Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Page 5

Samvinnan - 01.02.1954, Page 5
endunum. Fer þetta eftir gerð mót- orsins. Rafstraumi, venjulega, rið- straumi, er hleypt á sáturvafningana, og myndast þá segulsvið í járni raf- mótorsins. Hér á landi hafa allar al- mennar rafveiticr 50 riða riðstraum. Það þýðir, að rafstraumurinn breytir um stefnu 50 sinnum á sekúndu. Segulsviðið í járni rafmótorsins breytist eins og riðstraumurinn. Eru sáturvafningarnir vafðir þannig, að segidsviðið myndar norðurpóla og suðurpóla, og er ávallt norðurpóll við hliðina á suðurpól. Segulsviðið fer í gegnum járnið i sátrinu og yfir í járnið í snúðnum. I vafningum eða stöngum snúðsins myndar segulsviðið aftur rafstraum. Þessi straumur hefur þann eiginleika að reyna ávallt að koma í veg fyrir allar breytingar í segulsviðinu. Þann- ig eru það í raun og veru hreyfing- arnar í segulsviðinu, sem myndu þennan straum. Ef við gcetum virt fyrir okkur sátr- ið frá föstum stað í snúðnum, mundi okkur virðast segulsvið þess hlaupa í hringi um snúðinn, og stafar þetta af hinum sífelldu breytingum t rið- straumnum. Er segulsviðið 1/50 úr sekúndu að fara frá einum pól yfir á ncesta pól af sömu gerð. Rafstraum- urinn í snúðnum hefur tilhneigingu til að stöðva þessar breytingar á seg- ulsviði sátursins. Það er þó ekki á hans valdi og tekur hann þá þann kost að elta segulsviðið. M.ö.o. sátrið er kyrrt, en innan í því hleypur segulsviðið í hringi. Snúð- urinn, sem er hreyfanlegur, líkir eft- ir þessari hreyfingu, hann eltir segul- sviðið á svipaðan hátt og járn eltir segul. Snúðurinn snýst því með sama hraða og segulsvið sátursins, aðeins örlítið á eftir, og með honum snýst öx- ull mótorsins. A hinu nýja rafmótoraverkstæði S.Í.S. verða til að byrja með aðal- lega framleiddir mótorar, sem eru frá 14 ha. og upp í 20 hö., en það eru mest notuðu stærðirnar hér. Verk- smiðjan getur þó framleitt mótora allt upp í 100 hö. Mótorarnir verða einfasa og þrífasa. Einnig verður hægt að framleiða rafala. Til að gefa mönnum hugmynd um þessa nýju iðngrein, verður hér að nokkru skýrt frá gangi framleiðsl- unnar. Það má segja, að hún byrji í málm- steypunni, þar sem aluminium er brætt og hellt fljótandi í mót. I þess- ari deild verksmiðjunnar eru tveir rafmagnsbræðsluofnar, báðir smíðað- ir hér, og munu vera fyrstu bræðslu- ofnarnir, sem hér eru í notkun og nota rafmagn við bræðsluna. Hitastiginu og bræðslutímanum er stjórnað með sjálfvirkum mælum. Næturrafmagn er mest notað við bræðsluna. I húsið, sem er utan um rafvélina, er notað aluminium, sem er létt og talið miklu heppilegra en þyngri málmar, sem áð- ur voru notaðir í húsin. I landinu fell- ur til nokkurt magn af aluminium, sem hægt er að bræða upp og nýta aftur í húsin og aðra hluta rafhre}Al- anna. Húsið er steypt í þrennu lagi, og fer síðan á renniverkstæðið, þar sem það er rennt af mikilli nákvæmni. Húsin eru öll nákvæmlega eins fyrir sömu tegund og stærð af rafvélum, og er það mikill kostur; ef hús bilar á rafvél, er strax hægt að fá annað hús af réttri stærð. Þegar búið er að renna húsið og ganga frá því að öðru leyti, er þrýst inn í það mörgum kranslöguðum rafalstálblöðum. Innri brún blaðanna er alsett raufum fyrir sáturvafið. Plöturnar eru mjög þunn- ar og er bver plata einangruð frá næstu plötu. Húsið með plötunum, sem kallað er sátur, fer nú inn á vafningsverkstæðið. Þar eru vafning- arnir vafðir í þar til gerðri vél. Vafn- ingarnir eru síðan baðaðir í lakki, sem einangrar, og síðan eru þeir þurkað- ir í ofni, sem bitaður er upp með raf- magni. Þessi hluti rafvélarinnar er nú tilbúinn til samsetningar. Frá renni- verkstæðinu koma ásar rafvélanna, en þeir eru úr mjög góðu stáli. Á ás- ana er þrýst stálblöðum, svipuð- um þeim, sem þrýst er inn í húsið, en þær eru með rauf á ytri brún. Til þess að þrýsta plötunum á ásana þarf kraftmikla pressu, og er notuð við það 400 tonna hydraulisk pressa, og mun hún vera kraftmesta pressa sinn- ar tegundar í landinu. Ásinn með plötunum, sem kallaður er snúður, fer nú aftur inn í málm- steypuna, og þar er brætt í raufarnar hreint aluminíum. Eftir að alumini- umsteypan hefur verið löguð til á renniverkstæðinu eru settar kúlulegur á ásinn og síðan fer snúðurinn á sam- (Fratnh. d bls. 20) Þessi 400 tonna pressa er hin stcersta sinnar teg- undar hér á landi. Sérhver mótor er þrautreyndur og niceldur, áð- ur en verksmiðjan sendir hann frá scr. Sjálfvirkir rafmagnsbrccðsluofnar. Geta brcett 200 kg. af aluminium i einu. Hámarkshitastig 900° C. 5

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.