Samvinnan - 01.12.1959, Qupperneq 16
LYOF TOLSTOY
■y ® © -<s •
Heimili
*
I borg nokkurri bjó Mar-
tin Avdyeeich, skósmiður að
atvinnu. Hann bjó í kjallara,
lítilli, fátæklegri kytru með
einurn glugga. Glugginn sneri
tit að strætinu, og gegnum
liann gat Martin séð vegfar-
endum bregða fyrir, er þeir
gengu framhjá. Að vísu sá
hann lítið annað en stígvél
þeirra, en það nægði. Því að
séreinkenni hvers einstaklings
ltirtust Martin Avdyeeich
ljóslega í ástandi stígvéla
hans. Hann liafði búið lengi
í þessari borg og var þar þaul-
kunnugur. Flest stígvél, sem
til voru þar í nágrenninu
höfðu farið í gegnum liendur
hans fyrr eða síðar. Sum
þeirra hafði hann sólað, límt
bætur á hliðar annara, nokk-
ur hafði hann bætt rækilegar,
jafnvel saumað á þau nýja
boli, ef það reyndist nauðsyn-
legt. Og oftsinnis sá hann sitt
eigið handaverk út um glugg-
ann. Hann hafði alltaf ærið
að starfa, því hönd hans var
lagin og leður hans gott; hann
okraði ekki á viðskiptavinum
sínum og hélt orð sín ævin-
lega. Hann lofaði að ljúka
verkinu á ákveðnum tíma, ef
þess var kostur, væri slíkt ekki
fyrir hendi, gaf hann það
strax til kynna, og blekkti
engan. Allir þekktu Avdyeeich,
enda skorti hann aldrei at-
vinnu. Hann hafði alltaf ver-
ið sómamaður, en er aldur-
inn tók að færast yfir hann,
fór hann að leiða hugann í
vaxandi mæli að sinni eigin
sál, og nálgaðist þannig guð
sinn. Kona Martins hafði dá-
ið meðan hann var enn að
kærleikans
er hús Drottíns
nema iðn sína, en hún liafði
látið honum eftir lítinn dreng,
þriggja ára gamlan. Öðrum
börnum þeirra varð ekki
langrar ævi auðið. Öll hin
eldri höfðu snemma látizt.
Martin liugðist í fyrstu senda
litla barnið sitt út í sveit til
systur sinnar, en síðar tók
liann málið til nánari athug-
unar. „Hann Kapitoshka
minn,“ hugsaði hann, „kann
ef til vill ekki við sig í hús-
um ókunnugra. Því er bezt
að hann verði hjá mér.“ Síð-
an yfirgaf Avdyeeich meist-
ara sinn, tók húsnæði á leigu,
og settist þar að ásamt litla
syni sínum. En Guð veitti
Avdyeeich ekki barnalán. Þeg-
ar Kapitoshka litli hafði náð
þeim þroska, að hann var far-
inn að verða föður sínum til
aðstoðar og ánægju, sýktist
liann og lagðist rúmfastur. í
beila viku lá hann með háan
liita, og dó síðan. Fullur ör-
væntingar fylgdi Martin syni
sínum til grafar — sorg hans
var slík, að hann hóf að mögla
gegn Guði. Hann varð svo
leiður á lífinu, að oftar en
einu sinni bað liann Guð þess,
að liann mætti deyia; og hann
álasaði Guði fyrir að taka
hann ekki til sín, roskinn
mann, en hrífa bess í stað á
brott augastein hans og einka-
son. Og síðan hætti Avdyeeich
að sækia kirkju.
Dag einn bar svo við, að
aldraður kotbóndi kom í
heimsókn til Avdyeeich á leið
sinni frá Troitsaklaustrinu.
Var hann í pílagrímsför, og
hafði þegar verið sii') ár í þeim
leiðangri. Avdyeeich sökkti
sér niður í að ræða við hann
og sagði hontnn frá hinni
miklu sorg sinni. „Guðsmað-
ur,“ sagði hann, „ég kæri mig
ekki um að lifa lengur. Ef ég
aðeins mætti deyja! Sú er mín
einasta bæn til Guðs. Því að
nú er ég vonlaus maður."
Og gamli maðurinn sagði
við hann: „Martin, þér mælist
ekki vel. Hvernig getum við
dæmt gerðir Guðs? Dómar
Hans eru ekki hugsanir okk-
ar. Vilji Guðs var sá, að sonur
þinn dæi, en þú lifðir. Þess-
vegna hentaði það ykkur báð-
um betur en nokkuð annað.
Nú ert þú örvæntingarfullur
sökum þess, að þú hugðist lifa
fyrir þína eigin ánægju.“
„En fyrir hvað á maður þá
að lifa?“ spurði Avdyeeich.
Og gamli maðurinn svaraði:
„Fyrir Guð, Martin! Hann gaf
þér líf þitt, og fyrir Hann
verður þú því að lifa. Og þegar
þú hefur byrjað að lifa fyrir
Hann, mun ekkert liryggja þig
framar, og allir Iilutir verða
þér auðveldir viðfangs.“
Martin var þögull eitt and-
artak. og sagði síðan:
„Og hvernig á maður að lifa
fyrir Guð?“
.. Kristur hefur vísað okkur
veginn. Keyptu guðspjöllin
og lestu þau. Þar er allt út-
skýrt.“
Þessi orð tendruðu eld í
hjarta Avdyeeich, og hinn
sama dag keypti hann sér
Nýja testamentið með mjög
stóru letri, og hóf lesturinn.
Hann byrjaði með þeirri á-
kvörðun. að lesa einungis á
helgidögum, en svo góð áhrif
hafði lesturinn á hjarta lians,
16 SAMVINNAN