Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 17
Útþennslustefna
Kínverja
Ef teknir eru til meðferðar stór-
viðburðir á sviði heimsstjórnarmál-
anna það sem af er þessu ári, hefur
efalaust enginn vakið meiri athygli
en Parísarfundur leiðtoga fjórveld-
anna, sem fór út um þúfur þegar í upp-
liafi, sem kunnugt er. Ástæðan til þess,
að svo illa fór, var rakin til þess at-
burðar, er bandarísk njósnaflugvél var
skotin niður eða neydd til að nauð-
lenda í nágrenni borgarinnar Sverd-
lovsk í Sovétríkjunum. Krafðist rúss-
neski þjóðarleiðtoginn, Nikíta Krúséff,
auðmjúkrar afsökunarbeiðni Eisen-
howers Bandaríkjaforseta vegna þessa
atburðar, en fékk neitun. Gekk Krús-
éff þá af fundi í mikilli reiði og flaug
Iieim við svo búið.
Þessi úrslit urðu stríðshræddum og
friðelskandi jarðarbúum mikil von-
brigði, og þótti ekki örgrannt um, að
drottnarar heims hefðu sýnt fullmikla
léttúð í máli, sem vel gat varðað líf
eða dauða Iieillar heimsbyggðar. Er og
1 ítt skiljanlegt, að leiðtoga Sovétríkj-
anna skyldi verða svo mikið um, er
ltin bandaríska njósnaflugvél steyptist
niður í ríki hans utan úr ljósvakan-
um. Það er löngu opinbert leyndarmál,
að flest ríki heims njósna eftir beztu
getu um hag hvers annars, eftir öllum
þeim leiðum, sem færar þykja, og hafa
engir sýnt meiri hugkvæmni og dugnað
á því sviði en einmitt Rússar. Er því
töluvert hæpið að taka þá alvarlega, er
þeir hneykslast á atferli Bandaríkja-
manna.
Margir hafa því orðið til að leita
annarrar ástæðu til hins skyndilega
l)rottiilaups Krúséffs at Parísarfundin-
um. I því sambandi er ekki úr vegi að
renna augum í austurátt, til fimmta
stórveldisins, sem engan fulltrúa átti
á umræddum fundi.
Síðan kommúnistar náðu völdum í
Kína, hefur samkomulag Kínverja og
Rússa verið með ágætum, að minnsta
kosti á yfirborðinu. Hins vegar bend-
ir margt til að ýmislegt beri á milli
undirniðri. Utanríkisstefna Kínverja
hefur á síðustu árum verið stórum her-
skárri en Rússa. Talið er, að þeim
geðjist lítt að þeirri viðleitni til sam-
komulags við Vesturveldin, er Rússar
undanfarið hafa sýnt, og áhrifum
þeirra hafi því verið um að kenna, að
svo fór sem fór í París. Framkoma
Krúséffs hefði verið ráð Rússa til að
blíðka bandamenn sína, en njósna-
flugvélin notuð sem átylla.
Nágrannar Kínverja í suðri hafa
rnjög fengið að kenna á hinni ófrið-
vænlegu utanríkisstefnu þeirra. Á síð-
ustu árum, einkum þó undanfarna
mánuði, hafa þeir hvað eftir annað
vaðið með ófriði suður yfir landa-
mæri Indlands, Nepals og Burma, bar-
ið á landamæravörðum og lagt undir
sig heil héruð, búist þar um og jafn-
vel byggt vegi og flugvelli. Nágrann-
arnir hafa mótmælt, en ekki aðhafst
annað, efalaust sökum ótta við hinn
gífurlega hernaðarmátt andstæðings-
ins.
Margir hafa undrast mjög, að ein-
mitt Indverjar skuli verða fyrir slíkum
ónáðum, þar sem þeir hafa ástundað
fyllsta hlutleysi í deilum austurs og
vesturs, en þess háttar framkomu eru
kommúnistar vanir að telja mjög lof-
lega. Ólíklegt er líka, að Rússum geðj-
ist vel að þessum aðförum banda-
manna sinna, þar sem þeir liafa ein-
mitt mikið á sig lagt til að öðlast
liylli Indverja og annarra Suðtir-Asín-
þjóða. Hvað liggur þá hér að baki?
Til að öðlast viðhlítandi svar, verð-
um við að líta á sögu Kínverja, sem er
lengri og samfelldari en flestra ann-
arra þjóða. Þegar fyrst fara af þeim
sögur, bjuggu þeir á tiltölulega litlu
svæði í Gulárdalnum í Norður-Kína.
Nú drottna þeir yfir landflæmi, sem
nær frá Amúrfljóti suður að Tonkin-
flóa, frá Kóreu til Kasmír. Þær þjóð-
ir, er áður byggðu þetta svæði, eru
ýmist þegar útdauðar eða á hverfanda
hveli.
Fyrir fáeinum árum komst kunnur
íslenzkur menntamaður svo að orði í
útvarpsræðu, að Kínverjar hefðu aldrei
hafið árásarstríð á hendur nokkurri
þjóð. Naumast getur snöfurlegri öfug-
mæla. Þótt ágengni þjóða og einstakl-
inga á hendur öðrum minnimáttar sé
jafngömul mannkynssögunni, og hver
þjóð liafi þar gengið fram í samræmi
við orku sína og aðstöðu, er ólíklegt,
að nein hafi staðið hinum gulu sonum
austursins á sporði í skefjalausri og
óaflátanlegri ágengni á hendur nábú-
um sínum.
Þegar Evrópumenn lögðu undir sig
lönd, sigldu þeir gjarnan yfir úthöfin
til annarra heimsálfa. Kínverjar lögðu
ekki út í slík ævintýri. Þeir slógust upp
á næstu nágTannaþjóðina, slátruðu
henni að mestu og gerðu leyfar lienn-
ar sér undirgefnar. Voru slíkar
„skrælingjaútrýmingar" taldar guðs-
þakkaverðar, enda hafa Kínverjar sízt
verið eftirbátar annarra í þjóðernis-
liroka.
Utþenslan var að vísu hæg, því
Kínverjinn er hagsýnn og teflir ógjarn-
an á tvær hættur. En þeir höfðu tím-
ann fyrir sér, og notuðu hann, öld
eftir öld, árþúsund eftir árþúsund. Á
þeirn tíma urðu rnargar þjóðir, er
byggðu Suður- og Mið-Kína, tortím-
ingunni að bráð. Aðrar létn óðul sín
og flýðu suður á bóginn, svo sem Thai-
lendingar og Annamsmenn, er nú
byggja Austur-Indland. Þess má geta,
að margar þeirra þjóða, er harðast
urðu fyrir barðinu á Hanþjóðinni,
(heiti á Kínverjum) voru henni all-
skyldar að tungu, ætterni og menn-
ingu. Framhald á bls. 29.
Chou en Lai
SAMVINNAN 17