Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.12.1959, Qupperneq 18
verulega heyrt röddina. Það var mögulegt, hugsaði hann. Martin sat við gluggann og horfði eins nrikið út um hann og á verk sitt, og hvenær sem nýtt par af stígvélum gekk framhjá, laut hann áfram og starði út, til að sjá andlit veg- faranda eins vel og fótabúnað hans. Húsvörðurinn fór fram- hjá á nýjum flókastígvélum, vatnskarlinn fór framhjá, og síðan gekk garnall hermaður þétt meðfram glugganum. Hann var einn hinna gömlu hermanna Nikulásar, og var í gömlum, ræfilslegum stíg- vélum og bar skóflu í hendi sér. Avdyeeich þekkti hann á stígvélum hans. Karl þessi var kallaður Stepanuich, og bjó hjá kaupmanni einum, er annaðist hann sökum brjóst- gæða. Hann var skyldugur til að hjálpa dyraverðinum. Step- anuich nam staðar fyrir fram- an glugga Avdyeeich til að sópa snjónum burtu. Avdyee- ich leit á hann sem snöggvast, en hélt svo áfram við vinnu sína. „Ég verð skynsamari með aldrinum," hugsaði Avdyee- ich með nokkurri sjálfsfyrir- litningu. „Ég tel mér trú um að Kristur sé að koma til mín, og sjá! svo kemur aðeins Step- anuich til að hreinsa burt snjóinn. Þú ert einfeldningur og draumóramaður, ekkert annað!“ Avdyeeich saumaði tíu spor í viðbót, og leit því- næst aftur út um gluggann. Þá sá hann, að Stepanuich hafði reist skófluna upp við vegginn, og stóð þar hjá og blés mæðinni. „Gamli maðurinn er orðínn mesta skar,“ hugsaði Avdyee- ich. „Augljóst er, að hann hef- ur naumast afl til að ryðja burt snjónum. Ég ætla að gefa honum tesopa. Það sýður á katlinum.“ Avdyeeich lagði frá sér alinn, setti teketilinn á borðið og bankaði á glugga- rúðuna með fingrunum. Step- anuich snerist á hæli og kom að glugganum. Avdyeeich gaf honum bendingu og opnaði síðan dyrnar. „Komdu inn og vermdu þig dálítið,“ kallaði hann. „Það er hrollur i þér, er það ekki?“ „Kristur launi þér! Jú, og ég hef verk í öllum mínum beinum,“ sagði Stepanuich. Hann kom inn, hristi af sér snjóinn og tók að þurrka fæt- ur sína til að ata ekki út gólf- ið, en skjögraði vesældarlega. „Vertu ekki að hafa fyrir því að þurrka fætur þína,“ sagði Avdyeeich. „Ég hreinsa til sjálfur. Það tilheyrir dags- verkinu. Komdu inn og seztu. Hérna, fáðu þér nú tesopa.“ Og Avdyeeich fyllti tvo bolla, rétti gesti sínum ann- an, en hellti úr hinum á und- irskálina og byrjaði að blása á það. Stepanuich drakk úr bolla sínum og setti hann frá sér á hvolf. En augljóst var, að hann vænti þess, að sér yrði boðið meira. „Fáðu þér lögg í viðbót. Gerðu það,“ sagði Avdyeeich og hellti aftur í bolla þeirra beggja. En um leið og hann drakk, gat hann ekki stillt sig um að líta öðru hvoru til gluggans. „Áttu von á einhverjum?" spurði gestur hans. „Hvort ég eigi von á ein- hverjum? í hreinskilni sagt, þá veit ég það varla sjálfur. Ég vænti og vænti þó einskis, en orð nokkurt hefur fest ræt- ur í hjarta mér. Hvort þar var um vitrun að ræða eður ei, veit ég ekki. Líttu nú á, bróð- ir minn! í gær var ég að lesa um Krist, hvað Hann þoldi, og hvernig Hann kom til jarð- arinnar. Þú hefur heyrt um Hann, er ekki svo?“ „Ég hef lieyrt, ég hef heyrt,“ svaraði Stepanuich, „en fá- fróðir aumingjar eins og ég kunna ekki að lesa.“ „Samt sem áður, ég var ein- mitt að lesa um þetta, — hvernig Hann kom til jarðar- innar. Ég las um heimsókn Hans til Faríseans, og hvernig Faríseinn mætti Honum ekki á miðri leið. Þetta var lestrar- efni mitt í gær, bróðir minn góður. Ég las einmitt um það, hvernig þeir hábornu veita Kristi ekki viðtöku á þann liátt, sem vera ber. En ímynd- aðu þér, ég hugleiddi, að ef Hann kæmi einnig til mín eða minna líka — mundi ég taka á rnóti Honum? Símon að minnsta kosti veitti Honum ekki fullkomnar viðtökur. Frá þessum hugleiðingum sofnaði ég. Ég sofnaði, segi ég, bróðir minn góður, og heyrði þá nafn mitt kallað. Ég hrökk upp. Rödd hvíslaði í eyra mér: „Vertu aðgætinn á morgun,“ sagði hún. „Ég er að koma.“ Þetta kom tvisvar fyrir. Líttu nú á! Mundir þú trúa slíku? Mér datt í hug — ég blygðast mín fyrir heimsku mína, en samt sem áður er ég að svipast um eftir honum!“ Stepanuich hristi höfuðið og sagði ekkert, en tæmdi bolla sinn og setti hann svo til hliðar. Avdyeeich tók boll- ann og fyllti liann aftur. „Drekktu dálítið meira. Þú hefur gott af því. Nú virðist mér, að þegar Drottinn vor gekk um kring á jörðunni, þá hafi Hann engum sýnt fyrir- litningu, en vitjað einkum hins óbrotna fólks. Hann var alltaf á rneðal þess. Lærisveina sína kaus Hann úr hópi starfs- bræðra okkar, verkamanna, manna, sem líktust okkur í hugarfari. Hver sem upphef- ur sjálfan sig, segir Hann, mun niðurlægður verða, og hver sem niðurlægir sjálfan sig, mun upphafinn verða. Þið, segir Hann, kallið mig Herra, og ég þvæ fætur ykkar. Þann, sem á að vera fremstur í ykk- ar hópi, segir Hann, látið hann þjóna hinum öllum. Og þess vegna segir Hann: Sælir eru friðflytjendur, og sælir eru hinir auðmjúku og um- burðarlyndu." Stepanuich gleymdi teinu. Hann var gamall maður, auð- mjúkur og grátgjarn. Hann sat og hlustaði, og tárin runnu niður vanga hans. „Drekktu svolítið meira“, sagði Avdyeeich. En Stepanu- ich krossaði sig, þakkaði, ýtti bolla sínum til hliðar og stóð upp. „Þakka þér fyrir, Martin Avdyeeich. „Þú hefur reynzt 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.