Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 9
En þeir sem hafa mótað íslendinga, hafa verið í tengslum við erlenda strauma, að maður ekki segi bergmál af erlendum hreyfingum. — Hafa íslendingar fylgzt með þróun guðfræðinnar eða hafa þeir staðnað? — Þeir hafa að takmörkuðu leyti fylgzt með þróuninni. Það fylgir okkur íslendingum á nokkuð mörgum sviðum, að ný viðhorf þurfa sinn tíma til að festa hér rætur. í fámennu þjóðfélagi eru umskipti kynslóð- anna svo hægfara. Það liggur í hlutarins eðli. Ég álít, að það sem gerðist hér fyrir fjörutíu, fimmtíu árum, hafi orðið of varanleg við- rniðun fyrir næstu kynslóð; þeir hafi talið, að þá væri komið í mark. — En hefur nú guðfræðin ekki rumskað hér? — Að nokkru leyti. Vissar skorður, sem hugsun manna var hlaupin í, hafa nú horfið með yngri kynslóð. Það hefur verið talað um gamla og nýja guðfræði, en það sem hefur verið kölluð ný guðfræði hér, er alls ekki nýtt, heldur eru það aldamótaviðhorfin. Það var mjög frjótt tímabil, en viðhorfin á öllum sviðum hafa verið endurskoðuð siðan, tekin upp á öðrum grundvelli og rædd út frá öðrum forsendum. — Eru líkindi til sameiningar eða meira samstarfs allra kristinna kirkna og sértrúarflokkar — Samstarf kristinna manna er miklu meira nú en verið hefur um margar aldir. Það samstarf á eftir að aukast. Það ber margt til þess, vaxandi alþjóðahyggja og nánari mök manna án tillits til fjarlægða og vaxandi skilningur þeirra á nauðsyn þess að kynnast, skiptast á skoð- tsnum og sjónarmiðum og læra hver af annars reynslu og bindast sam- tökum um að leysa knýjandi sameiginleg verkefni. Til dæmis á sviði mannréttinda og líknarmála, þar eiga allir kristnir menn samstöðu og á ýmsum fleiri sviðum, þótt skoðanamunur kunni annars að vera tölu- verður. Slíkt samstarf er nú mjög víðtækt. Allir mótmælendur eru nú i skipulögðu samstarfi, er lýtur sameiginlegri framkvæmdastjórn. Sameining allra kristinna kirkna er allt annað mál. Til skýringar mætti taka pólitísku þróunina í dag. Samstarf ríkja er mjög vaxandi, en það stefnir ekki að því, að þjóðirnar gefi upp sjálfstæði sitt. Nánari eining kirkjudeilda þarf heldur ekki að fela það í sér. — Álítið þér slíka sameiningu æskilega? — Slíkt er spurning. Allir kristnir menn játa það og hafa sterklega á meðvitundinni, að þeir standi á sameiginlegum grundvelli. En ágrein- ingsatriðin eru hverjum fyrir sig töluvert mikið alvörumál. Þau snerta sjálf lífssannindin, dýpstu rök tilverunnar. Svo annað hvort aðhyllumst við þau sjónarmið af lífi og sál eða við gerum það alls ekki. Trúarleg viðhorf eru annað hvort fullkomin alvara eða þau eru ekki til. Hálf- velgja getur ekki komið til greina. Þess vegna er það, ef ég kynnist trúbróður af öðru kirkjufélagi, þá óska ég þess alls ekki, að hann að- hyllist mín sjónarmið að óyfirveguðu ráði. Þvert á móti. Þannig hafa kirkjudeildirnar nálgast hver aðra í þeirri hugmynd, að hver komi með sitt. Við erum allir ein kirkja í raun og veru, en við höfum engir höndlað allan sannleikann. Það sem Kristur er, það er of djúpt og hátt til að við fáum gripið það alls kostar, nokkur einstakur. Og þó að okk- ar erfðir og viðhorf séu okkur dýrmæt og við höfum lifað sjálfan leynd- ardóm trúarinnar í okkar umhverfi, djúpt, og vitum að það, sem okkur hefur verið gefið, er ómissandi og að við getum ekki gefið það upp, þá neitum við því ekki, að trúbræður okkar í öðrum kirkjudeildum hafi margt verðmætt, sem þeim beri að rækta. I öllu því kristna samfélagi, sem spennir heiminn, er fjölbreytnin og auðlegðin mikil, en við meg- um í sjálfu sér ekkert af því missa, ekkert af því, sem er verðmætt. Þess vegna stefnum við ekki hraðbyri að því, að steypa öllum kirkjum saman í eitt. — Hver er afstaða yðar til sérstefna svo sem guðspeki? — Persónulega hef ég ekkert grætt á guðspeki. Hún er náttúrlega sprottin upp af trúarlegri þörf og leit. Og bakvið hana er viðleitni fólks, sem hefur orðið viðskila við kristinn dóm og sínar trúarlegu erfðir og hefur þess vegna leitað annað, að mínum skilningi langt yfir skammt, ti! þess að fá trúarþörf sinni fullnægt. — Stefna Karls Barths? — Hann er tvímælalaust einn mesti hugsuður, sem fengzt hefur við guðfræði og einn atkvæðamesti andans maður okkar samtíðar. Hugsun hans hefur haft gífurleg áhrif þannig, að hann hefur sagt hlutina á þann veg, að það hefur verið ómögulegt annað en taka tillit til þess. Hann er einn þeirra manna,-sem segir ekki neitt án þess það muni um það. Menn hljóta að taka afstöðu til þess með eða móti. Þess vegna hafa sjónarmið hans haslað umræður i guðfræði um langt skeið. En á Norðurlöndum er tæplega hægt að tala um neina Barth-stefnu. Hann hefur ekki mótað neina stefnu þar, og sjálfur segist hann aldrei hafa miðað að því og ekki viljað það. Sjónarmið hans hafa þó haft áhrif að því leyti, að menn komast ekki framhjá þeim. — Hvað um Tidehverf í Danmörku? — Það er nú hreyfing, sem mörgum er erfitt að átta sig á. Það er svo sérstætt danskt fyrirbæri. Þessi stefna hafði um tíma hljómgrunn meðal danskra guðfræðinga, en meðal safnaðarfólks hefur hún ekki haft það. — En hákirkjuhreyfingin sænska? — Hún er aðeins þáttur í víðtækari hreyfingu, sem gætir í mörgum löndum. Viðhorf hennar mótast af aukinni áherzlu á sakramenti kirkj- unnar og helgisiði. Hefur vafalaust margt verðmætt, sérstaklega i þá átt að dýpkva trúarlífið með helgum iðkunum. Það er dálítið erfitt að svo komnu að dæma um þá hreyfingu, hvert hún raunverulega muni leiða. — Heimatrúboðið norska? — Það byggist á vakningum, sem áttu sér stað bæði þar og i öðrum löndum. Heimatrúboð er rnjög ríkur þáttur í kirkjusögu undanfarandi áratuga, jafn vel alda, í mörgum löndum. Uppliaflega voru það al- þýðlegar vakningarhreyfingar, er leiddu til samtaka og félagsmynd- unar. Ef miðað er við okkar næstu lönd, Noreg og Danmörku, hefur áhrifamáttur þessara samtaka verið mikill. Kristileg leikmannastarf- semi þar hefur mjög verið undir merkjum heimatrúboðsins, og þessum hreyfingum hefur tekizt að gera safnaðarfólkið virkt. Og kristniboðið hefur aðallega verið rekið af slíkum félögum. — Hver er þá afstaða yðar til spíritisma? — Ég geri greinarmun á spíritisma og vísindalegum rannsóknum á sál rænum fyrirbærum. Spíritismi er sú skoðun, sem gengur út frá því, að svonefnd dulræn fyrirbæri séu yfirleitt tilkomin fyrir áhrif framliðinna. Hann gerir ráð fyrir, að það sé mögulegt að komast í samband við framliðna og skýrir dularfull fyrirbæri út frá því. — Aðhyllist þér þessa skoðun? — Ég geri það ekki, nei. Þetta er forsenda, sem menn gefa sér. Við vísindalega rannsókn á dularfullum fyrirbærum gefa menn sér ekki neitt fyrirfram. — Hver er þá afstaða kristninnar til vísindarannsókna á þessu sviði? — Slíkar rannsóknir eiga vitaskuld rétt á sér eins og hvers konar rann- sóknir. Allt sem kemur inn fyrir sjónhring manneskjunnar, á kröfu á því, að vera gaumgefið og rannsakað. — Álítið þér, að þessar rannsóknir séu trúnni til styrktar? — Það getur hvort tveggja verið. En það sem ég hef við spiritismann sem trúarskoðun að athuga, er að þar er gengið útfrá því, að maður- inn eigi leið að sannleikanum til hliðar við Biblíuna. Þar er ég á önd- verðum meið. Það álít ég að kirkjan geti ekki viðurkennt. — Þér álítið þá, að leiðin til sannleikans liggi um Biblíuna? — Já, það hlýtur að vera okkar viðmiðun um hvað er satt og ekki satt í andlegum efnum. Fyrst og fremst vegna þess, að þar höfum við vitn- isburðinn um Krist, sem sjálfur segist vera „vegurinn, sannleikurinn og lifið". Og ef mér er flutt eitthvað annað um Krist og hans hlutverk og hans erindi við mig og hans gildi með skýrskotun til opinberunar gegn- um miðla, heldur en það sem postular og guðspjallamenn flytja mér, þá finnst mér sem kristnum manni ekkert áhorfsmál hverju beri að trúa. — Hvað um sértrúarflokka? — Þeir eru mjög ólxkir. Hver sértrúarflokkur, sem skýtur upp kollin- um, er samvizkuspurning, en það gildir einnig um spíritismann og guð- spekina. Og við hljótum að spyrja: hvers vegna kemur þetta fram? Er það eitthvað, sem við höfum vanrækt, eitthvað, sem kirkjunni hefur sézt yfir? Hefur hún brugðizt einhverjum börnum sínum eða hefur hún ekki náð til þeirra? Þetta hlýtur að vera okkur spurning, en ekki dómur um þetta fólk, heldur að leita orsakanna fyrst og fremst hjá okkur sjálfum. Það er óhætt að segja, að því minni og slappari tök, sem kirkjan hefur, því fleiri verða sértrúarflokkar. Trúarþörfin leitar alltaf útrásar. — Hvað þá um lýðprédikara eins og Billy Graham? — Ég hef engin kynni haft af Billy Graham, en ég hef lesið svolítið eftir hann og séð kvikmynd af honum, þar sem hann prédikaði. Og mér féll það vel. Hann verkaði á mig sem einlægur, heilsteyptur mað- ur með sterkan boðskap. Það má deila um aðferðir og prédikunarmáta, en hann verkaði sannfærandi á mig, það litla sem ég get um það dæmt. Og ég hef ekki rekið mig á neitt í hans boðskap, sem mér hefur þótt óviðfeldið. — Teljið þér, að starf þessara manna sé æskilegt? _ Það álít ég. Maður verður að vera undir það búinn, að einstklingar, Framhald á bls. 28. SAMVINNAN 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.