Samvinnan - 01.12.1959, Síða 38
Heilagur andi í kveðskap . . . .
Framhald a£ bls. 25.
Helgisiðir kirkjunnar og myndir hafa haft sterk áhrif á
söfnuðinn, að ógleymdum prédikunum og hómílíum;
samanber t. d. hvítasunnuhómílíuna í Kálfafellsbók,
AM 677, 4to.
Söfnuðurinn hefur þá tileinkað sér vissa þekkingu á því,
hvernig heilagur andi birtist í dúfulíki, eða í eldtungum,
eða ljósbjarma.
Tvö þýðingarmestu undrin í sambandi við Guðmund
góða eru tengd þessu. í elztu sögunni, kap. 18, er sagt,
að Guðmundur lá á bæn í Viðvíkurkirkju, er bóndinn
Már Finnsson kom inn og sá lítinn fugl fljúga upp af öxl
hans og hverfa. Þar næst er sagt, að hann vissi ekki, hvað
fugla það var, því hann var óvanur að sjá heilagan anda.
Þetta innskot í afsökunartón vantar í Prestssöguna, kap.
14. í yngstu sögunni, kap. 7, er fuglinn orðinn drifhvít-
ur, og yrkir þá Einar Gilsson:
Út fló öxl af gætis
einn fugl siða hreina,
því er dýrð um ask orðin
alkunn breka sunnu.
(Út af öxl gætis hreinna siða flaug fugl. Því er dýrð guðs-
mannsins orðin alkunn).
í þessum sömu kapitulum er lýst, hvernig vitur og skyn-
söm kona sá eld svífa út úr munni hans um messu. Einar
lýsir því þannig:
Eld sá eik hvar mildust
orma ness um messu
stóð af stefja leiðu
stund eina Guðmundar.
Vells kvað vitran fulla
verk dásamlig merkja
hrund, at heilagr andi
hans embættis gætti.
(Sú guðhrædda kona sá einu sinni í messu, að eldur stóð
út af munni Guðmundar. Konan sagði að þessi full-
komna opinberun þýddi dýrleg verk, að heilagur andi
gætti þjónustu hans.)
í yngstu sögunni fylgir lýsing á bjarma um herðar og höf-
uð honum í annað sinn í messu; ef til vill samið upp úr
fordæmi Dunstans í kap. 27.
En í elztu sögunni er skemmtilegur útúrdúr í 11. kap.
um höfuðskepnurnar, þar sem eldinum er líkt við guð-
dóminn. Þetta vantar í yngstu söguna kap. 50.
Vegna þess, hve andinn er máttugur, var þá heitfest í
heitbréfi Eyfirðinga 1477 að syngja heilags anda messu,
þ. e. a. s. hvítasunnumessu í styttri mynd til að firra öllu
grandi.
Og að lokum mætti hafa yfir seinni helming fyrstu vísu
í Píslargráti:
— heilagur andi á hverri stundu
hér rennandi um heiminn þenna,
blási hann oss í brjóstin þessi
beztum ráðum guðdóms náða.
38 SAMVINNAN
Fyrstaflokks bómullar-, gerfisilki- og prjónasilki dúkar
ekta litir nýtízku mynstur fullkomin vinna.
Textile Industry
of
the
LODS, Narutowicza 13, Poland
mælir með þessum vörum.
Hefir auk þess mikið úrval vefnaðarvara, svo sem
Húsgragnaáklæði og dúka.
Lérefts dúka.
Strigaefni og strigapoka.
Skyrtur — náttföt — buxur.
Sængurfataléreft, handklæði, lök.
Blússur og kjóla.
Hárflóka og ullarhettur.
Smávörur til saumaskapar.
Vasaklúta.
Gólfteppi.
Bómullartvinna.
Hörtvinna.
Borðvaxdúka
Gluggatjöld.
Gjörið svo vel að leita fyllri upplýsinga hjá:
PÓLSKA SENDIRÁÐINU, Hofsvallagötu 55, Reykjavík.
„ELEKTRIM“
Póiskt utanríkisverzlunarfyrirtæki fyrir rafbúnað h.f.
Warszawa
Czackiego 15/17
Poland
Simncfni: Elcktrim Warszawa
býður fyrsta flokks pólska raf-
búnaðarframleiðslu, svo sem:
Allskonar rafmagnsvélar. Spenna.
Hreyfla og rafala. Rafhitunar-
tæki. Rafdráttartæki. Lág- og
háspennurofa. Rafmagnsmæl-
tæki. Ræsa og viðnám. Vatns-
þétta og eldtrausta rofa. Loft-
skeyta-, útvarps-, sjónvarps- og
bergmálstæki. Elektronisk tæki
fyrir iðnað. Raf-sírenur. Tal-
síma- og ritsíma-útbúnað og
tæki. Rafstöðvar. Rafstrengi og
raftaugar. Einangrara úr postu-
líni. Raflagningarefni allskonar.
Allar upplýsingar veitir:
PÓLSKA SENDIRÁÐIÐ,
Hofsvallagötu 55,
Reykjavík
I/ ÐéktflHÍ