Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 22
Ólafur Ólafsson, kristniboði Því er almennt haldið fram á meiri bjartsýnistímum en nú eru, að í hitabeltislönd- um byggju náttúrubörn sak- laus og sæl, í alla staði ánægð með hlutskipti sitt. Hefði slíkt sæluástand nokkurntíma ríkt í Suður- Súdan, mundu Arabar að lík- indunr lrafa orðið fyrstir nranna til að trufla það. Þeg- ar Egyptar lögðu landið und- ir sig um 1820, fóru þeir ekki leynt með að tilgangur þeirra var að afla sér gulls, fílabeins og ekki hvað sízt negra til aukningar herjum sínum og til þrælkunar fyrir sig og aðra. Þá hófst hið mikla lrlómaskeið þrælaverzlunar. Arabískir þrælaveiðar bjuggu um sig á víggirtum stöðum og smöluðu síðan fólkinu satnan eins og slátur- fé í stauragirðingar. Þegar brezki herforinginn. George Gordon, tókst á hendur að útrýma þessum ófögnuði í Súdan, 1876, tók hann á ein- um stað 500 arabíska þræla- kaupmenn og lét samtals 300 þús. manna, er setið höfðu í þrælabúðum, lausa. — Sam- sekir Aröbum voru raunar negrar sjálfir, með því að þeir seldu og sviku hvorir aðra í hendur þeim, fyrir nokkrar glerperlur, brennivín eða byssur. Suður-Súdan, — eða um það bil þriðjungur landsins og því líklega áttfallt stærri en ísland —, er flestra hluta vegna ákaflega erfitt yfir- ferðar. Vestrænir menn ferð- ast þangað helzt ekki aðrir en þeir, sem eru reiðubúnir að hætta lífi sínu, svo sem Grafhýsi Mahdis í Omdurman. Mahdi var súdanskur uppreisnarleiðtogi, er barðist gegn Bretum og Egyptum á síðari hluta nítjánu aldar. Negrakofi í Súður-Súdan. veiðimenn á borð við Hennn- ingway, landkönnuður, vís- indamenn eða kristniboðar. Súdannegrar byggja strá- skýli sín að hæðarótum, þar sem skammt er í vatnsból og gott til varna. Búpening hafa þeir í girðingu að næturlagi. Allan sólarhringinn verða rnenn að vera á verði, bæði sjálfs sín vegna og skepn- anna, gegn villidýrum og villimannlegum óvinum. Setjum nú svo að við lítum inn í einn kofann. Við skríð- um á höndum og fótum inn um þröngar dyr inn í dimm- una og þreifum fyrir okkur hörðu moldargólfi. Þegar okkur fer að birta fyrir aug- um sjáum við að reistar eru upp við veggina samanvafðar rúmmottur, en á öðrum stöð- um eru skildir og spjót eins og amboð við bæjarvegg. Ymsir munir hanga á veggj- unum, uxahorn afarstór, hin ágætustu ílát, fisknet, axir og fleira. Tvö leirker eru inni í kofanum, er vatn í öðru en öl í hinu. Uppi í ræfri er geymsla fyrir kornvöru, sem meindýr mega ekki ná til. Mest mun okkur þykja til- koma að kynnast fólkinu sjálfu. Dekkra fólk höfum við livergi séð. Karlmenn eru allajafnan allsberir, en kon- ur skýla sárustu nekt sinni að einhverju leyti og þá ó- sjaldan með trjálaufi eða löngu grasi. Karlmenn sitja ýmist á liækjum sér, þegar þeir ræð- ast við, eða standa á öðrum fæti og styðjast við spjót sitt, en það skilja þeir ekki við sig. — Væri safnað saman á einn stað öllum spjótum í Afríku, yrði það líklega með meiri- háttar vopnabirgðum verald- ar. - Helzta verkefni karlmanna er að gæta búpenings og veiða með kastspjóti villidýr, fugl eða fisk, sem talsvert er um í ám og vötnum. Það þarf mikla leikni til að veiða fisk með spjóti. Spjót er raun- verulega eina álialdið, sem þessir menn liafa kynnst að ráði og kunna að fara með. Samvinna er höfð um veið- ar. Með miklum hávaða og spjót á lofti skipa menn sér í hring kringum veiðisvæð- ið, þar sem dýrin leynast í runnum og háu gi'asi. Kon- ur eru látnar bera vatn og annast það sem erfiðast þyk- ir. Þær punta sig með skart- gripum úr blikki og gleri. Húðflúr tíðkast jafnt hjá körlum sem konum. Mikið er um hvers konar liitabeltissjúkdóma og skor- 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.