Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 4
Séra Sveinn Víkingur var skólastjóri að Blfröst sl. vetur sökum dvalar Guðmundar Sveinssonar ytra. Hér ræðir séra Sveinn (hann snýr baki í Ijósmyndar- ann) við þá Ingimund Árnason frá Akureyri (í mlð- ið) og Egill Thorarensen frá Selfossi. Stjórn SiS eins og hún var skipuð, þegar Sigurður Kristinsson lét af formannsstörfum. Talið f. v.: Þóröur Pálmason, kaupfélagsstj. í Borgarnesi, Skúli Guðmundsson alþm., Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstj. á Reyðarfirði, Sigurður Kristinsson, Eystei'nn Jónsson, Egill Thorarensen, kaupfélagsstj. á Selfossi og Jakob Frímannsson, kaupfélagsstj. Akureyri. 58. aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga var settur að Bifröst í Borgarfirði kl. 9 f. h. hinn 22. júní. Formaður stjórnar SÍS, Sigurður Kristinsson, fyrrverandi forstjóri, setti fundinn með ræðu og minntist látinna samvinnufrömuða, þeirra Sigurðar S. Bjarklind og Þórhalls Sigryggssonar, er látizt höfðu frá því síðast aðalfundur Sambandsins var haldinn. Fundarstjóri var kosinn Jörundur Brynjólfsson, fyrrverandi alþingismað- ur, en til vara Þórarinn Kr. Eldjárn, Tjörn. Fundarritarar voru kosnir Baldur Baldvinsson, Ófeigsstöðum, og Magnús Gíslason, Frostastöðum. Aðal- fundinn sóttu að þessu sinni 100 full- trúar kaupfélaganna og auk þeirra margir trúnaðarmenn Sambandsins. Sigurður Kristinsson flutti skýrslu um störf Sambandsstjórnar á árinu og helztu framkvæmdir og ræddi viðhorf hreyfingarinnar í dag. Hann gat þess m. a. að fjárfestingar á vegum Sam- bandsins Iiefðu verið litlar á árinu Björn Kristjánsson, fyrrum kaupféiagsstjóri á Kópaskeri og Magnús Gíslason frá Frostastöðum, sem var annar af riturum aðalfundarins, ræðast við. AÐALFUNDUR SÍS AÐ BIFRÖST Sigurður Kristinsson, fyrrum forstjóri SÍS, baðst eindregið undan því að vera endurkosinn formaður Sambandsstjórnar. Þessi mynd af hon- om og Erlendi Einarssyni var tekin, þegar hlé var gert á fundum. 4 SAMVIN-NAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.