hann verð-
ur, svo sem Heimdallur, að heyra
hvernig grasið grær, skilja hvers völl-
urinn þarfnast, matjurtagarðurinn og
trjálundurinn. En til þessa þarf hann
að vera efna- og eðlisfræðingur með
nokkrum hætti.
Ef til vill á jörðin veiðirétt í á eða
stöðuvatni eða liggur að sjó. Þar
verður hann að Iæra veiði með frum-
stæðum hætti, sem þó veitir mest
yndi. Stöngin, netstúfurinn eða færið
veitir ekki aðeins nýmeti í búið, held-
ur einnig marga ánægjustund ungum
og gömlum.
Allan þennan forna lærdóm verður
bóndinn að nema, það er erfðamenn-
ing. En hann verður einnig að nema
nýja tækni. Hann byggir hús sín
sjálfur, og smíðar oft húsmuni. Hann
verður að vera sinn verkfræðingur og
vélamaður, kunna skil á raftækjum
og hreyflum véla. Ekki verður sóttur
„fagmaður“ til hvers eins.
Enn verður góður bóndi að vera
vel skriftlærður. Mörg er skriffinnsk-
an, þörf eða óþörf, sem heimtuð er
af bændum.
III.
Borgamenningin stefnir í allt aðra
átt. Þar á allt að vera unnið af „fag-
mönnum“, einhæfum og einhliða
mönnum, sem eru hjól í margbrotn-
um skipulagsvélræðum, sem hljóta
að drepa fjölhæfni og víðsýni. Þar er
það í senn glópska og goðgá, og stund-
um glæpur, sern varðar við lög, að
vinna verk, sem er fjarri sérgreininni.
Þar eru fáir, sem bera ábyrgð verk-
anna, þar eru daglaun alheimt að
kveldi. Þar á launamennskan alveldi
og einræði, allt er metið í krónum og
vinnu stundum, sem greiða verður,
jafnt hjá kolakarli sem biskup og ráð-
herra. Og „Iaunamenn“ hafa öll ráð-
in í landinu. Embættismenn, á laun-
um, mynda félög, er gera kaupskrúfur
á sjálft ríkið og bæjarfélög. Þingmenn-
Tceknin við búskapinn stefnir að þvi að létta erfiðið, auha öryggið og margfalda afkösttn.
irnir, á margföldum . launum, og
stjórnin eiga að halda í hemilinn á
erfismönnum, sem einnig eru laun-
þegar, en reyndin verður, að félög
launamanna fara í kapphlaup hvert
við annað, en sættast að lokum á
það, að allir fái hærri laun og launa-
stöðum verði fjölgað.
ÖIl þessi launavinna á sammerkt
Sjávaraflinn getur enn um langan alclur verið
gullnáma, en honum má ekki treysta sem einka-
stoð viðskipta okkar.
um það, að greitt er fyrir vinnustund
en ekki afköst. Öll er hún ófrjáls og
þvinguð og horfir eigi, svo sem vinna
bóndans, einvörðungu að raunhæfum
árangri. Bóndinn greiðir sjálfum sér
„í fríðu“, þ. e. lifandi árangri síns
fjölhæfa starfs. Verður ekki öll önn-
ur sú þjóð, sem vex upp við einhæfa
fagmennsku og daglaun að kveldi, en
hin, sem í þúsund ár hefur þróazt og
þroskað sérkenni íslenzks þjóðernis
við hin margbreyttu sjálfsmennsku-
störf í víðáttu sveitanna?
IV.
„Hámenning“ íslendinga, sem svo
er nefnd, er borin uppi af þeim, sem
tapa í happdrætti. Höll rís við höll
á háskólalóðinni, háar allar og glæst-
ar, víðar um velli. Allt féð er fengið
með sölu happdrættismiða. Það virð-
ist vera ríkt í þjóðareðlinu að treysta
á vogun, sem oftar tapar en vinnur.
Sjö eru þau sögð, að mig minnir,
síldarleysisárin. Ennþá er þó að heyra
að búist sé við síld í sumar. Síldveið-
in virðist hreint happdrætti og lík-
urnar til vinnings fara nú ekki að
5