Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Page 28

Samvinnan - 01.12.1959, Page 28
Biblían er engin sögubók Framhald af bls. 9. útvaldir til að ná eyrum fjöldans, komi fram, þó við hinir gerum það ekki. — En leikmannastarfið innan kirkjunnar? — Kirkja án leikmannastarfa er lömuð. Kirkjan er ekkert annað en samfélag „leikmanna“, og presturinn er einn t hópnum. Hann gegnir þar sínu hlutverki. Án leikmanna er hann bara prestur fyrir sjálfan sig og það er mjög illa gerður hlutur. — Hefur leikmannastarfið verið árangursríkt hér? — Það hefur verið alltof takmarkað. Og miðað við breyttar þjóðfé- lagsaðstæður er það orðið alls endis ófullnægjandi. — Hefur kirkjan gert mikið til að örfa leikmannastarfið? — Hún hefur verið talsvert á báðum áttum með hvernig hún eigi að standa að því. Hér hefur verið unnið mikilvægt leikmannastarf á veg- um KFUM og kristniboðsfélaganna. Það eru félög leikmanna, sem vinna á kristilegum grundvelli að trúarlegum viðfangsefnum. Æði margir leikmenn hafa starfað í sunnudagaskólum, og svo hefur hver kirkja auðvitað sxna leikmenn starfandi við guðsþjónustuhaldið. — Er það leikmanna sök eða forráðamanna kirkjunnar, að leikmanna- starfið er ekki meira en raun ber vitni? — Ég býst við, að það sé erfitt að tala um sök eins eða neins. Frekast mundu það þá vera við prestarnir, sem sökina bæru. Ég býst við, að þá hafi ekki skort vilja eða vit, heldur að þá hafi skort tóm til að virkja þennan karft. Kirkjan var búin að byggja sig upp með aldastarfi þannig, að leikmenn voru virkir meðlimir í hennar félagsskap. Það gerði hún með því að leggja áherzlu á trúariðkun heimilanna. Hús- lestrarnir gömlu voru leikmannastarf. Þegar móðir kennir barni sínu signingu og bænir, þá er það einnig kirkjulegt leikmannastarf. Þessi form hafa hrunið eins og svo mörg önnur í byltingum nútímans og ekki hefur enn tekizt að skapa ný í staðinn. .— Hvaða áhrif hafa bibiíurannsóknir og fornleifafundir haft á skiln- ing manna á liiblíunni, styikt eða veikt hana sem söguheimild? — Fornleifarannsóknir hafa haft stórmikil jákvæð áhrif á viðhorfið til Biblíunnar sem söguheimildar. Þær hafa opnað nýja heirna og komið okkur á margt spor, sem áður var hulið. Samanburður á þeim upplýs- ingum, sem Biblían veitir og þeim staðreyndum, sem fornleifarann- sóknir hafa leitt í Ijns, hafa yfirleitt verið Bibliunni í vil. En gildi Bib- líunnar stendur livorki né fellur þar með, þ\i hún er engin sögubók. Hún er opinberun. Sögulegar staðreyndir, sem þar eru íaktar, eru algert aukaatriði fiá sjónarmiði hennar sjálfrar. Sagan er umgjörð. Á hinn bóginn er gott til þess að vita, að þessi umgjörð er svo traust sem hún er. — Hafa þessar rannsóknir lileypt stoðum undir trú manna á boðskap- inn? — Sumra. Þeir sem á annað borð leggja mikið upp úr því, hvernig farið er með sögulegar staðreyndir, styrkjast vitaskuld í sinni trú á annað, sem í Biblíunni er. Biblían hefur verið íannsökuð meira en nokkur önnur bók. Og eftir alla bá rannsókn, sem hún hefur veiið lögð undir, má það í raun og veru furðulegt heita, að nokkuð skuli standa eftir. Henni hefur ekki verið hlíft. Það er fjarri því. En ef við miðum við það aldarskeið, sem hún hefur gengið í gegnum þennan eld, þá held ég að hún standi með sinn pálma eftir sem áður . — Hvað um vandamál kirkjunnar hér í dag? — Þau eru fjarska mörg. Miklum þorra þjóðarinnar þykir vænt um kirkjuna. En vandi kirkjunnar er sá, að þessi væntumþykja er of sjálf- sögð. Kirkjan er verðmæti, sem menn vilja ckki að þjóðin missi. Menn eiga þetta sem bakhjarl, einhvers staðar, og láta sig það svo engu skipta meir. Þetta er að vissu leyti hliðstætt foreldra- og makaást, sem við göngum að dags daglega eins og sjálfsögðum hlut, eigum allt af víst, en sinnum ekki um, rækjum ekki, teljum okkur ekki þurfa að leggja neina alúð við. Eigum þetta. Svo kannske einn góðan veðurdag uppgötvum við, að við eigum það ekki iengur. Þú er of seint að bæta um. — Hafið þér áform um enduiskipulagningu kirkjunnar? — Ekki þannig mótuð, að ég geti neitt um þau sagt. Það þarf fjölda- margt að breytast. En líklega bezt að vera fáoiður um það, sem manni kann að detta í hug í því sambandi. — Hvað á að gera við Skálholt? — Það er undarlegt, að það skuli yfirleitt vera nokkur spurning. En þó er það svo. Skálhoit er svo dýrmætur höfuðstóll fyrir þjóðina og sérstaklega fyrir kirkjuna, að við ættum ekKÍ að þurfa að vera í vand- ræðum með það. En sannleikurinn er sá, aö þannig er kornið, að við erum í vantla staddir meo SKálholi. Þessi höfuðstóil er alltof dýrmætur til að xiggja óávaxtaour eða vera bruðlað einhvern veginn. í Skálholti þurfum við að fá kirkjulega menningarnriðstöð og menntastofnanir, þar sem bezlu inönnum kirkjunnar sé SKöpuð aðstaða til að lifa og starfa. Þar á að skapa helgistað. Sú kiiKja, sem nú er í byggingu í Skálliolti, þarf að verða ein höfuðKÍiKja landsins, og það verður hún ekki nema mannlífi séu sköpuð skilyrði þar. Það mannlíf á að vera byggt upp á grunni erfðanna, sein Skáiholt er helgað af og miða í sömu átt. — Mun kirkjan beita sér fyrir því? — Ég vona að hún beri gæfu til þess. — Hvað um Hallgrímskirkju? — Það er vitaskuld sjálfsagður hlutur, að hún komist upp. Enda þegar byrjað á henhi; búin að vera lengi á döfinni, og þó að þetta sé stórt mannvirki, þá er það í raun og veru hégómamál fvrir hina dug- legu athafnamenn, Reykvíkinga. — Álítið þér að kirkjurækni Reykvíkinga réttlæti þessa byggingu? — Það mál líka spyrja á annan veg: Kirkjuþörf Reykvíkinga, réttlælir hún slíka byggingu? Kirkjurækni Reykvíkinga er sjálfsagt ekki mikil; hún er raunar mjög lítil, cn ein orsök þess cr su, að 'þéir Iiafa ekki haft kirkjur, ckki vanizt þeim. Það rækir enginn það, sem hann ekki þekkir. Og hér vex upp heil kynslóð, sem varla sér kirkju. Við höfum, þorri okkar, ekki lieyrt klukknaliringingu nema þegar við heyrum í Landakotsklukkunum. Og ef að á að bíða eftir því, að nógu margir verði innkulsa af því að standa úti fyrir kirkjudyrum í þeirri von að komast inn í öllum þrengslunum, þá er það náttúrlega sjónarmið út af fyrir sig. En kirkjuiega séð hljótum við að miða við það, að fólkið liafi þörf fyrir að koma í kirkju, eigi að gera það og að kirkjan eigi að skapa því skilyrði til að komast þar inn. Það er ekki alltaf svo, að þörfin eigi að koma fyrst, sums staðar teljum við okkur skylt að skapa hana. — Hvað um kirkjuna og nýjar listastefnur? — Kirkjan þarf að vera opin fyrir listinni í nýjum myndum eins og hún hefur verið opin fyrir henni í eldri myndum. ICirkjan ætti að vera vettvangur fyrir alla listsköpun. — Eru nútíma-listastefnur verr fallnar til þjónustu kirkjunnar en eldri stefnur? — Það held ég ekki. Það er að vísu erfitt að tala um nútíma-listastefnur. þar kennir margra grasa. En ég er sannfærður um, að listin sjálf og listamennirnir eru ekkert verr fallnir til að þjóna kirkjunni nú cn áður. Hitt er annað, að íslenzka kirkjan er svo raunalega fátæk, að hún getur ekki borgað iist. Þjóðfélagið býr þannig að kirkjunni, að það er í raun og veru undur, að við skulum koma upp þeim kirkjum, sem við byggjum í dag. Það er fjarska undarlegur hlutur, að þjóðfélagið skuli leggja minna til kirkjubygginga heldur en til félagsheimila, og þar með gefa í skyn, að kirkjan sé ólíklegri vettvangur fyrir menningarstarf- semi heldur en önnur samkomuhús. ___ Álítið þér, að trúarlegra viðhorfa gæti jafnmikið í nútímalist sem eldri list? ___ Þau eru duldari en áður. Þeirra gætir mjög víða og kannske oft, þar sem maður varar sig sist á. Fjöldamargir listamenn eru trúarlega leitandi, og þeir hafa fundið það í list sinni, að jieir voru í snertingu við eitthvað, sem er fyrir ofan. Þeirra viðleitni er oft að tjá skynjun, sem er ekki af þessum heimi. Og |iað hefur verið sagt, ég held jiað sé rétt. að enginn sannur listamaður sé trúlaus. — Að síðustu nokkur orð um framtíðarstöðu íslenzku þjóðkirkjunnar. — Mínar vonir um framtíð þessarar þjóðar eru nátengdar vonum mín- um um framtíð kirkjunnar. Ég cr þeirrar skoðunar, að kirkjan eigi jiað í fórum sínum, sem jijóðinni er ómissanlegast. Mótun [ijóðarinnar á þessum umrótstímum er undir jiví komin, hvaða áhrif kirkjunni tekst að hafa á þjóðlífið. Að hve miklu leyti kirkjan getur í framtíðinni orðið það, sem hún hefur verið þessari þjóð. Hún hcfur verið sá móðurbarm- ur, sem Jijóðin hefur leitað athvarfs hjá í baráttu og erfiðleikum. Hún hefur verið |iað andrúmsloft ,sem allt jiað bezta í þjóðarsálinni hefur dafnað í. Hún hefur mótað siðgæðishugmyndir okkar, og boðskapur hennar er æðsta hugsjón um mannlegt líf. Ég bið af heilum hug bænar jijóðsöngsins „verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut." Hvort sú bæn verður lieyrð, bað er spurningin um framtíð kirkjunnar. Baldur Óskarsson. 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.