Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 30
w
að framleiðsluaukning matvæla geti
haldist í hendur við hina öru fjölg-
un þeirra munna, sem þarf að metta.
Kínverjar eiga því naumast um nema
tvennt að velja: Að takmarka fjölda
barnsfæðinga að dæmi Indverja, eða
fara að dæmi nazistanna þýzku — og
sinna eigin forfeðra — og afla sér
meira „lífsrýmis“. Og er ekki annað
sýnna en þeir Iiallist að síðari kostin-
um. Þegar haft er í huga, að bæði sunn-
an og norðan landamæra Kínaveldis
eru tiltölulega strjálbýl og mjög auðug
lönd, verða horfurnar enn óálitlegri.
En hví skyldu Kínverjar vera fjand-
samlegir vinsamlegri sambúð Rússa og
Bandaríkjamanna? Svör munu finnast
við þeirri spurningu, ef vel er leitað.
Ef þessar tvær voldugustu þjóðir heims
stæðu saman sem ein, hlyti framvinda
lieimsmálanna nær algerlega að vera í
höndum þeirra. Þá yrði kínverski drek-
inn að draga að sér klærnar. Meðan
hin „hvítu“ stórveldi eyða kröftum
sínum með innbyrðis deilum, sér
hann sér hins vegar leik á borði. Því
verður að teljast áríðandi, að leiðtog-
ar Rússa og Bandaríkjamanna geri sér
sem fyrst ljóst, hve gífurleg ógnun
„gula hættan" er í dag fyrir frið og
öryggi í heiminum, og breyti sam-
kvæmt því. Dagur Þorleifsson.
Ferðaminningar ....
Framh. af bls. 11.
frá fljót. Eftir nokkra íhugun klifra
ég aftur upp í, en í því rennur lestin
af stað. Hún liafði þá þurft að stanza
meðan önnur lest fór yfir ána og
kom til „Biel, Bienne“ 10 mín. síðar,
Enn var þjarkað við fólkið á braut-
arstöðinni. Ég þurfti að fara til staðar,
sem hét „Magglingen“. Mér skyldist að
ég ætti enn einu sinni að taka lest, og
eftir öll geðbrigði dagsins trúði ég nú
hverju sem var, og vildi fá keyptan
miða. Það var þá eigi hægt á þessari
stöð, ég þurfti til annarrar stöðvar.
Botnaði ég nú hvorki upp né niður.
Fékk nafn þeirrar stöðvar skrifað á
blað, sem ég rak framan í leigubíl-
stjóra. Hann glotti og keyrði mig fyrir
næsta horn, en þar var þá stöðin. Þetta
reyndist vera járnbrautarlyfta, sem lá
beint upp á fjall. Ég hitti svo á, að
30 SAMVINNAN