Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 20
HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON
Móðir og barn
Madonna í hásæti er eftir Cimabue. Hann hefur stund-
um verið nefndur faðir ítalskrar málaral istar. Cimabue
bjó í borginni Flórens á Ítalíu á síðari helmingi þrett-
ándu aldar og við upphaf þeirra fjórtándu. Hann mál-
aði aðeins nokkrar myndir og menn eru ekki einu sinni
öruggir um, að þær séu allar eftir hann. Samt sem áður
var hann mjög dáður af samborgurum sínum og talinn
bera höfuð og herðar yfir listamenn samtíðarinnar. Skáld-
ið Dante lýsti afrekum hans með mörgum, fögrum orð-
um. Sú saga hefur verið sögð, að þegar Cimabue hafði
lokið við að mála eina af Maríumyndum sínum, liafi
borgararnir í Flórens orðið svo hrifnir af listaverkinu, að
þeir sóttu það heim til hans og gengu síðan með það
fylktu liði til kirkjunnar undir blaktandi fánum og lúðra-
þyt. Síðari tíma menn hafa orðið til að draga afburða-
hæfileika Cimabues í efa. Flestir eru þó sammála um, að
hann hafi jafnan snert kjarna listarinnar og undirbúið
jarðveginn fyrir Giotto, hinn mikla meistara Gótíkurinn-
ar. Það er hreint ekki svo ómerkilegt þegar tillit er tekið
til umhverfis og aðstæðna.
f myndum Cimabues er guðsmóðirin harla torkenni-
leg í augum okkar. Hún er ekki manneskja nema að
hálfu leyti. Hún er fremur tákn en lýsing á gyðinga-
stúlkunni, sem fékk það óviðjafnanlega hlutverk í hend-
ur að fæða og ala upp frelsara heimsins. Rafael fór öðru-
vísi að. Hann málaði Maríu mey sem hina fullkomnu
jarðnesku konu, þá, sem aldrei hefur verið til og aldrei
mun birtast okkur holdi klædd. Fagrir og grannir litir,
klassísk hlutföll á gríska vísu og hátíðlegur blær var keppi-
kefli hans. Það munaði oft ekki nema hárbreidd, að tilfinn
ingasemi bæri listaverkin ofurliði. Ansideimadonnan er
ein þessara mynda Rafaels. Hann málaði hana fyrir ríka
fjölskyldu í Perugia um 1507. Hún átti að hanga í San
Fiorenzo kirkjunni og hefur að líkindum gert það í ára-
tugi eða aldir. En nú er hún eign Ríkislistasafnsins í
Lundúnum. Rafael málaði margar aðrar madonnumynd-
Cimbue: Madonna í hásæti.
20 SAMVINNAN