Samvinnan - 01.02.1954, Qupperneq 10
William Faulkner:
kattífa ímitif
— SMASAGA-
= Árið 1949 gátu meðlimir sænsku [
| akademiunnar ekki komið sér sam- i
1 an um, hver hljóta skyldi ðók- i
É menntaverðlaun Nobels fyrir það |
i ár. Ári síðar var tvennum verð- i
e launum úthlutað. Verðlaun ársins §
i 1949 féllu bandaríska rithöfundin- i
i um William Faulkner í skaut.
I William Faulkner er fœddur í [
| bœnum New Albany í Missisippi- i
i fylki 25. september 1897. Unguri
í fluttist hann með fjölskyldu sinni i
| til Oxford í sama fylki. Þar ólst \
e hann upp og gekk í skóla, en lauk i
i ekki gagnfrœðaprófi. Hann var í |
É brezka flughernum í heimsstyrj- [
i öldinni fyrri. Eftir stríðið var hann i
i í tvö ár í háskóla Mississippifylkis j
É i Oxford, en tók ekkert próf þaðan. é
i Hann er þannig að mestu sjálf- \
I menntaður. Fyrr á árum þurfti I
i hann að leggja hönd á margt til að \
[ vinna fyrir sér, svo sem húsamál- i
\ un, trésmíðar og pappírsgerð, en \
i nú býr hann stóru búi í Mississippi. [
[ Út hafa komið eftir hann yfir i
i tuttugu bœkur, flestar skáldsögur, \
[ nokkur smásagnasöfn og 3 Ijóða- i
| bœkur. Hann er þekktastur fyrir \
j skáldsagnagerð sína. Af frœgustu [
i skáldsögunum mœtti nefna: Sar-i
i toris, The Sound and the Fury, |
É Sanctuary, Light in August og In- |
i truder in the Dust. Aðalviðfangs- \
\ efni hans er lífið í suðurrikjum [
i Bandarikjanna. Hann lýsir úrkynj- i
| un gömlu œttanna oq þeim þjóðfé- [
[ lagsbreytingum, sem orðið hafa á i
í síðustu öld, þar á meðal vanda- \
i málum samfara sambúð hvítra [
i manna og svartra.
lIlllllllllllllllllllllll'IIIIIIIIMIMIIMIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIin
I.
Þegar fröken Emily Grierson dó,
fóru allir bæjarbúar að jarðarförinni;
karlmennirnir af aðdáunarfullri lotn-
ingu við hina burtliðnu, en kvenfólk-
ið í og með af forvitni tii þess að fá
tækifæri til að skyggnast um í híbýl-
um hennar, sem enginn hafði augum
litið í 10 ár, nema gamli negraþjónn-
inn, sem í senn var matreiðslu- og
garðyrkjumaður.
Húsið hennar var stórt og skreytt
lauklaga hvolfþökum og turnspírum.
Það hafði einu sinni verið hvítt, og
skrautlegar svalirnar minntu á hinn
þunglamalega byggingarstíl frá mið-
biki 19. aldar. Hverfið, þar sem það
stóð, hafði eitt sinn talizt fínt hverfi,
en bílaverkstæði og buðmullarverk-
smiðjur höfðu útrýmt öllu, sem
minnti á forna frægð. Þarna gnæfði
þetta gamla hús yfir baðmullarvögn-
um og benzíndælum, þrákelkið og
hortugt í niðurlægingu sinni. Og nú
var fröken Emily einnig horfin af
sjónarsviðinu; hún hafði nú safnazt
til feðra sinna og samferðamanna, sem
hvíldu undir sedrusviðartrjánum í
kirkjugarði Jefferson-bæjar, innan um
grafir óþekktra hermanna, sem fallið
höfðu í orustunni um Jefferson.
í lifanda lífi hafði fröken Emily
verið arfbundin hefð, skjdda og byrði,
sem hvílt hafði á bænum, frá því að
þáverandi borgarstjóri, Sartoris of-
ursti — það var reyndar hann, sem
var höfundur þeirrar reglugerðar, að
negrakonur mættu ekki sjást svuntu-
Iausar á almannafæri — hafði und-
anþegið hana sköttum og skyldum.
Ekki svo að skilja, að fröken Emily
hefði þegið ölmusu. Sartoris ofursti
varð að upphugsa flókna sögu, sem
var á þá leið, að faðir Emily hefði
lánað hæjarfélaginu nokkra fjárupp-
hæð, sem það óskaði eftir að greiða á
þennan sérstaka hátt. Það var ekki á
annarra færi en Sartoris og hans jafn-
aldra að upphugsa þvílíka sögu og
ekki á annarra færi en kvenna að
leggja trúnað á hana.
Þegar tímar liðu og næsta kynslóð
komst til valda í bæjarfélaginu, héldu
nýjar hugmyndir og nýjar skoðanir
varðandi stjórn bæjarmála innreið
sína. Þá fór þetta fyrirkomulag að
vekja dálitla óánægju. Fyrsta dag
hvers árs sendu þeir henni útsvars-
reikning. Febrúar leið og ekkert svar
barst. Þá skrifuðu þeir henni formlegt
bréf með tilmælum um, að hún kæmi
til viðtals á bæjarskrifstofurnar. Viku
seinna skrifaði borgarstjórinn sjálfur
og bauðst til að heimsækja hana eða
senda vagninn sinn eftir henni, en
hann fékk það svar, að hún væri hætt
að hafa ferlivist og treysti sér ekki út.
Utsvarsseðillinn var endursendur, at-
hugasemdalaust.
Þá var kallaður saman sérstakur
fundur í bæjarráði og nefnd kosin.
Nefndin fór og bankaði á stóru dyrn-
10