Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Blaðamaður: Gísli Sigurðsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími: 17080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 90.00 Verð í lausasölu kr. 9.00 Prentsmiðjan Edda. Sannleikurinn eltir lyg- ina uppi ............... bls. 3 Byggingarsýningin í Berlín, eftir Ormar Guðmundsson ....... — 4 Frá Islandsför Camp- bells 1862, eftir Her- mann Pálsson, lektor — 8 Skipulagsbreyting í út- flutningsdeild SÍS . . — 10 Úr íslenzkri skurðstofu, ljósmyndir eftir Guðna Þórðarson ................ — 11 Vandi vopnlausrar þjóð ar, eftir Gunnar Gunn- arsson ................... — 14 Efnisyfirlit yfir árgang- inn 1957 ................. — 15 Gildi skólaíþrótta, eftir Kristján Jóhannsson , — 19 Vaðlaklerkur, ný frarn- haldssaga eftir Sten Blicher ................. — 23 FEBRÚAR 1958 Lll. árgangur 2. 1 SÍÐASTA hefti Samvinnunnar var getið um málverkasýningu Bjarna Guð- mundssonar frá Höfn í Hornafirði. Um svipað leyti hafði starfsmaður hjá Kaup- félagi Árnesinga málverkasýningu í sam- komusal kaupfélagsins. Hann heitir Benedikt Guðmundsson og er búinn að starfa að kjötiðn hjá Kaupfélagi Árnes- inga síðan 1952. Benedikt hefur lagt gjörva hönd á margt, meðal annars kera- mik og ljósmyndun. Á sýningu Benedikts voru um 80 mynd- ir. Aðsókn var góð og fjórðungur mynd- anna seldist. Þar kenndi margra grasa. Þar voru olíumyndir, vatnslitamyndir og teikningar. Benedikt málar mest ab- strakt, en mikið af því er þó hlutlægt. Benedikt lærði kjötiðn í Kaupmanna- höfn og þó notaði hann tómstundir sín- ar til myndlistarnáms. Hann hélt sýn- ingu í Reykjavík 1944 og síðar hefur hann tekið þátt í samsýningum. Sýningar þeirra Benedikts og Bjarna eru merkilegur hlutur. Þar koma menn, sem hafa getið sér orðstír fyrir listsköp- un við hliðina á brauðstritinu. En þeir hafa gert meira. Þeir hafa notað tóm- stundir sínar skynsamlega og vafalaust átt margar ánægjustundir við þetta hugðarefni sitt. Væri betur að fleiri fet- uðu í fótspor þeirra, þó að ekki væri nema til þess að hafa meira gagn af tómstund- unum en menn almennt gera. Benedikt hjá einu verka sinna. Stefán í Stakkahlíð 75 ára. ÞANN 9. janúar átti Stefán bóndi Bald- vinsson í Stakkahlíð í Loðmundarfirði 75 ára afmæli. Stefán er landskunnur sam- vinnufrömuður. Hann hefur um langt skeið verið stjórnarformaður Kaupfélags Austfjarða á Seyðisfirði og unnið því fé- lagi vel. Stefán dvaldist á heimili dóttur sinnar í Reykjavík á afmælinu og heim- sóttu hann margir. Meðal þeirra var for- stjóri Sambandsins, Erlendur Einarsson, og afhenti hann Stefáni málverk að gjöf frá Kaupfélagi Austfjarða. Málverkið var eftir Eggert Guðmundsson, listmálara og var af Stefáni sjálfum. Stefán er síkátur og skemmtilegur og ber hann ekki merki um svo háan aldur. Samvinnan óskar honum til hamingju með afmælið. Erlendur ajhendir Stejáni málverkið. Guðni Þórðarson. MÖRGUM munu þykja athyglisverðar ljósmyndirnar af uppskurðinum hér i blaðinu og ekki veit Samvinnan til þess, að hliðstæðar myndir hafi áður birzt í blaði hérlendis. — Guðni Þórðarson er landskunnur Ijós- myndari og blaða- maður. Hann byrj- aði kornungur að fást, við Ljósmynda- gerð og innan við tvítugt varð hann blaðamaður hjá Tímanum. Guðni byrjaði snemma að taka myndir úr at- virniulífinu ogbirta með greinum það- an. Mun það vera upphaf að slíkri blaðamennsku hérlend- is. Frá og með síðustu áramótum varð Guðni framkvæmdastjóri Tímans. Guðni er fæddur í Hvítanesi á Akra- nesi 25. maí 1923. Hann nam við Reyk- holtsskóla og lauk síðan verzlunarprófi frá Samvinnuskólanum. Guðni hefur ferðast mikið, m. a. um Ameríku, flest lönd Evrópu, austur til Pakistan og um Norður-Afríku. Á næstunni munu birt- ast ferðasöguþættir frá Grikklandi og Tyrklandi eftir Guðna hér í blaðinu. 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.