Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Page 6

Samvinnan - 01.12.1959, Page 6
BARNIÐ Á FLÓTTA Meðal bernskufrásagna Nýja testamentisins er sagan um flóttann til Egyptala?ids. Jósef og María leita burtu með Jesúbarnið og forða því undan ofsókn Heródesar konungs. Þessi sagavef ur sig inn í jólahugleiðingar kristinna manna, sagan u?n flótta jólabamsins. Er við liöldum kristin jól, hlýtur sú hugsun að gerast áleitin, hvort við höfum raunverulega búið jólabarninu stað á hátíð okkar. Er okkur það einhvers virði þá, að „barn er oss fcett, so?iur oss gefinn?“ Snertir það hjörtu okkar, að þetta bar?i er til okkar ko?nið að vitna u?n kœrleika Guðs og leiða okkur að lífslmdi?i?iif Eða höfum við ekki rú?n fyrir bar?iið í hátiðahaldi okkar? Er jólabarnið e??n áflótta? Verður það að flýja fyrir þeim konmigi okkar, sem lcetur okliur lúta ytra prjáli og sundurgerð, tíðarandanum? Hvað er jólahátíðin í raun og veru orði?i i liöndum okkar? Hátíð brasks og kaupmennsku, tildurs ogsýndarmennsku. En hvað er ?nisst? Gjafirnar dýru, sem þú kaupir, geta aldrei komið í stað gjafarinnar einu, barnsins í jötunni. Maturinn Ijúffengi, sem þú neytir, bœtir þér ekki upp lifsins brauð, orð hans og kenning. Hljómlistin margbrotna, sem ómar i eyrum þér, snertir aldrei hug þinn, sem boðskapur englanna á jólanótt. Þú vilt skapa sjálfur þin jól. En jól verða aldrei sköpuð, þau eru gjöf Guðs, sem meðtekin skal með auðmýkt og opnum hug. Jólabarnið er á flótta i hátiðahaldi kristinna manna. Þeirri staðreynd mun erfitt að neita. En hversvegna er það á flótta? Orsökin er ein fyrst og fremst. Barnið í okkur sjálfum, fullorðnum mönnum kristnum, er á flótta. Einlœgnin, sakleysið á litinn hlmgrunn i samtíð okkar. Okkur lœtur svo vel að látast. Við njótum gæða lífsins. Það er gott svo langt sem það nœr. En þess gæði taka allan tíma okkar. Við gleymum, að þau eru til okkar vegna, en við ekki þeirra vegna. Við gerum okkur að þrælum þarfa okkar og lifsnautnar. Þrællinn á ekki frjálsan hug barnsins. Við ekki heldur. „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn.“ Þessi fleygu orð spámannsins voru hinum fyrstu kristnu vitnisburður um endurheimt barnsins úr flótta og útlegð. Að þau orð mættu rætast i lifi okkar. Að samtið okkar mætti endurheimta einlægni og sakleysi. Þá færðist helgur friður yfir heim á jólum, samúð og drenglyndi sigraði sundrung og hatur. Mætti flótti barnsins í eigin barmi renna á enda. Þá yrðu orð skáldsins okkar eigin: Ljá mér, fá mér litla fingur þinn Ijúfa smábarn! Hvar er frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi ég öllu: Lofti, jörðu, sjá. Gleðileg jol, Cruðmundur Sveinsson.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.