Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1958, Page 12

Samvinnan - 01.01.1958, Page 12
Brunnyeggirnir voru hlaðnir úr grjóti og gólfið í húsinu þakið stórgerðri möl. Hurðinni fyrir dyrunum var lokað með tveimur lokum, sinni til hvorrar hand- ar. Lokurnar mátti hann ekki snerta. Inn í brunnhúsið mátti hann ekki fara. Hann ætlaði heldur ekki að gera það. En vatnið var svo djúpt, hyldjúpt. Hann smeygði lokunum úr kengjunum með varúð og ætlaði aðeins að gægjast inn. Þá féll hurðin til jarðar og hann varð að forða sér meðan hún var að falla. Svo var hún fallin og lá flöt við dyrnar. Hann gat ekki reist hana við. Þess vegna fór hann inn í brunnhúsið. Hann fór gætilega, mjög gætilega. Hann skreið á fjórum fótnm að brunn- barminum. Vatnið var ekki grænt eins og hann minnti, að það væri. Dimmblátt var það. I fyrstu sá hann ekkert í vatn- inu nerna gatið á þekjunni og andlit sjálfs sín. Hann var ljós yfirlitum og blá- eygur, hárið næstum hvítt. Allt speglað- ist þetta í vatnsfletinum ásamt bláurn peysukraga. Silungana sá hann ekki fyrr en honum birti fyrir augum. Þá sá hann þá báða. Þeir voru hvor við sinn vegg og höfðu hægt um sig. Hann hélt niðri í sér andanum. Annar silungurinn var lítill, hinn stór. Þeir kvikuðu til sporð- unum án þess að hreyfast úr stað, opn- uðu í sífellu munna sína og lokuðu þeim jafnharðan, eins og þeir væru að tala saman. Hann horfði á þá um stund, unz honum fór að leiðast tilbreytingarleysið. Honum fannst þeir réttir til að synda svolítið fyrir hann, úr því hann hafði stolizt á fund þeirra. Hann gerði hark, en þeir hreyfðu sig ekki að heldur. Þetta voru heimskir silungar. Hann sá sljó- leikann grópaðan í andlit þeirra og hon- um gramdist það. Hann seildist eftir steinvölu frá malargólfinu og lét hana detta í vatnið af mikilli varúð. Ekki vildi hann meiða neinn. Hann horfði á stein- inn falla, sökkva til botns og sá hvítleitt ryk þyrlast frá honum, þegar hann snerti botninn. Silungarnir þutu af stað með örskotshraða hring eftir hring, hvor á eftir öðrum og hvor fram fyrir annan. Drengnum þótti það furðuleg sjón — og hann lét annan stein falla, síðan þriðja og fjórða stein og þannig áfram. En það gerðist ekkert fleira skemmtilegt. Aftur á móti voru silungarnir allt í einu horfn- ir, spegillinn í vatninu var týndur og vatnið gruggað eins og óhreinn pollur. Hann hafði hugmynd um, að gruggið kynni að sjatna og vatnið að hreinkast á ný. Ef til vill var brunnhúsið líka bezti felustaður, sem völ var á. Þess vegna beið hann. Hann settist flötum beinum á brunnhúsgólfið og tók að byggja vörðu úr stórgerðri mölinni milli fóta sér. Hann sat þarna lengi, en heima í rúmi sínu lá Guðrún gamla undir hvítu laki og hafði lokað augum í síðasta sinn. AJla ævi hafði hún legið í þessu sama rúmi, en samt var hún langt að komin. Hún hafði verið hér hjá afa hans og ömmu, þess vegna talaði hún stundum um gamla bæinn. Hún kunni frá því að segja, þegar nýja húsið liafði verið byggt, nýja húsið, sem nú var löngu orðið gamalt. Allt vissi hún, en fékkst ekki til að segja nema sumt. Helzt vildi lnin segja frá því, þegar hún var lítil. Ilann hafði spurt: — Hvar var ég, þegar þú varst lítil? En nú var hún sofnuð og fékkst ekki til að vakna. Hún lá að vísu kyrr í bóli sínu, en eitthvað hafði komið fyrir, sem var grunsamlegt. Þess vegna sat hann hér og raðaði steinum. Síðan heyrði hann köll heimanað. Það var faðir hans, sem kallaði. Drengurinn spratt á fætur og hnipraði sig út í eitt kofahornið. Svo hættu köllin og allt varð hljótt á ný. Hann stóð um stund í sömu sporum, en kom þá auga á, að vatnið í brunnin- um var farið að setjast. Hann gekk til brunnsins, en ekki var hann kominn þau fáu skref, þegar hann heyrði einhvern blástur og þyt við dyrnar. Þar var frænka hans kornin og andaði djúpt eftir mikil hlaup. — Þú ert ljóti óþokkinn! Hef ég ekki margsinnis hai-ðbannað þér? sagði hún höstug og hafði þegar náð taki á öxlum hans. Hann sagði ekki neitt. Hún hætti við þá setningu, sem hún var byrjuð á, en spurði andstutt og móð: — Hvað hefurðu verið að gera við brunninn, strákur? Hann þagði. Hún hristi hann til, en hann þagði samt. Hún sagði, að hann væri slæmur drengur og hún meinti það. Hún var reið, og hún var einnig hrygg vegna drengsins og hinna sífelldu uppátækja hans. Hún sagði þau ískyggilega fara í vöxt. — Hvað varstu að gera? Af hverju er vatnið svona gruggugt, Þorvaldur? spurði hún, eins og hún ávarpaði full- orðinn mann. — Eg var ekkert að gera, sagði hann. Hún lét það gott heita, tók í hönd hans og sagði, að nú kæmu þau heim strax. Hún sagði, að hann væri slæmur drengur, spurði, hvort hann vissi ekki, að hún Guðrún gamla hefði verið að deyja. Hún Guðrún, sem verið hafði henni svo góð, þegar hún var lítil, og síð- an verið honum svo góð. Nú var hún dá- in hún Guðrún, sem var öllum svo góð. Hann lét sig það engu varða. Hann stympaðist á móti, þegar hún vildi leiða hann af stað. — Ég fer ekki heirn. Ég vil ekki fara heirn strax, sagði hann, en vildi ekki ljóstra upp levndarmáli sínu og ekki gera ótta sinn að umtalsefni. — Ég fer ekki heim, sagði hann. Hún skildi drenginn ekki, en vegna þess að hún hafði aðra hönd sína lausa, sló hún til hans og vildi refsa honum fyr- ir óhlýðnina. Höggið var ekki fast, en Hann horfði á steininn falla til botns og silungarnir tóku viðbragð og þutu hvor fram fyrir annan. 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.