Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Side 15

Samvinnan - 01.03.1953, Side 15
Norðri selur bækur gegn afborgunum Samvinnutryggingar endurgreiða hinum tryggðu 2.200.000 krónur Félagið hefur samtals skilað viðskiptamönnum sínum og eigendum á fjórðu milljón króna. Merkileg nýjung í bókasölu hér á landi Bókaútgáfan NORÐRI tekur um þessar mundir upp nýjung í bókasölu hér á landi, er útgáfan gefur lands- mönnum kost á að kaupa bækur í flokkum og greiða flokkana með væg- um afborgunum á 2—5 árum. Hefur NORÐRI skipt 157 bókum í flokka, og eru 10—20 bækur í hverjum flokki. Verða flokkarnir seldir þannig, að fyrsta greiðsla er aðeins 50 krónur, en afborganir 50 krónur á ársfjórðungi, unz þeir eru fullgreiddir. Þetta nýja kerfi við bókasölu er mikið notað erlendis, og hefur þótt gefast sérstaklega vel, til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Gerir þetta landsmönnum kleift að eignast í einu lagi allgóðan stofn að bókasafni, án þess að þurfa að leggja fram nema litlar upphæðir í einu. Telur NORÐRI, að hér á landi ætti þetta kerfi einnig að falla í góðan jarðveg, og slík bóka- þjóð, sem íslendingar eru, ætti vissu- lega að fá tækifæri til bókakaupa á svo hentugan hátt. Að sjálfsögðu eru kaupendur ekki bundnir við að kaupa nákvæmlega þær bækur, sem forlagið hefur skipað í hvern flokk. En til að hafa kerfi til að styðjast við, var flokkaskipting valin, þó þannig að hver maður má skipta um 3—5 bækur í þeim flokki, sem hann kaupir. Bókaflokkar NORÐRA eru ellefu talsins. Sem dæmi má nefna 1. flokk- inn, sem í eru 20 innbundnar bækur, samtals 5212 blaðsíður, og höfundar eins og Jón Björnsson, Duff Cooper, Betty MacDonald, Arthur Köstler, Björn 01. Pálsson, Galsworthy, bæk- ur um þjóðleg fræði og fleira. Flokk- urinn kostar 770 krónur, kaupandinn greiðir aðeins 50 kr. og síðan 50 kr. þriðja hvern mánuð. Annað dæmi er 9. flokkur, tíu innbundnar bækur, 2596 bls. fyrir 483 kr. Þar eru höf- undar eins og Páll Árdal, Wilhelm Moberg, Jón Björnsson, Elinborg Lár- usdóttir, Þorbjörg Árnadóttir o. fl. og eru kjörin þau sömu, menn greiða 50 kr. við móttöku bókanna og 50 krón- ur þriðja hvern mánuð. NORÐRI hefur gefið út myndar- legt kynnirit, þar sem fullkomnar upplýsingar eru um þessa nýjung og hvernig henni verður hagað, svo og fullkominn bókalisti. Rit þetta geta menn fengið í bókabúðum eða á af- greiðslu forlagsins við Sölvhólsgötu. Bækurnar verða svo sendar burðar- gjaldsfrítt hvert sem er á landinu. Árið 1952 varð lang hagstæðasta starfsár Samvinnutrygginga, og varð um 2.200.00 króna ágóði af starfi fé- lagsins, að því er framkvæmdastjóri þess, Erlendur Einarsson, skýrir frá. Hefur stjórn félagsins því ákveðið, að allri þessari upphæð skuli skilað til þeirra, er trjrggja hjá félaginu, en þeir eru samkvæmt reglugerð félagsins eigendur þess. Uthlutun arðsins og eftirstöðva af arði fyrri ára verður að þessu sinni þannig, að yfir hálf nrilljón verður greidd beint til hinna tryggðu eða dregin frá endurnýjunariðgjöldum þeirra á árinu 1943, en 1.800.000 verða lagðar í stofnsjóðsreikninga hinna tryggðu hjá félaginu. Þetta er fjórða árið í röð, sem Sam- vinnutryggingar úthluta arði af starf- semi sinni til hinna tryggðu, en sjötta árið frá stofnun félagsins. Áður hafði verið úthlutað samtals 986.142 krón- um og verður heildarupphæðin að meðtöldu árinu 1952 því um 3.200.000 kr. Erlendur Einarsson skýrir svo frá, að höfuðástæðan fyrir því, hversu vel starfsemin gekk á árinu 1952, sé sú, að tjón á eignum, er tryggðar voru hjá félaginu, voru mjög lítil. Auk þess fá nefna, að reksturskostnaður félags- ins er hlutfallslega mjög lágur og end- urtryggingasamningar þess hafa reynzt mjög hagkvæmir. Með þessari arðsúthlutun verður stofnsjóði Samvinnutrygginga komið á fót. Hefur verið sett reglugerð um sjóðinn, um vaxtagreiðslur af inneign- um hinna tryggðu í honum og hvern- ig inneignirnar verða endurgreiddar. Munu þeir, sem lengi tryggja hjá fé- laginu, fljótlega eignast þar nokkra inneign, sem þeir fá árlega greidda vexti af. Erlendur Einarsson, framkvremdastjóri Samvinnutrygginga. Það hefur verið stefna Samvinnu- trygginga, sagði Erlendur ennfremur, að efla sjóði félagsins til þess að það geti tekið á sjálft sig stærri hluta af áhættum trygginganna og sparað end- urtryggingar erlendis. Árangur þess- arar stefnu kemur nú fram í bættum hag félagsins og betri kjörurn þeirra, sem hjá því tryggja. Þá hafa Sam- vinnutryggingar einnig tekið að sér tryggingar fyrir erlenda aðila í mörg- um löndum, en það er spor í þá átt að gera endurtryggingajöfnuðinn hag- stæðari. 15

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.