Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Síða 21

Samvinnan - 01.02.1954, Síða 21
Nýskipun í vörudreifingu Brezkir sam.vLnnumenn kynna sér sjálfs- afgreiðsliibúðir í Bandarikjunum Sjálfsafgreiðslubúðir ryðja sér nú óðum til rúms víða um heim, og sýna auknar vinsældir þeirra, að neytendur kunna vel að meta þennan beina og áhrifaríka tengilið milli framleiðenda- og neytenda. I flestum Evrópu- löndum hafa samvinnumenn haft forgöngu um nýskipun vörudreifingar- innar á þessum grundvelli. Fyrirmyndir og reynslu hafa þeir einkum sótt til Bandaríkjanna, en hvergi hefvr hið nýja fyrirkomulag valdið jafn al- gerri byltingu og þar. Nýlega fór nefnd breikra samvinnumanna vestur um haf að kynna sér skipan þessara mála. Fer hér á eftir útdráttur úr skýrslu þeirri, sem nefndin gaf um för sína eftir heimkomuna. Vel má marka, hve mikil bylting hefur orðið af völdum sjálfsaf- greiðslubúða í Bandaríkjunum síð- ustu tíu ár; sést það bezt á því, að af einkafyrirtækjum halda nú aðeins 6% við gömlu aðferðina, að selja yfir borðið. Af hinum 94%, sem nota nýju aðferðina, hafa 70% tekið upp algera sjálfsölu. Breytingin nær til fjölmargra vörutegunda, svo sem ný- lenduvöru, soðins kjöts, ósoðins kjöts, alifuglakjöts, ávaxta, græn- metis, brauða, mjólkur og mjólkur- afurða, rjómaíss, sælgætis, súkkulaðis og drykkja, bæði sterkra og veikra. A sama stað. Auk þess hafa þessar „matvöru- búðir“ venjulega á boðstólum járn- vörur, fegurðarvörur, lyfjavörur, pappírsvörur, sígarettur og jafnvel nylonvörur, en álnavörunni er samt ætlað meira rúm. Húsmóðirin fagnar að sjálfsögðu þessari samhæfingu vörunnar, og hún vill geta keypt allar sínar matvörur á sama stað. Þessi stefna er þegar farin að gera vart við sig í Bretlandi, þar sem stór- verzlunum með matvöru hefur verið fagnað. „Allt á sama stað“, eins og oft er komizt að orði og það réttilega, þýðir endalok sérverzlana, eða þannig er lesendum að minnsta kosti ætlað að skilja skýrsluna um þessi mál í Bandaríkjunum. Þar sem lánsviðskipti eiga sér að- allega stað í álnavörudeildum, hent- ar staðgreiðsla miklu betur við sjálfs- sölufyrirkomulagið, en þar er venju- lega einn starfsmaður í hverri deild, og er hann yfirleitt eftirlitsgjaldkeri. Viðskiptavinurinn greiðir venjulega í reiðufé, og mest af vörunni er flutt beint út í bifreið hans. Utan bæjar. I landi, þar sem flest heimili eiga bíl, er nauðsynlegt, að nóg rúm sé fyrir bíla viðskiptavinanna. Búðirn- ar geta þurft á helmingi stærra svæði að halda fyrir bílana, heldur en þær taka sjálfar. Þess vegna er stöðug við- leitni til þess að losna við búðirnar úr hinum yfirfullu götum miðborganna og koma þeim út í úthverfin, og jafn- vel út fyrir borgirnar, þar sem að- gangur er greiður eftir aðalvegum. Það er því bíllinn, sem raunverulega ræður staðsetningu búðarinnar, og oft spretta beztu markaðirnir upp á stöð- urn, þar sem maður undir venjuleg- um kringumstæðum myndi ekki bú- ast við, að kaupandinn nokkurn tíma kæmi. Þar sem flestir viðskiptavinirnir koma í eigin hílum, þá sjá mjög fáar stórbúðir um heimsendingu. Til þess að mæta þörfum þeirra fáu, sem ekki hafa umráð }dir bíl, semja verzlanirn- ar oftast við flutningafyrirtæki, sem sjá um heimsendingu vörunnar, venjulega á kostnað kaupandans. Hversu gersamlega bíllinn hefur breytt verzlunarháttunum, má sjá af eftirfarandi tilvitnun í skýrsluna: „Notkun bílsins hefur gersamlega breytt staðsetningu verzlunarlóða í Bandaríkjunum. Hin eldri gerð búða er að verða úrelt vegna vöntunar á bílastæðum. Verzlunarfyrirtækin hafa orðið að flytja út í útjaðra borganna og jafnvel 15—20 km. út fyrir þær.“ Sjálfsafgreiðsluverzlunin hefur orð- ið til þess, að Ameríkumenn hafa þurft að taka upp samvinnu um margt, sem talið er sjálfsagt í Bret- landi, þar sem heildsala og fram- leiðslufyrirtæki samvinnumanna eru um allt Iandið. Ameríkumenn urðu að stofna heild- sölufyrirtæki, sem stóðu í sambandi við vöruframleiðendur, sem sáu þeim fyrir vörum í samræmdum umbúð- um og merkjum. Margir smásalar hafa stofnað með sér einskonar „sam- vinnu“-heildsölu, svo að kostnaður- inn geti dreifzt skynsamlgea. Einka- fyrirtæki komu sér oft saman um sameiginlegar umbúðir og merki. Kostur hins frjálsa vals. Ameríska húsmóðirin metur sjálfs- afgreiðsluna eins mikils og kynsystir hennar í Bretlandi. Salan verður engu minni, þótt enginn búðarmaður standi yfir henni og haldi fast að henni vörunni — öðru nær. Það hvetur einmitt til kaupanna að fá að skoða hið mikla úrval og mega velja eftir eigin geðþótta, sjá veiað vörunnar og geta athugað í næði, hvað hana raun- verulega vanhagar um. 21

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.