Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1959, Side 32

Samvinnan - 01.12.1959, Side 32
á öllum hæöum AUSTURSTRÆTI rft Askja Framhald a£ bls. 27. ustu von Knebels, Victorinu von Grumbkow. Fyrir þessu var enginn fótur. Sumarið 1908 fór ungfrú Grumbkow til íslands þeirra erinda, að reyna að ráða gátu þessa Oskjuslyss, og var með henni ungur þýzkur jarðfræð- ingur, Hans Reck. Eftir að hafa ferðast víða um landið komu þau í Öskju 14. ágúst. Hefur von Grumbkow síðar lýst því í bók sinni, ísafold, hvernig Askja orkaði á hana við fyrstu sýn: „Hér er allt hreint og ósnortið eins og hönd skaparans gekk frá því. Fá hjálpargögn þurfti móðir jörð til þessarar undrasmíðar, aðeins himin, vatn, hamra og eldinn í eigin skauti.“ Eftir árangurslausa leit í eina viku hlóðu Reck og Grumbkow vörðu þá, sem enn stendur á norðurbarmi Öskjuvatns, skammt vestur af Víti, til minningar um þá félagana, er þar týndu lífi, og klöppuðu nöfn þeirra á grágrýtishellu, er enn sér. Síðan lét ungfrúin róa sér út á Öskjuvatn, varp- aði þar fyrir borð kistli, sem hafði að geyma sameiginlegar minjar hennar og unnustans, og skildi síðan við Öskju og við fortíð sína. Sálarfrið hafði hún öðlazt að nýju við Öskju. Hún giftist síðar fylgdar- manni sínum í leitarleiðangr- inum, dr. Hans Reck, sem varð frægur eldfjallafræðing- ur. Hann kleif Herðubreið fyrstur manna, sumarið 1908. Nær réttri hálfri öld eftir slysið í Öskju var sá, er þetta ritar, staddur við vörðuna á barmi Öskjuvatns, sem farar- stjóri ferðamannahóps. Við lögðum þá í vörðuna lítinn vönd eyrarrósa, fegursta blómsins, sem íslenzkar auðn- ir fóstra, og minntumst þeirra manna, sem þar höfðu fórnað lífinu fyrir það, sem er inn- tak allra sannra vísinda og lista, leitina að sannleikanum. Áður en þau von Grumb- kow og Reck fóru í Öskju ferðuðust þau víða um land- ið, sem fyrr getur, og m. a. austur á Síðu og upp að Laka- gígum. Þau þurftu í þeirri ferð að fá sig ferjuð yfir Skaptá hjá Skál og ferjaði þau stúlka á 10. ári og veitti þeim ýmsa aðstoð. Ungfrú Grumbkow varð svo hrifin af stúlku þessari, að hún skrif- aði sóknarpresti hennar bréf og bað hann að reyna að koma því í kring, að stúlkan fengi að fara með henni til Öskju og síðan til Þýzkalands. Heimilishögum var þó ekki þann veg háttað, að úr þessu gæti orðið, móðirin nýorðin ekkja og unga stúlkan aðal fyrirvinna heimilisins. En síðar dreymdi þessa stúlku stöðugt um að komast ein- hverntíma í Öskju. 49 árum síðar stóð hún í okkar liópi við Knebelsvörðuna. Því nú, á öld jeppa og ann- arra öræfabíla, er allt annað og auðveldara að komast í Öskju en áður var. Auðveld- ust er leiðin úr Mývatnssveit, um Herðubreiðarlindir, ekki sízt síðan sæluhús var reist í Lindunum. Vegurinn suður í Herðubreiðarlindir má heita greiðfær, suður frá lindunum er fyrst yfir hraun að fara, sem ekki er fært öðrum bílum en öræfabílum, og tekur ferð- in yfir það hraun á annan klukkutíma, en síðan er um tveggja tíma greiðfær akstur og glöggar slóðir vestan Upp- typpinga og vestur með Vað- öldu norðanverðri, í austur- hlíð Dyngjufjalla, norður af Dyngjuvatni. Þarnæst er haldið upp eftir hrauninu, sem runnið hefur út um Öskjuop. Það er úfið apal- hraun og myndi ófært bílum með öllu, ef ekki hefði hlaðið í það vikri í gosinu 1875. Get- ur þar að líta vikurköggla allt að hálfum metra í þvermál. Eftir þessum vikrum er hægt að aka nær klukkutíma og er þá ekki nema röskur klukkutímagangur að Öskju- vatni. Samanlögð ökuleið úr Herðubreiðarlindum er um 32 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.