Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Síða 9

Samvinnan - 01.02.1954, Síða 9
StóIIinn er úr eik með lausri sessu og baki. sem fæst við að safna húsgögnum og húsbúnaði frá ýmsum tímum, sem tekið hefur húsgögn þessi til varð- veizlu. Mætti að vissu leyti líkja þess- ari deild við hyggðasöfnin, sem nú er verið að koma hér á fót víða um land. Því hefur stundum verið haldið fram, að vinnubrögð fornleifafræðinga og safnvarða bæru þess ljósan vott, að þeir gerðu ráð fyrir miklu nánari söguþekkingu og auðugra ímyndun- arafli hjá alþýðu manna en þar væri til að dreifa; þeir gættu ekki ávallt eðlilegs samhengis, er þeir kæmu hlut- um fyrir til sýningar og létu svo á- horfendur um að geta í eyðurnar. Ef gert er ráð fyrir, að þessi stað- hæfing hafi að einhverju leyti við rök að styðjast, mun óhætt að fullyrða, að byggða- og híbýlasöfn eru einkar vel til þess fallin að draga úr þessum takmörkunum hinna venjulegu forn- gripasafna. Þar eru hlutirnir í sínu eðlilega umhverfi, þar er „hver hlut- ur á sínum stað“, og þar er þess gætt, að ekkert það falli undan, sern verða mætti til að auka heildaráhrif mynd- arinnar. Pað er kannske full sterklega að orði kveðið, að andblær horfinna daga leiki manni um vanga, þegar gengið er unt hin gömlu híbýli, en flestir munu þó játa, að þessir gömlu munir eru betur til þess fallnir en flest annað að töfra fram „svipi lið- innar tíðar“ fyrir hugskotssjónum vorum. Danska Samvinnusambandið hlýtur viðurkenningu fyrir húsgagnagerð sína Þjóðminjasafn Dana hefur keypt húsgögn af sambandinu sem sýnishorn þess bezta Danir hafa lengi verið frægir af húsgagnagerð sinni, sem borið hefur hróður danskra iðnaðarmanna víða um lönd. Hefur útflutningur hús- gagna aukizt hröðum skrefum eftir stríðið, og gætir áhrifa frá húsgagna- gerð Dana víða um heim. Hafa þeir haft við orð, að húsgögn, sem unnin eru í fjöldaframleiðslu í Bandaríkj- unum og seld í ýmsum stórverzlun- um New York, séu svo lík dönskum húsgögnum, að jaðri við hreinar eft- irlíkingar. Er þeim að sjálfsögðu ekki sársaukalaust að sjá fram á slíka eyðileggingu markaðsins, og munu þeir hafa krafizt rannsóknar í mál- inu. Húsgögn þau, sem hér birtast myndir af, eru framleidd af danska úr nútíma húsgagnagerð samvinnusambandinu, og er sú stað- hæfing engan veginn úr lausu lofti gripin, að þau séu sýnishorn hins hezta í danskri húsgagnagerð í dag. Þannig er mál með vexti, að þjóðminjasafn- ið danska hefur keypt allmikið af húsgögnum af samvinnusambandinu og tekið til sýningar, og sýna mynd- irnar nokkur af þessum húsgögnum. Með þessu hyggjast forráðamenn safnsins ekki aðeins sýna komandi kynslóðum það bezta úr húsgagna- gerð nútímans, heldur vilja þeir og gera sitt til að hafa göfgandi og bæt- andi áhrif á smekk núlifandi kynslóð- ar og leggja áherzlu á menningar- gildi góðra og vandaðra húsgagna við alþýðu hæfi. Það er sú deild þjóðminjasafnsins, Skápurinn er einnig úr eik, en borðið og stólarnir úr mahogny.

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.