Samvinnan - 01.12.1959, Page 22
Við eigum heiminn Við eigum heiminn
eigum heiminn
Jólaleikir
Nú styttist óðum til jóla. Jólafríið nálgast og áður en nokkur veit af, er það
komið. Það er gaman að geta varpað frá sér bókum og námi um sinn, og
þurfa ekkert um það að hugsa næstu vikur. En svo fer gjarnan, að tíminn
verður nokkuð langur og tilbreytingarsnauður, þegar dagsins önn og erfiði
er að mestu frávikið, þá sannast hið fornkveðna, að það er illt að vanta nudd-
ið sitt. Og liggur þá ekki beinast við að taka sér eitthvað annað fyrir hendur,
eitthvað, sem fyllir rúm og tíma, eitthvað, sem gaman er að?
Maðurinn er í eðli sínu fullur leiks. Ýmist leikur hann til þess að villa á
sér heimildir, til þess að auðvelda sér samgang við aðra menn eða einfald-
lega til þess að skemmta sér og öðrum. Börn leika sér ýmist eitt og eitt eða
fleiri saman, og þótt leikirnir sjálfir breytist, fylgir leikurinn manninum
fram á grafarbakkann í ýmiss konar formi.
N ýlega barst mér í hendur bók, sem hefur inni að halda nokkra þeirra sam-
kvæmisleikja, sem Ameríkumenn leggja stund á um jólaleytið. Sumir þeirra
eru að vísu þess eðlis, að þeir eiga lítt við skap og kímnigáfu íslendinga, aðr-
ir eru orðaleikir, sem missa gildi sitt við þýðingu, en nokkrir geta gert sér
ganran af þeim, og gert jólafríið þar með ennþá skemmtilegra en ella:
Búðarmannsleikur.
Viðstöddum er skipt í
tvo hópa, annar er kaup-
endur, hinn brúður, en
einum þátttakanda hald-
ið eftir, til að gegna
störfum verzlunar-
manns. Svo hefst verzl-
unin: Einn úr kaup-
endahópnum kemur til
verzlunarmannsins og
segist vilja kaupa brúðu.
Þá sýnir verzlunarmað-
urinn brúðuhópinn, allt
fyrsta flokks vöru. Þær
eru náttúrlega raun-
verulegar brúður, með
stífa limi og starandi
augu. Væntanlegur
kaupandi vill nú fræðast
22 SAMVINNAN
issa spurninga í því sam-
bandi, svo sem: Lokar
hún augunum? Segir
hún mamma? o. s. frv.
Verzlunarmaðurinn er
náttúrlega áfjáður í að
selja sína vöru og sýnir
kaupanda allar þær
kúnstir, sem brúðan get-
ur gert. Hallar henni
aftur á bak svo hún loki
augunum, ýtir á mag-
ann á henni til þess að
láta hana segja mamma
o. fl. Geti brúðan ekki
haldið sínum tjáningar-
lausa svip og brosi eða
hlægi, eru kaupin um
garð gengin. Markmið
leiksins er því að brúð-
an haldi virðingu sinni
sem lengst. Þessi leikur
getur orðið býsna
skemmtilegur.
Sömuleiðis.
Þátttakendur sitja í
hring, utan einn, sem
stendur í miðjunni.
Miðjumaðurinn bendir
á einhvern í hringnum
og segir: Gleðileg jól.
Sá sem bent er á verður
að segja: sömuleiðis, áð-
ur en hinn hefur lokið
hátíðaóskum sínum. Ef
það nær ekki fram að
ganga, verður sá sem
bent var á að fara í
hringinn, en hinn má
taka sæti hans. Sama
skeður, ef sá ábenti seg-
ir: sömuleiðis, áður en
hinn hefur sagt nokkuð,
en það er alltítt, ef
miðjumaðurinn bendir
snöggt á einhvern án
þess að segja neitt.
Jólabjöllur.
Hverjum gesti er gefinn
viss fjöldi af jólabjöll-
um, sem klipptar hafa
verið úr pappa. Þeir
skulu síðan verzla með
bjöllurnar, þannig að
spyrja hver annan spjör-
unum úr, og sá sem getur
fengið einhvern til að
segja já eða nei, skal fá
eina bjöllu fyrir hvert