Samvinnan - 01.03.1953, Page 13
Tekst vísindunum
brátt að sigrast
á inflúensunni?
Læknar spáðu inflúensu-
faraldri á þessum vetri.
Þegar inflúensa gerði vart við sig á meginlandi
Evrópu í vetur, höfðu heilbrigðisyfirvöldin hér á
landi þegar samband við „Inflúensumiðstöð sam-
einuðu þjóðanna“ skammt utan við London. Þar
fengu þau þær upplýsingar, að það væri svokall-
aður A-sýkilI, sem nú væri kominn á kreik, og
sendi stöðin nokkuð af efni til bólusetningar gegn
veikinni hingað til lands, svo og til annara landa.
Sérfræðingarnir í London létu sér ekki bregða
við þann inflúensufaraldur, sem nú hefur gengið
yfir allan heiminn. Þeir höfðu meira að segja spáð
þvi, að svona mundl fara, Og gatu buið Slg undir Hér scst sérfrœðingur að starfi i rannsóknarslofu inflúensumiðstöðvarinnar
allmikla framleiðslu á hinu nýja bóh
Þetta merka samstarf í baráttunni
við inflúensuna er þáttur í starfi al-
þjóða heilbrigðisstofnunarinnar (sem
getið var í síðasta hefti Samvinnunn-
ar) og eitt dæmi um hið gagnmerka
starf sameinuðu þjóðanna í heilbrigð-
ismálum.
Þessi starfsemi hefur þegar gefið
von um, að innan skamms geti mann-
kynið rekið inflúensuna á algeran
flótta, og mikil huggun er það, að
ekki hefur þessi vágestur að þessu
sinni gert teljandi mannskaða. Er
mörgum þeð í fersku minni, hversu
hættuleg inflúensa getur verið, og
þarf ekki að nefna annað dæmi en
faraldurinn 1918—19, þegar að
minnsta kosti 15 milljónir manna lét-
ust úr veikinni.
Það er enn ekki vitað, hvaða inflú-
ensusýkill olli hinum hættulega far-
aldri í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Þó hafa vísindamenn rannsakað fros-
in lík eskimóa, sem vitað er að létust
úr veikinni þá, í þeirri von að finna
sýkilinn, en það hefur ekki tekizt.
Það var brezkur vísindamaður, dr.
C. H. Andrews, sem fyrstur einangr-
aði inflúensusýkilinn 1933, og er þessi
sami læknir nú forstöðumaður stöðv-
arinnar í London. Starfar hann nú í
náinni samvinnu við lækna og rann-
sóknarstofnanir á 55 stöðum í 44 lönd-
um. Hefur komið í ljós, að inflúensu-
sýklarnir skiptast í margar tegundir,
og eru þær helztu nefndar A, B og C,
og er þó hver og ein margskipt. Vet-
urinn 1950—51 var allmikið um in-
flúensu og reyndist það vera af völd-
um A-sýkiIsins. Töldu læknarnir þá
ekki ólíklegt, að hann ætti eftir að
Faðirinn leit í peningaveski sitt, er
hann klæddi sig, og sagði svo:
„Drengurinn hefur tekið peninga
úr veskinu!“
„Af hverju ásakar þú drenginn,“
svaraði konan, „þegar það hefði eins
getað verið ég, sem tók peningana?“
„Það varst ekki þú,“ svaraði mað-
urinn, „af því að það var skilinn eft-
ir tíkall!“
*
Maður nokkur barði að dyrum og
skammt frá London.
gera vart við sig aftur og bjuggu sig
undir framleiðslu á mótefni gegn þess-
um sýkli. Eru nú efni þessi framleidd
með því að sprauta sýklum inn í egg
og er það tímafrek aðferð, sem gerir
stórframleiðslu á efninu erfiða.
Læknarnir eru þeirrar skoðunar, að
einangrun muni hvergi reynast ein-
hly't aðferð til þess að verjast inflú-
ensu, enda er ekki vitað með vissu,
hvernig sýkillinn getur borizt milli
byggða.
bað húsmóðurina að gefa til styrkt-
ar fátækri ekkju, sem bjó í nágrenn-
inu. Hann lýsti svo högum hennar,
að hana skorti bæði föt og mat, en
auk þess mundi hún bráðlega verða
rekin á götuna, af því að hún skuld-
aði fjögurra mánaða leigu.
„Hún var heppin að eiga yður að
til að hjálpa henni!“ sagði húsmóðirin.
„Það er nú svo,“ svaraði maður-
inn. „Ég er húseigandinn, sem hún
leigir hjá.“
13