Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 13
Fóstra hennar sá þann kost vænstan aS hylja andlit hcnnar með slæóu. eru þau þokusæl og skuggaleg. Þú íinnur þar enga gleði.“ Hún svaraði: „Ég lofa því, að lönd þeirra skulu ekki markast sporum fóta minna. Ég vil aðeins sjá þau og skoða. Ég bið þig að veita mér það.“ Lengi vel stóðst hann bænir hennar, en svo áköf var löngun hennar, að hún lagð- ist veik. Konungur kallaði þá fyrir sig æðsta ráðgjafa sinn og sagði við hann: „Ég verð víst að láta dóttur rnína fara sínu fram, því annars deyr hún. En hvernig mundi bezt að haga því, svo hún fari sér ekki að voða?“ Ráðgjafinn hugleiddi málið og mælti síðan: „Neyttu töfra þinna og búðu til handa henni fljótandi eyju, sem beri hana hvert sem hún vill. Sjálfur skal ég svo gerast fylgdarmaður liennar. Hún verður áreiðanlega fljótt leið á þessu leikfangi og kýs þá ekk- ert fremur en að hverfa aftur til rík- is þíns.“ Konungur fór að ráðum hans og bjó, með töfrum, til eyju, sem átti að sigla hvert sem kóngsdóttir vildi, líkt og stór kanó. Þar uxu lundir skugg- sælla, blómskrýddra trjáa, og á grein- um þeirra sátu paradísarfuglar, bláir sem fjólur og grænir sem smaragðar og stél þeirra voru eins og gulir fjallafoss- ar. A eynni voru líka gosbrunnar með sætu vatni og þar óx gnægð allra teg- unda af ávöxtum og grænmeti. Konungur lét hana einnig fá þjón- ustufólk til aðstoðar, auk ráðgjafans, og til frekara fulltingis fékk hann henni aldraða, vitra sæskjaldböku, er þjónað hafði forfeðrum hans í hundr- uð ára. Voru þau nú öll flutt niður á eyna, sem beið þeirra fljótandi á sjón- um. Voru þau látin síga þangað niður í reipi úr kókoshnetutrefjum. Að skilnaði gaf konungur dóttur sinni lítið grasker, fullt af glóaldinlitu sáðkorni. Hann sagði: „Þegar þig lang- ar til að snúa heimleiðis, skaltu sigla eynni hingað og gróðursetja eitt þess- ara fræa í mold hennar, vökva það með sætu vatni og mæla þessi orð. Spíraðu sæði! Gró tré unz ég bið þig nema staðar! SAMVINNAN 13 Þá mun tréð spretta úr jörðu. Setztu í krónu þess, og það mun hefja þig allt upp til lands okkar.“ Síðan kvaddi liann hana, og hún lagði á hafið á eynni fljótandi. Hún heimsótti mörg lönd, stór og smá, horfði á íbúana dorga við kóralrifin, sigla kanóum sínum, ríða brimboð- ana á þar til gerðum fjölum og stinga sér í sjó fram af háum klettum, líka lýsandi örvum. Hvert sem hún fór, starði fólk furðulostið á töfraeyna, sem hreyfðist af sjálfri sér, og undraðist yfir fegurð meyjarinnar. Það bað hana nema staðar og taka þátt í gleði þess, en hún mundi loforð það,. er lnin hafði gefið föður sínum, og neit- aði. En það gerði hún nauðug, því bæði piltar og stúlkur Eyjanna Neðra voru falleg í augum hennar, og hinn brúni hörundslitur þeirra virtist henni engu ófegurri en hennar eigin ljósari húð. Á einni ströndinni sá hún ungling, sem hún gat ekki horft nægju sína á. Sá var hálimaður, ungur höfðingi, og fjöðrum skreytt slagkápa hans og mitt- isskýla, prýdd kögri úr skeljum, báru af búnaði allra annarra. í brimreið- inni stóð enginn honum á sporði. Þeg- ar hún loks bað eyna að sigla á brott, stóð hún og starði á hann unz fjarlægð- in gleypti hann. Nafn höfðingjans unga var Lapaka- hoe, sem þýðir Áraskellir. Hann var svo nefndur sökum róðrarleikni sinn- ar, og árin hans var kölluð Löður- dreifir. Á hné hans voru tattóveraðir ferhyrningar, hringir og hálf- mánar, og svo fallegur var liann, að engin var sú höfð- ingjadóttir í landi hans, er ekki vildi eignast hann fyrir eiginmann. En ennþá hafði hann ekki brosað til neinnar þeirra. En þegar hann sá stúlk- una á eynni fljótandi, flaug lijartað úr brjósti hans líkt og fugl. Og eftir að hún hvarf sjónum hans, reikaði hann um ströndina unz rökkur færðist yfir, spyrjandi sjálfan sig: „Hefur hún að eilífu yfirgefið mig?“ og þegar honum kom í hug, að ef til vill sæi hann hana aldrei framar, nísti kald- ur skjálfti limi hans. Að lok- um sagði hann við sjálfan sig: Eyjan fljótandi, meS hinum skugg- sælu lundum og blómskrýddu trjám. Kóngsdóttirin er fremst á myndinni og skjaldbakan vitra. „Eg ætla að fylgja henni eftir. Finni ég hana, er allt í lagi. Ef ekki, verður mér sjódauðinn sætur.“ Því næst aflaði hann sér nokkurra vista og gi'askers með sætu vatni, ýtti kanó sínum á flot og sigldi í þá átt, er eyjan hafði farið. Er dagaði, var ekkert að sjá utan óravíddir hafsins, og að hádegi liðnu urðu skýin fyrst purpurarauð, en síðan svört, og mikill stormur skall á. Nærri lá, að öldurnar keyrðu kanóinn í kaf, og Áraskelli virtist bani búinn, þrátt fyrir krafta hans og leikni. í tvær næt- ur og einn dag barðist hann fyrir lífi sínu, og síðari nóttina hugsaði liann: „Það er ómögulegt að finna hana. Hví skyldi ég þá sprengja mig á austrinum? Þessi nótt er mitt bana- dægur. Ég mun sökkva og líkami minn verða hákörlunum að bráð.“ Síðan hætti liann að erfiða og samstundis lylltist kanóinn af sjó. En einmitt þeg- ar kanóinn var að sökkva, reis himin- há alda undir honum, slengdi honum upp á sendna strönd og lamdi hann í smámola. Með herkjubrögðum tókst Áraskelli að bjarga sjálfum sér, og lá síðan eftir í sandinum, nær dauða en lífi. Þegar hann raknaði við, var óveðr- ið um garð gengið, og hvít ský svifu um heiðbláan himinn. Hann sá græna lundi, baðaða í sólskini, og trén í þeim voru prýdd blómum svo fögrum, að þau virtust standa í ljósum loga. í limi þeirrar sátu fuglar og sungu. Hjarta hans tók kipp; hann náði í

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.