Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Side 12

Samvinnan - 01.02.1954, Side 12
vissum, að hún mundi reyna að halda í bölvald sinn, nú þegar hún stóð ein uppi og allar bjargir voru bannaðar. III. Hún var lengi veik. Þegar við sá- um hana næst, var hún með stutt hár, dálítið stelpuleg, með heiðan rauna- svip, eins og engilsmynd á máluðum kirkjuglugga. Sumarið eftir dauða föður hennar hófst vinnan við flísalagningu gang- stéttanna. Verktakarnir komu með negra, múlasna og vélar og verkstjóra, sem hét Homer Barron. Hann var noröanmaður, hár og gjörfilegur, dökkur á brún og brá, með augu, sem voru Ijósari en andlitshúÖin. Strák- unum þótti jafngaman að heyra hann bölva negrunum og að heyra negr- ana syngja eftir hljóðfalli hakahagg- anna. Von bráðar hafði hann kynnzt öllum í bænum. Hvenær sem maður heyrði hressilega hlegið, mátti ganga að því vísu, að Homer Barron væri ekki langt undan. Ekki leið á löngu, unz hann og fröken Emily sáust aka saman síðdegis á sunnudögum í gul- um vagni, sem samlitum hestum var beitt fyrir. I fyrstu gladdi þetta okk- ur, enda sögðu konurnar: „Auðvit- að mun engin kona af Grierson-ætt- inni láta sér til hugar koma að gift- ast norðanmanni og það daglauna- manni.“ Gamla fólkið sagði: „Aum- ingja Emily. Skyldmenni hennar ættu að reyna að tala um fyrir henni.“ Hún átti einhverja ættingja í Ala- bama, en mörgum árum áður hafði sletzt upp á vinskapinn milli þeirra og föður hennar út af arfi, og ekkert samband hafði verið þar á milli síð- an, ekki einu sinni, þegar gamli Gri- erson dó. En þegar gamla fólkið sagði: „Vesalings Emily,“ byrjuðu hvísling- arnar. „Heldurðu það í raun og veru?“ „Auðvitað, hvað annað gæti . . .“ Þannig var hvfskrað og pískrað í kaffiboðum og á sunnudags- eftirmiðdögum, þegar guli vagninn fór hjá og undir tók í húsunum af hófataki gulu hestanna. „Vesalings Emily.“ Hún bar höfuðið svo sem nógu hátt, jafnvel eftir að við héldum, að hún væri fallin. Það var eins og hún heimtaði nú ákafar en nokkru sinni fyrr, að borin væri virðing fyrir sér sem síðasta meðlimi Grierson-fjöl- skyldunnar. Til dæmis þegar hún keypti rottueitrið. Það var meira en ári eftir að fólkið var bjmjað að segja: „Vesalings Emily.“ „Ég þarf að fá eitur,“ sagði hún við lyfsalann. Hún var rösklega þrítug þá; það var áður en hún byrjaði að fitna; hún var horaðri en nokkru sinni fyrr, augun köld og hrokafull, hörundið stríðþanið yfir kinnbeinin. „Mig vant- ar eitur,“ sagði hún. „Já, fröken Emily. Hvers konar eit- ur? Rottueitur? Ég mundi mæla með . . .“ „Ég vil það bezta, sem þið hafið. Mér er sama, hvaða tegund það er.“ Lyfsalinn taldi upp nokkrar teg- undir. „Þetta drepur allt upp í fíl. En það, sem yður vanhagar um, er . . .“ „Arsenik,“ sagði fröken Emily. „Er það gott?“ „Er . . . arsenik? Já, en það sem yður vanhagar um . . .“ „Ég ætla að fá arsenik.“ Lyfsalinn horfði niður á hana. Hún horfði á hann á móti, bein í baki og einbeitt á svip. „Já, sjálfsagt,“ sagði lyfsalinn. „En samkvæmt lögunum verðið þér að segja mér, til hvers þér ætlið að nota það.“ Eröken Emily starði á hann. Höf- uðið sveigðist aftur, svo að hún ætti hægara með að horfa beint í augu hans. Þanmg stóðu þau hvort and- spænis öðru, unz hann varð að líta undan og fór inn fyrir, til þess að út- búa pakkann. Sendisveinninn kom með hann. Lyfsalinn kom ekki aft- ur fram fyrir. Þegar hún opnaði pakk- ann heima hjá sér, sá hún, að skrifað var á hann fyrir neðan krossana þrjá: „Fyrir rottur.“ IV. Næsta dag sögðum við svo: „Hún ætlar að drepa sig,“ og við bættum því við, að það væri henni fyrir beztu. Þegar samdráttur hennar og Homer Barrons fór að verða áberandi, sögð- um við: „Hún giftist honum.“ Seinna sögðum við: „Hún á eftir að sann- færa hann,“ vegna þess, að á Elks- kránni, þar sem hann sat stundum að drykkju með ungu mönnunum, hafði hann látið þau orð falla, að hann ætlaði sér ekki að kvænast. Á hverjum sunnudegi fóru þau í ökuferð saman; alltaf var hún jafn hnakka- kert, hann var með hattinn á ská, vmdil á milli tannanna, svipu í hend- inni og gula hanzka. Þá fóru konurnar að tala um, að þetta væri vanvirða fyrir bæinn og slæmt fordæmi fyrir unga fólkið. Karl- mennirnir vildu ekki blanda sér í mál- ið, en að lokum tókst konunum að fá babtistaprestinn, sem var sálusorg- ari ungfrú Emily, til þess að fara og tala við hana. Ekki var hann marg- orður um, hvað borið hefði til tíðinda, en hann neitaði að fara aftur. Næsta sunnudag sáust skötuhjúin á sinni venjulegu sunnudagsreisu, og daginn eftir skrifaði prestsfrúin ættingjum ungfrú Emily í Alabama. Nú hafði hún aftur ættingja sína á heimilinu, og við biðum þess sem verða vildi. í fyrstu skeði ekki neitt. Svo urðum við sannfærð um, að þau ætluðu sér að eigast. Við fréttum, að fröken Emily hefði keypt hurstasett fyrir karlmann og látið merkja með stöfunum H. B. Daginn eftir fréttum við, að hún hefði pantað alklæðnað á karlmann, þar á meðal náttskyrtu, og við sögðum: „Þau eru gift.“ Og við vorum glöð. Svo sannarlega vorum við glöð. Þannig var mál með vexti, að frænkurnar frá Alabama voru enn þá meiri Griersonar en fröken Emily hafði nokkru sinni verið. Enginn furðaði sig á því, þó að Homer Barron færi úr bænum, enda var vinnunni við gangstéttirnar þá fyrir nokkru lokið. Við gátum þess td, að hann hefði annaðhvort farið til þess að undirbúa komu ungfrú Emily norður eða þá til þess að gefa henni færi á að losna við frænkurn- ar. (Þegar hér var komið, vorum við öll á bandi hjónaleysanna og revndum að hjálpa fröken Emily til þess að fara á bak við frænkurnar). Aður en vikan var liðin, voru þær farnar. Eins og allir höfðu búizt við, var Homer Barron kominn aftur eftir þrjá daga. Nágranni sá til hans, þegar negrinn hleypti honum inn um eldhúsdyrnar að kvöldi dags. Það var það síðasta, sem við sáum til Homers Barron. Og fröken Emily sást raunar ekki heldur í nokkurn tíma. Negrinn gekk út og inn og fór í búðir, en aðaldyrnar voru alltaf lok- aðar. Við og við sást henni bregða (Framh. á bls. 24) 12

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.