Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 12
Framhaldssaga fyrir börn: Araskellir og Heyrandi himinrödd Ævintýri frá Hawaii Jæja, krakkar mínir, í þessu hefti hefst ævintýri frá Hawaii, sem ykkur er ætlað. En þar sem ég er ekki viss um, að þið vitið öll mikið um þetta fallega, fjarlæga land, ætla ég að segja ykkur dálítið frá því. Hawaiieyjar liggja í Kyrrahafi, rúmlega 2000 mílur suðvestur af vesturströnd Bandaríkjanna. Ef þið hafið skólaatlas við hendina, getið þið eflaust fundið þær á Ástralíukortinu. Þær eru allmargar, en stærstar eru Hawaii, Oahu, Maui, Kauai og Molokai. Samanlagt flat- armál þeirra er heldur minna en einn sjötti hluti Is- lands. Eyjarnar eru meðal fegurstu og frjósömustu landa heimsins, enda af mörgum taldar paradís á jörðu. Þær eru skógi vaxnar og fjöllóttar; hæsta fjallið er Mauna Kea, gamalt eldfjall, og raunar eru eyjarnar aðeins tindar risavaxins fjallgarðs, sem rís frá hafsbotni. Helstu fram- leiðsluvörur íbúanna eru sykur, ananas, kókoshnetur og kaffi. Höfuðborg eyjanna er Honolulu á Oahu, en á þeirri eyju býr meira en helmingur allra íbúanna, sem eru ná- lægt hálfri milljón að tölu. Hawaii-eyjarnar voru áður fyrr byggðar fólki, sem kallað er Pólýnesar, og búa þeir einnig á fjölmörgurn öðr- um eyjum í Kyrraliafi. Þeir eru yfirleitt háir vexti og fag- urlimaðir, ljósbrúnir á hörund og fríðir sýnum. Þeir eru menn kátir og lífsglaðir og hafa mikla ánægju af dansi og söng. Hawaii-tónlistin, sem þið kannist efalaust öll við, er upprunalega frá þeim komin. Þeir eru frábærir sjómenn og taldir beztu sundmenn í heimi. En þeir eru einnig gáfaðir og hugmyndaríkir og eiga sér fjölda þjóðsagna og ævintýra, og eitt þeirra fáið þið nú að heyra. Lengi vel fékk þessi fagra og lífsglaða þjóð að lifa í friði á eyjum sínum, en svo fór, að hvítir menn komu þangað, og þá var friðurinn úti. Þeim hvítu þóttu siðir og trúarbrögð hinna innfæddu ill og ósiðleg, og reyndu eftir beztu getu að tortíma menningu þeirra. Einnig bar hvíti maðurinn með sér ýmsa sjúkdóma, sem reynd- ust hinum heilbrigðu náttúrubörnum banvænir. Nú hafa menn séð, að þeir komu illa fram við Pólýnesana, og reyna á ýmsan liátt að vekja hina fornu, glæsilegu menningu þeirra til lífs á ný. Áður voru Hawaii-eyjar sjálfstætt konungsríki, en eru nú eitt af ríkjum Bandaríkjanna. íbúar eyjanna eru um liálf milljón að tölu eins og áður er sagt, en þar af eru að- eins um 15.000 af hreinum pólýnesiskum stofni. Hinir eru flestir af evrópskum, japönskum, kínverskum og filippínskum ættum. ★ ★ Þið hafið efalaust, litlu bræður mínir og systur, heyrt getið um Konungsríkið Efra og Ytra. Það er handan við yztu sjónarrönd hins himinbláa hafs og hvílir á hæstu tindum fjallanna. líkt og kanó á spjótsoddum. Þið fáið meira að heyra um það síðar, því margar sögur eru frá því sagðar. Einhverntíma fyrir ævalöngu — skömmu eftir að for- feður okkar komu frá fyrstu heimkynnum sínum í vestri, landinu sem við köllum Helani hið fjarlæga, landinu sem ber uppi himininn, til Hawaii, landsins í hinu eyj- um stráða hafi, stýrði ríki þessu konungur, er átti átta dætur. í útliti voru þær mjög líkar hver annarri, allar voru grannar og fíngerðar eins og blóm, en sú yngsta, sem hét Haka-Lani-Leo, hvað á tungu fornmanna merkir Heyrandi Himinrödd, var svo fögur, að fóstra hennar sá þann kost vænstan að hylja andlit hennar með slæðu. Aðeins ein leið var fær frá Eyjunum Neðra upp til Kon- ungsríkisins Efra og Ytra. Á einum stað, þar sem jaðar þess hvíldi á háum tindi, sem reis upp frá strönd einnar eyjarinnar, óx risavaxinn vínviður, og löfðu greinar hans niður hlíðar fjallsins. Höfðu teinungar hans skotið rótum í jörðina þar fyrir neðan. Greinar vínviðarins voru eins gildar og ung tré og undnar saman eins og þættir í reipi. Hættulegt var að klifra upp eftir honum, því þar sem hann lá í gegnum skýin, gerðu þau hann blautan og sleipan, en þar fyrir ofan höfðu viltir og grimmir haf- ernir byggt hreiður sín. Réðust þeir með kjafti og klóm á hvern þann, er leitaði uppgöngu. Margir kappar, sem reynt höfðu að klífa vínviðinn, höfðu látið lífið við þær tilraunir, og jörðin fyrir neðan var stráð hvítum bein- um þeirra. Þegar Heyiandi Himinrödd var sextán ára, heyrði liún talað um vínviðinn mikla. Hún hóf þegar að reyna að og lokka föður sinn til að leyfa sér að klifra niður eftir honum og heimsækja Eyjarnar Neðra. Hann sagði: „Dóttir mín, fólkið þar neðra er ólíkt okkur. Raddir þess eru óþýðar og hörund þess jafnvel dekkra en okkar. Lönd þeirra eru ekki stærri en tapa- ábreiður okkar, og sökum þess, að þau eru umflotin sæ, 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.