Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Side 22

Samvinnan - 01.02.1954, Side 22
Sjálfsölufyrirkomulagið á ávöxtum og grænmeti hefur gefið húsmóður- inni nýtt frelsi til að velja, og henni er ljúft að mega velja vöruna og pakka, eins og skýrslan segir. „Eldri kona lýsir þýðingu þessa fyr- irkomulags í fáum orðum þannig, að nú þyrfti hún ekki að fleygja skemmdu epli, því að nú keypti hún aðeins þau óskemmdu. Þessi kostur var miklu þyngri á metunum en auka- fyrirhöfnin.“ Aðeins í kjötvörudeildunum feng- ust skýrslur um það, að kaupendur fögnuðu því ekki að taka á sig þá ábyrgð að kaupa kjötið til vikunnar án aðstoðar faglærðra manna, en þetta virðist þó hafa verið skoðun mikils minni hluta. Um vörutaln- ingu var mjög það sama að segja og í Bret- landi. Meðal- verzlun virtist velta vörubirgð- unum um það bil 15 sinnum á ári, þótt talið væri, að sumar hefðu gert það allt að 26 sinnum árlega. Vöru- talning fór miklu oftar fram en í Bret- landi, og eitt verzlunarsambandið vildi helzt telja á 45 daga fresti. Nefndin bendir á, hve söluaðferð- 7 flestum sjálfsafgreiðslubúðum eru vagnar og körfur til afnota fyrir viðskiptavini. Leifur B. Bjarnason látinn Leifur Bjarnason, framkvæmdastjóri SÍS í New York, lézt af völdum bílslyss þar í borg föstudaginn 12. febrúar s.l. Útför hans fór fram í Reykjavík 19. febrúar. irnar hafa sérstaklega verið athug- aðar, ekki aðeins hvað hina full- komnu niðurröðun vörunnar í borg- unum snertir, heldur og hina al- mennu aðlöðun góðrar lýsingar, vel hirtrar búðar, afbragðs hreinlætis og ágæta umbúða. Allt þetta orkaði mjög á söluna, þar sem sjálfsölufyrir- komulagið var notað. Hefur þessi árangur auðveldlega náðst hér? Engan veginn. Lítum aft- ur á skýrsluna: „Samkeppnin meðal kaupmann- anna er áköf og hefur leitt til víðtækr- ar auglýsingastarfsemi. Að svo miklu lej'ti, sem við getum fullyrt, finnst kaupendum engan veginn, að þeir séu bundnir af viðskiptum við sömu búð- irnar, heldur hafa þeir tilhneigingu til að brej^ta oft til, eftir því, sem hug- urinn girnist, eða þá fyrir áhrif að- Iaðandi auglýsingar. Undir slíkum kringumstæðum verða auglýsingarn- ar að vera sannfærandi og hvetjandi.“ Leifur var fæddur í Reykjavík 8- nóv. 1912. Hann var sonur merkishjónanna Þorleifs H. Bjarnasonar yfirkennara og síðar rektors við Menntaskólann í Reykjavík, og frú Sigrúnar Bjarnason, dóttur síra ísleifs Gíslasonar í Arnar- bæli. Leifur stundaði nám við Menntaskól- ann í Reykjavík og lauk þar stúdents- prófi vorið 1931. Eftir það fór hann til Þýzkalands og las hagfræði. Hann lauk prófi við háskólann í Frankfurt am Main 1934. Á námsárunum í Þýzkalandi kynntist Leifur m. a. Óla Vilhjálmssyni, sem þá var framkvæmdastjóri skrifstofu, sem SÍS starfrækti í Hamborg. Það var ÓIi, s?m vakti athygli Jóns Árnasonar, þá- verandi framkvæmdastjóra útflutnings- deildar SÍS, á Leifi sem efnilegum starfs- manni. Það varð til þess, að Jón Árnason réði Leif til starfs í útflutningsdeildinni í árs- byrjun 1938, en þá hafði hann um tíma verið starfsmaður Útvegsbankans í Reykjavík. Leifur starfaði í útflutningsdeild við góðan orðstír fram á árið 1940. Um þær mundir fóru viðskipti Islands af styrj- aldarástæðum mjög að beinast til Bandaríkjanna. Hafði þá Sambandið þörf fyrir aukið starfslið á skrifstofunum í New York, sem þá var stjórnað af Helga Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Var Leifur þá valinn til að fara vestur um haf, sérstaklega til þess að annast sölu íslenzkra afurða. Þegar Helgi hvarf heim árið 1946, tók Leifur við forstöðu skrif- stofunnar, þar til í árslok 1949, að hann fluttist aftur heim og varð framkvæmda- stjóri véladeildar Sambandsins. Því starfi gegndi hann í tæp 3 ár eða þar til í nóv- ember 1952, að hann hélt aftur vestur um haf og tók að nýju við framkvæmda- stjórn New York skrifstofu Sambandsins, sem hann stjórnaði til hins óvænta og voveiflega dauðadags. Leifur Bjarnason kvæntist Helgu Claessen 1940. Hún er dóttir hinna þekktu hjóna Helgu og Arents Claessen stór- kaupmanns- Þau Leifur og Helga eignuð- ust tvær dætur, sem nú eru 6 og 5 ára. Samstarfsmönnum Leifs kemur sam- an um, að hann hafi verið óvenju dug- mikill og fjölhæfur maður, auk þess sem hann var glæsimenni hið mesta og dreng- ur góður, sem mikil eftirsjá er að. Það er mikið tjón, er slíkir menn falla frá á bezta aldri. En Leifur hafði þegar unnið mikið starf og lagt góðu máli lið, nær allan sinn starfsaldur. Hann mun því ekki gleymast íslendingum, meðan þeir muna þá menn, sem stóðu fremst- ir í fylkingu í hinni miklu sókn sam- vinnunnar á fslandi árin eftir síðari heimsstyrjöldina. 22

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.