Samvinnan - 01.01.1958, Side 31
”7
Ódýrasta líftrygging, sem hægt er að fá
Það er hverjum hugsandi manni nauð-
synlegt og skylt að eiga líftryggingu.
Þetta er skylda gagnvart fjölskyldu og
lienni til öryggis, svo að kona og börn
standi ekki uppi með tvær hendur
tómar, ef fyrir vinnan fellur frá.
Líftryggingar hafa hingað til verið
með þeim hætti hér á landi, að hver
einstakur hefur orðið að tryggja fyrir
sig, og hafa því alltof fáir menn gert það. En nú hefur Lif-
tryggingafélagið Andvaka tekið upp nýja gerð trygginga,
sem er þannig, að bæði munu miklu fleiri menn en áður
kaupa sér líftryggingu, og þeir munu geta fengið hana ó-
dýrari en nokkru sinni fyrr. Er þetta með svokölluðum hóp-
líftryggingum, þar sem heilir hópar manna, til dæmis
starfsfólk fyrirtækja, geta tryggt sig í einu lagi.
Hóptrygging er aðeins áhættutrygg-
ing þannig, að um samin upphæð er
greidd aðstandendum, ef hinn tryggði
fellur frá. Hún gildir frá ári til árs, en
er ekki samningur til langs tíma og
ekki sparnaðarráðstöfun á sama hátt
og venjuleg líftrygging.
Kynnið yður hóplíftryggingar And-
vöku. Verð þeirra er ótrúlega lögt, og það öryggi, sem þér
getið skapað fjölskyldu yðar, mjög mikið. Athugið, hvort
starfsbræður yðar eða félagar í einhverju félagi geta ekki
sameiginlega skapað sér öryggi líftryggingar á hagkvæman
hátt. Ef þér erað að byggja eða afla atvinnutækja að ein-
hverju leyti með lánsfé, er það meira virði fyrir fjölskyld-
una en nokkru sinni, að þér séuð vel líftryggður.
Leitið allra upplýsinga í skrifstofu Andvöku í Sambandshúsinu í Reykjavík eða hjá umboðsmönnum fé-
lagsins (t. d. kaupfélögunum) um land allt. Dragið ekki að koma öryggi fjölskyldu yðar í gott lag. Eng-
inn veit, hvenær það kann að vera um seinan.
Líftryggingafélagið A N D VA K A
Skrafað um skó
Framh. af bls. 11.
Litir á karlmannaskóm taka litlum
breytingum. Svart og ýmsir brúnir lit-
ir haldast nokkurn veginn í hendur, en
þó mun svarti liturinn hafa vinninginn.
Hvað kemur í staðinn fyrir
gúmmiskóna?
íslenzkur skóiðnaður hefur nú náð
því takmarki að teljast standa jafnfæt-
is hinum erlenda. Um leið og glaðzt er
vfir þeim áfanga skal þess þó getið, að
til er verkefni, sem æskilegt væri, að
íslenzkur skóiðnaður gæti leyst. Þeir
sem starfa við landbúnað hér á landi,
eiga ekki nema að takmörkuðu leyti völ
á heppilegum skófatnaði. Líklegt er þó,
að úr því verði erfitt að bæta.
Þegar gúmmískófatnaðurinn kom til
sögunnar, var það mikil framför mið-
að við gömlu, íslenzku skinnskóna. Hins
vegar er gúmmískófatnaður óhollur að
því leyti, að hann heldur rakanum að
fætinum og hindrað eðlilega útgufun.
Yfirleitt ganga menn meira í gúmmí-
stígvélum en þörf er á. Þau ætti ekki
að nota, nema um meiri háttar bleytu
sé að ræða, þar sem gúmmískóm verð-
ur ekki við komið. Það er næsta furðu-
legt, hversu ólatir menn eru að ganga
með svo þungt á fótunum. Gúmmískór
eru að miklum mun liprari og oft verður
þeim við komið þó blautt sé á. Hins-
vegar halda þeir mjög raka að fætin-
um, en þá kemur það til hjálpar. að
flestir ganga í ullarsokkum og ullin tek-
ur við miklum raka.
Skóverksmiðjan Iðunn á Akureyri
hefur framleitt létta vatnsleðursskó og
hugmyndin var, að þeir gætu að ein-
hverju leyti leyst gúmmískóna af
hólmi. Þess ber þó að geta, að slíkir skór
halda ekki vatni til lengdar, þó lir
vatnsleðri séu. Það er einnig augljóst, að
miklu er verra að þrífa leðurskó en
gúmmískó. Strigaskór koma ekki til
greina nema á þurrlendi og í þurru veðri.
Mold og bleyta og margvíslegar að-
stæður krefjast þess oft, að notuð séu
hnéhá gúmmístígvél eða hærri, en
hinsvegar gefst oft tækifæri til að nota
létta og holla skó og það ættu þeir að
athuga, sem vinna að framleiðslustörf-
um í sveitum þessa lands.
G. S.
Skugginn
Framh. aj bls. 9.
hún var ekki eins gallalaus og þú virðist
alltaf halda.
— Er ég að halda einhverju fram um
það? spurði maðurinn og beið þess enn
að geta sagt eitthvað fleira. Drengurinn
hafði með öllu gleymt ótta sínum. Hug-
ur hans var við annað bundinn. Andlitið
varð allt í einu bjart sem af sólskini og
hann sagði hlæjandi:
— Ég hrekkti silungana ekki neitt. Ég
var bara að skoða þá. Þeir eru svo
skemmtilegir.
Þau tóku ekki eftir, hvað hann sagði.
Það var sem yfir hugum þeirra beggja
grúfði einhver skuggi. Þrátt fyrir bama-
legan óvitaskap sinn, var drengnum um
megn að bera sólskin inn til þeirra. Ef
til vill var hann einmitt skugginn.
Þau héldu heim túnið öll þrjú, hvert
með sínar hugsanir. íbúðarhúsið beið
þeirra í kvöldkyrrðinni, þögult hið ytra
um gömul leyndarmál sín. Nú var sá
enginn til, sem mundi húsið nýtt Þetta
var garnalt hús, sem bauð þeim skjól sitt
þar sem sagan hafði gerzt.
SAMVINNAN 27