Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.12.1959, Blaðsíða 25
Hafreiðar var hlæðir hlunns í skírnarbrumi, Hvíta-Krists sá er liæsta hoddsviptir fekk giftu. (Farmaðurinn var í skírnarbrunninum, sá maður, er fékk liina rnestn gjöf, (giftu), af Kristi.) Hér er um að ræða hina eiginlegu gjöf andans, er hlotnast í skírninni. í samræmi við skoðun Páls postnla, að maðnrinn er samsettur af líkama og sál, en tekur við anda guðs í skírninni. En að skoðun miðalda endurný- ist sú gjöf í sakramentunum, samanber Fornbréfasafn II bls. 711. í því er þá engin mótsögn, er Arngrímur ábóti Brands- son (d. e. 1311) orti um Guðmund góða: — sínum framdi siklingur mána seima skipti andargiftnm, — (himnakóngurinn styrkti manninn með gjöfum til sál- arinnar). Önd er venjulega haft um sál, anima. Hins vegar er nokkur hugmyndaruglingur hjá Einari Gilssyni, er hann orti: Gerði allt með einu orði, orð skýra svá, drottinn forðum. Greindi síðan allvaidr anda andar gifta smíði vandat. (Drottinn skapaði forðum allt með einu orði. Svo segir ritningin. Síðan greindi drottinn englanna í sundur hið vandaða verk gjafa sálarinnar). Það er ekki með ölln rétt að nefna sköpunarverkið anda(r)gifta smíð, en hér hafði Einar ekkert að styðjast við í eldri gerðum Guðmundar sögu. í Lilju segir, að heilagur andi sé „hreinferðugastr“, þ. e. siðferðilega skýrastur, en þetta minnir á bænina á 3. í hvítasunnu: corda nostra clementer expurget, þ. e. lneinsa hjörtu vor mildilegast. Og í Sólarljóðum er sagt: Heilagr andi himins, sem minnir á allelúja á laugardegi í imbruviku hvítasunnu: Spiritus ejus ornavit cælos. (Job 26): Andi lians prýðir himin. Andagift eða gift(a) er notað um innblástur heilags anda. Til að mynda í yngri Jóns sögu helga, kap. 15.: Jón svarar af gift heilags anda ok mikilli kennispeki. Sömu hugmynd er lýst í Páls sögu byskups, kap. 2, á þessa leið: skaut inn helgi andi honum því í hug. í bréfi Eilífs erkibiskups 1327 er svona komizt að orði: greiðandi hvassleika várrar skynsemdar at helgum anda í blásanda. Fornbréfasafn II, bls. 624. «- Skírn Jesú. Mynd ú veggteppi frá 17. öld. Þegar lýst er kjöri Laurentíusar til biskups í sögu hans, kap. 38, er sagt, að hann liafi fremur verið kjörinn af nrildi guðs eftir tilvísun lieilags anda lieldur en forn- um óvinum sínum, því heilagur andi „blés þeim þat í brjóst." Sama hugmynd um guðlegan innblástur og rétt- læti kemur fram í inngangsorðum dóma, er segir: „að heilags anda náð til kallaðri“. Finnst þetta elzt 1485 í kirkjulegum dómi, Fornbréfasafn VIII 74, og 1502? í al- þingisdómi, sama bls. 82. Tíðkast svo þessi inngangsorð um nokkrar aldir. Hugmynd þessi kernur þó fyrir miklu fyrr í heimildum, í vísu Guðmundar Oddssonar í íslend- inga sögu, kap. 77: Mjök hefr málalyktir nrenrýranda ins dýra, vegr Sturlu þvarr varla, vandat heilagr andi. (Heilagur andi hefur gert góðan endi á málum hins á- gæta höfðingja. Vegur Sturlu þvarr varla). Afbrigði af kenningunni um sjö gjafir heilags anda má finna í samstæðunni í Páls sögu byskups, kap. 7: „En allsvaldandi guð, er hans gift ok gæfu lét ávallt vaxa, þar sem gift og gæfa er sammerking; það, senr einhverjum er gefið, sbr. einnig gáfa. Hér er kristið heiti fyrir hið eldra „hamingja“ úr lreðni. I Ijóðinu Leiðarvísan orti höfundurinn á 12. öld: — minn styrki vel verka vandann heilagr andi. Og úr íslenzku bæninni í AM. 241 a fol. frá fyrra hluta 14. aldar má taka: „Guð allsvaldandi, send nrér anda þinn góðan ok réttan, sá er önd mína ok líkanr varð- veitir“. Sama hugsun er hjá Arngrínri ábóta: Allir lofa þar ástar fullir anda guðs, er oss firrir grandi. Og af Bifalnings bæninni, AM 696, 4to, ragm XXVIII sést, hvernig einstaklingur unr 1500 felur sér á gæzlu andans, sbr. AM. 667, 4to fragm XVI. Og er hinn ó- knnni lröfundur bænarinnar AM. 241, 4to segir: „Lýsi mik inn lrelgi andi ok fyrirgefi mér, allsvaldandi, allar syndir mínar“, þá minna þau orð á lrina fögru sekvenzíu hvítasunnunnar: Veni Creator Spiritus. Það er og eðlilegt, að frjáls þýðing á því ljóði skuli vera til frá 12. öld og nefnist Heilags anda vísur. Það er og eðlilegt, að heilagur andi hafi mikilvægu hlut- verki að gegna í hinum hvíta varnargaldri. Ástæður til þess er sá kraftur, senr talinn er búa í nafni heilags anda. Eitt af verkum heilags anda í niðurstigningu Krist til Heljar, hefur og haft þýðingu í þessa átt. í Leiðarvísan er því lýst á þennan hátt: — áðr batt flærðar fróðan fjanda heilagur andi fast ok fyrða leysti fremdar styrks ór nauðum. Samanber þó Niðurstigningar sögu, þar sem Kristur vinnur þetta verk. Framhaltl A bls. 38. SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.