Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 2
V!Ð ÞIÁ9SÓ, Ljósm.: Þorvaldur Ágústsson samvinnan ÁGÚST 1960 - LIV. ÁRGANGUR, 8. Útgefandi: Samband ísl. samvinnufélaga Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Sveinsson. Blaðamenn: Örlygur Hálfdanarson, Dagur Þorleifsson. EFNI: 3. Fræðslumál, Guðmundur Sveinsson. 4. Aðalfundur SÍS að Bifröst. 7. Pier Luigi Nervi, Skúli H. Norðdal. 10. Ferðaminningar frá 1954, Vilhjálmur Einarsson. 11. Ævintýri frá Hawaii, framhaldssaga fyrir börn. 15. Kosningadagur, smásaga eftir Friðjón Stefánsson. 16. Fáeinar myndir úr veiðiför. 17. Framhaldssagan, Sagan eilífa, eftir Karen Blixen, sögulok. 21. Stjörnuspá fyrir ágústmánuð. 22. Súdan, niðurlag greinar eftir Ólaf Ólafsson. 23. Erlent yfirlit eftir Dag Þorleifsson. Blaðið kemur út mánaðarlega. Ritstjórn og afgreiðsla er í Samfoandskúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími er 17080. Verð árg. er kr. 120, í lausasölu kr. 12.00. Gerð myndamóta annast Prentmót h. f. Prentverk annast Prentsmiðjan Edda h. f. Bifrösí — fræðsludeild 1 leiðara þessa blaðs gerir Guðmundur Sveinsson, skólastjóri Samvinnuskólans, grein fyrir þeirra nýskipan fræðslumál- anna, sem stjórn Sambandsins hefir ákveðið. Samkvæmt þeirri skipan skipt- ist fræðslustarfið í tvo þætti, annars veg- ar Bifröst - fræðslu deild -, hins vegar Upplýsingadeild. Undir fyrri þáttinn heyrir Samvinnu- skólinn, Samvinn- an, Hlynur, Bréfa- skólinn og bein fræðsla til Útvarps og blaða. Undir seinni þáttinn heyrir erindisrekst- ur húsm.fræðsla upplýsingastarfsemi. Guðmundur og hvers konar Stjórnandi Bifrastar - fræðsludeildar - Örlygur Gunnar er Guðmundur Sveinsson. Deildar- stjóri verður Örlyg- ur Hálfdanarson og yfirkennari Sam- vinnuskólans verð- ur Gunnar Gríms- son. Hlyni - blaði samvinnustarfs- manna - var áður ritstýrt af Örlygi Hálfdanarsyni, en nú tekur Dagur stjórn Hlyns. Jafnframt því verður Dag- ur áfram blaðamaður við Samvinnuna og fulltrúi í deildinni. Ferðahandbókin. Hótel Bifröst réðist í þau nýmæli á þessu sumri að gefa út Ferðahandbók, sem var hin fyrsta sinnar tegundar hér- lendis. Bókin fékk hinar beztu viðtök- ur og seldist upp hjá forlaginu á svip- stundu. Kom í ljós að mikil þörf var fyrir slíka bók og hafa útgefendur verið hvatt- ir til þess af áhugamönnum um ferða- mál, bæði þeim sem hafa af þeim bein- an hag eða óbeinan, að hverfa ekki frá þessari útgáfustarfsemi, heldur miklu fremur auka hana. Á það má að lokum minna, að sam- vinnufélögin hafa um áraraðir haft for- yztuna um hótelrekstur í landinu og reka víða gistihús, ber þar sérstaklega að nefna Hótel Bifröst og Hótel KEA. Það er því í rauninni eðlilegur gangur mála að samvinnumenn sinni ferðamálum, t. d. með útgáfu ferðahandbóka svo eitthvað sé nefnt. Stjórnarformaður SÍS. Á nýafstöðnum aðalfundi SÍS baðst Sigurður Kristinsson, fyrrum forstjóri Sambandsins, eindregið undan endur- kosningu. I hans stað var kosinn Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Eyfirðinga. Þórður Pálmason, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og Skúli Guðmundsson, al- þingismaður, áttu báðir að ganga úr stjórninni en voru endurkjörnir. Finn- ur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri á Húsavík, var kjör- inn í stjórnina. Hann var áður í vara- stjórn. í varastjórn voru kjörnir þeir Guðröður Jónsson, kaupfélagsstjóri á Norðfirði, Bjarni Bjarnason, skólastjóri, og Kjartan Sæmundsson, kaupfélagsstjóri í Reykjavík. Ólafur Jóhannesson, prófessor, hefir verið endurskoðandi Sambandsins und- anfarin ár. Hann baðst eindregið undan endurkosningu og var Jón Skaftason, al- þingismaður, kjörinn í hans stað. Hinn endurskoðandi SÍS er Páll Hallgrímsson, sýslumaður. Kennari við Samvinnuskólann. Frá því að Samvinnuskólinn var flutt- ur að Bifröst hefir Hróar Björnsson gegnt störfum tómstunda kennara. Hróar hefir nú að eigin ósk látið af þeim störfum. Mun hann taka við smíða- kennarastörfum að Laugum í Þingeyj- arsýslu, heima- byggð sinni, en Hróar er frá Brún í Reykjadal. í hans stað hefir Vilhjálmur Einarsson, íþrótta- maður, verið ráðinn að Samvinnuskól- anum. Vilhjálmur ritar í þetta hefti Samvinnunnar Ferðaminningar frá 1954. Vilhjálmur Jakob 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.