Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1953, Page 17

Samvinnan - 01.03.1953, Page 17
háloftanna kun og vinsældir helikopterflugvéla, jiugmynd Leonardo da Vinci frá 1483 I hreyfillinn áfram að snúast og flug- vélin lækkar flugið smám saman hættulítið. Hugmyndin um það að fljúga á þann hátt, sem helikoptervélar gera, er einföld og gömul. Leonardo da Vinci teiknaði slíkan hreyfil til að lyfta byrði beint upp. Arið 1784 gerðu tveir Frakkar eftirlíkingu af slíkri flugvél og notuðu fjaðrir fyrir hreyfla. En þróun slíkra flugvéla tafðist sök- um þess, að ekki var til nægilega létt vél. Það varð því ekki fyrr en 1937, að þetta og önnur vandamál voru leyst og Þjóðverjinn Heinrich Focke smíðaði fyrstu helikoptervélina. Tveim árum síðar setti Igor Sikorsky met í slíku flugi í Bandaríkjunum með fyrstu helikoptervélinni, sem hafði aðeins einfaldan hreyfil. Enda þótt helikoptervélarnar kom- ist ekki eins hratt og venjulegar flug- vélar, eru þær til margra hluta hent- ugri. Síðustu fimm ár hafa þær ver- ið notaðar með góðum árangri til að úða kaffiekrur Brazilíu og berjast við engisprettur í Argentínu. Þær hafa barizt gegn skordýrum í Pakistan, í ' skógum Svíþjóðar, á döðluekrum Ir- ak. Þær eru notaðar við vegagerð á Kúbu, til að ferja menn til olíulinda úti fyrir ströndum, og til eftirlits á rafmagns- og símalínum. Loks má nefna björgunarstarfið, þar sem heli- koptervélarnar hafa reynzt ómetan- legar, hafa bjargað konu úr Niagara- fljóti rétt ofan við fossana miklu og hvaðeina. I Kóreustyrjöldinni hafa flugvélar þessar reynzt ómetanlegar við sjúkra- flutninga, ekki sízt vegna þess, að þær geta lent hvar sem er á vígvöllunum og bjargað flugmönnum úr sjó eða lent á þilförum flestra skipa. Islendingar hafa þegar haft nokkur kynni af helikoptervélum. Fyrir nokkru síðan vildi Slysavarnafélag íslands kaupa slíka vél til björgun- arstarfs og fékk hana hingað til lands í tilraunaskyni. Að vísu reyndust ein- hverjir annmarkar á notkun vélar- innar, sérstaklega í verstu veðrum, en samt hefðu átt að vera augljós hin margvíslegu not, sem af henni mátti hafa. Um það urðu þó deilur, hvort kaupa ætti vélina, og bárust þær deilur inn á alþingi, þar sem þing- heimur skiptist í tvær öndverðar fylk- ingar: Helikoptersmenn og fjand- menn heLEoptersins. Fór svo, að fjandmenn þessa „jeppa loftsins“ báru sigur af hólmi, og flugvélin var ekki keypt. Það verður án efa dóm- ur framtíðarinnar, að þetta hafi ver- ið misráðið. Bandaríkjaher hefur litið öðrum augum á þetta mál og talið sjálfsagt að hafa hér á landi helikoptervél, og hefur hún öðru hvoru sézt sveima yf- ir suðvesturhorni landsins. Helikopterfluguélar eru til af mörgum gerfíum og hafa verifí smiðaðar sérstaklega til afí ieysa hin óliklegustu verkefni. Myndirnar til hregri sýna þrjár mismunandi vélar vinna þrjú mis- munandi verk. Efst er stór lielikopter mefí tvo hreyfla, og sést hún lyfta jeppa á loft. Nœst er svokallafíur „fljúgandi krani“, sem gerfíur var til þess afí lyfta þungum byrfíum. Tvœr bifreið- ar sjást á milli hjóla hans og gefa þrer nokkra hugmynd um stœrfíina. Loks sýnir neðsta myndin algengustu tegund helikoptervéia, og þá sem hlotið hefur nafnifí „jeþpi háloftanna". Er hún afí bjarga flugmanni úr sjó sliammt frá stórborg, og getur verið nálega kyrr i loftinu, nieðan flugmaðurinn klifrar upp kaðalstigann. 17

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.