Samvinnan - 01.02.1954, Page 11
ar, sem enginn hafði gengið um, síð-
an Emily hætti að kenna postulíns-
málun tæplega tíu árum áður. Gamli
negrinn hleypti þeim inn í skugga-
legt anddyri, en þaðan lá stigi upp í
það, sem virtist vera óendanlegt
myrkur. Þarna var rykmettað inni-
lokunarloft. Negrinn vísaði þeim inn
í móttökuherbergi, sem búið var
þungum leðurhúsgögnum. Þegar hann
dró tjöldin frá glugganum, sáu þeir,
að leðrið var sprungið, og þegar þeir
settust, stigu rykský upp frá stólun-
um; þau liðuðust upp í loftið og tóku
allskonar myndbreytingum í sólar-
geislanum frá glugganum. A arinhill-
unni var blýantsteikning af föður
Emily í gylltum ramma.
Þeir risu á fætur, þegar hún kom
inn. Hún var lítil og feitlagin, svart-
klædd. Um hálsinn bar hún langa og
granna gullkeðju, sem hvarf undir
beltið. Hún studdist franr á íbenholt-
viðarstaf, gullbúinn. Hún var beina-
smá, og ef til vill var það þess vegna,
að það, sem nefnt hefði verið góð hold
á öðrum, varð offita á henni. Það var
engu líkara en að hún væri uppbleytt
í vatni; útlínur líkamans og hörunds-
liturinn bentu hvort tveggja til þess.
Augun, sokkin í fitu, líktust rúsínum
í kökudeigi, þar sem þau hvörfluðu
frá einum þeirra til annars, meðan
þeir báru upp erindi sitt.
Ekki bauð hún þeim sæti. Hún stóð
þögul og hlustaði, unz sá, sem orð
hafði fyrir þeim, hafði lokið máli sínu.
Þá varð svo hljótt, að tifið í ósýnilega
úrinu, sem hékk í gullfestinni, heyrð-
ist greinilega.
Rödd hennar var þurr og kaldrana-
leg, þegar hún tók til máls. „Ég greiði
enga skatta hér í Jefferson. Sartoris
ofursti hefur útskýrt það mál fyrir
mér. Þið ættuð að leita í skjalasafni
bæjarins. Þar munuð þið finna þær
upplýsingar, sem ykkur vanhagar
um.“
„Þetta höfum við gert. Við erum
yfirvöld bæjarins, ungfrú Emily.
Fenguð þér ekki bréf undirritað af
borgarst jóranum ? “
„Víst fékk ég bréf,“ sagði fröken
Emily. „Hann telur sig kannske vera
borgarstjóra-------en ég greiði eng-
in gjöld hér í Jefferson.“
„Það er ekkert í skjölunum, sem
heimilar það, sjáið þér til. Við verð-
um að fara eftir . .
„Talið við Sartoris ofursta. Mér
ber ekki að greiða nein gjöld í Jeff-
erson.“
„En ungfrú Emily . . .“
„Talið við Sartoris ofursta.“ (Þeg-
er þetta bar til, hafði Sartoris legið
10 ár í gröf sinni). „Ég á ekki að
greiða nein gjöld í Jefferson. Tobbi!“
Negrinn birtist. „Vísaðu þessum
herrum út.“
II.
Þannig rak hún þá af höndum sér
eins og hún hafði rekið feður þeirra
af höndum sér þrjátíu árum áður. Það
var út af ólyktinni. Það var tveim
árum eftir andlát föður hennar og
rétt eftir að unnustinn yfirgaf hana,
það er að segja sá, sem við héldum, að
mundi ganga að eiga hana. Eftir að
faðir hennar lézt, fór hún lítið út, og
eftir að unnustinn fór frá henni, sást
hún alls ekki. Nokkrar konur voru
svo hvatvísar að heimsækja hana, en
þeim var ekki hleypt inn. Eina lífs-
markið, sem í húsinu sást, var negr-
inn. Hann var þá ungur og fór dag-
lega í búðir.
„Eins og nokkur maður geti hugs-
að almennilega um eldhús,“ sögðu
konurnar. Þær voru ekki hissa, þegar
fór að bera á ólyktinni. Hún varð
annar tengiliðurinn milli hinnar stóru
veraldar annars vegar og heimili
Griersonfjölskyldunnar hins vegar.
Nágrannakonan kvartaði við borg-
arstjórann, Stevens dómara, sem þá
var áttræður.
„En hvað ætlizt þér til, að ég geri,
frú mín?“ spurði hann.
„Auðvitað verðið þér að skipa
henni að koma í veg fyrir þetta,“ sagði
konan. „Eru ekki til nein lög, sem
kveða á um þvílíkt?“
„Ég er ekki viss um, að þess gerist
þörf,“ sagði dómarinn. „Það er senni-
lega snákur eða rotta í garðinum, sem
negrinn hefur drepið. Ég ætla að tala
um það við hann.“
Daginn eftir komu tvær kvartan-
ir í viðbót. Onnur var borin fram af
uppburðarlitlum manni með van-
þóknunarsvip. „Ég er hræddur um, að
við verðum að gera eitthvað í mál-
inu. Sízt af öllu vildi ég verða til að
hryggja fröken Emily, en eitthvað
verður að gera.“ Sama kvöldið hélt
bæjarráðið fund. I því áttu sæti þrír
gamlir menn og gráskeggjaðir og einn
fulltrúi yngri k}mslóðarinnar. Hann
sagði: „Þetta er mjög einfalt. Við
gerum henni þau orð, að hún verði að
láta hreinsa húsið og veitum henni
ákveðinn frest. Ef hún ekki . . .“
„Nei, andskotinn,“ sagði Stevens
dómari. „Ætlið þér að halda því fram
við konu, að það sé ólykt af henni?“
Eftir miðnætti næstu nótt gengu
fjórir rnenn y^f i r grasflötina fyrir
framan hús fröken Emily. Þeir lædd-
ust um húsið eins og innbrotsþjófar,
snuðruðu um kjallarann og dreifðu
sóda um allt. Þegar þeir fóru aftur yf-
ir flötina, var búið að kveikja ljós í
einum glugganum, og þeir sáu skugg-
ann af fröken Emily, þar sem hún sat
grafkyrr og tignarleg. Mennirnir
læddust á brott.
Eftir þetta tóku menn að kenna í
brjósti um hana. Þeir bæjarbúa, sem
mundu eftir gömlu frú Wyatt, frænku
Emily, sem á endanum varð brjáluð,
voru ekki frábitnir þeirri skoðun, að
Griersonfólkið fyndi kannske ofur-
lítið meira til sín en góðu hófi gegndi.
Enginn ungu mannanna var samboð-
inn fröken Emily, og annað var eftir
því. Areiðanlega réði faðir hennar
miklu um þessar sífelldu neitanir. Þó
að brjálsemi væri í ættinni, var það
næsta ólíklegt, að hún neitaði hverj-
um einasta biðli.
Þegar faðir hennar dó, fréttist að
húsið væri það eina, sem hann hefði
eftirlátið henni, og á vissan hátt
gladdi þetta fólkið. Loksins gat það
vorkennt fröken Emily. Það gerði
hana mannlega að verða svona allt í
einu fátæk. Nú hlaut hún að kynn-
ast þeirri tilfinningu að verða að velta
hverjum peningi í lófa sér, áður en
hún léti hann frá sér.
Daginn eftir dauða föður hennar
ætluðu nokkrar konur að heimsækja
hana, votta henni samúð og bjóða að-
stoð sína. Hún kom til móts við þær
á tröppunum og sagði, að faðir sinn
væri alls ekki dáinn. Svona gekk það
í þrjá daga, þó að prestarnir og lækn-
arnir gengju á hana. Að lokum gafst
hún upp, þegar átti að beita hana
hörðu. Faðir hennar var grafinn í
skyndingu.
Við héldum ekki þá, að hún væri
brjáluð. Við héldum, að hún hefði
orðið að gera þetta. Við minntumst
allra ungu mannanna, sem faðir
hennar hafði rekið á brott, og við
11