Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.08.1960, Blaðsíða 11
auðvitað í sólinni. Einkenni á flest- um Finnum sem og öðrum „Skand- inövum" er meðal annars sólbrúnk- an. Okkur þótti sem við værum hálf glærir miðað við heimamenn. Sjaldan hefur smáþjóð lagt í annað eins stórræði, og enn sjaldnar komist frá því með slíkurn heiðri og Finnar gerðu 1952, er þeir héldu Olympíu- leikana. Eftir hrakningana í London 1948 lifðu Olympíugestir sannkallað ævintýr. Allt var vel útbúið og skipu- lagt, sjaldan hefur finnska þjóðin sýnt betur samtakamátt sinn og þjóðarstolt. Föðurland Nurmi, þess hlaupagarps, sem lengst verður talinn konungur konunganna meðal þolhlaupara, hafði lagt veglegan skerf til fegrunar Ol- ympíuhugsjónarinnar. Þessi fyrsta ferð mín á erlenda grund varð einnig fyrsta för mín á stórmót. Skeyti barst til Finnlands um að ég liefði verið valinn á Evrópumeistara- mótið í Bern í Sviss og skyldi ég fara beint þangað frá Helsingfors. Förin varð hin ævintýralegasta, þar sem ég varð nú að ferðast einn míns liðs. Með ugg í brjósti kvaddi ég félagana í Hels- ingfors kl. 6 að morgni. Fyrst var flogið til Hafnar, þaðan tekin önnur vél til Zíirich, þaðan lest til Bern og þar kastað mæðinni yfir að vera kominn á áfangastað. Svo var þó eigi, því eftir brauk og stímabrak, bjagaða ensku, þýzku og afskræmda frönsku ásamt fingramáli, komst ég á þá skoðun, að ég þyrfti að taka aðra lest til borgar með tveim nöfnum. Á frönsku Bienne, á þýzku Biel. Við lestarþjóninn var sami talsmáti með tungu og limum viðhafður, ég spratt á fætur í hvert skipti, sem hann kom kallandi ný og ný nöfn á næstu viðkomustöðum, loks sagði hann „Biel, Bienne“. Ég upp úr sætinu, tek pjönkur mínar og er tilbú- inn við dyrnar. Lestin liægir á sér og staðnæmist. Ég opna og snarast út. Þeg- ar ég lít í kring um mig, sé ég enga brautarstöð, aðeins skóg og þar skammt Frh. á bls. 30. Myndskýringar: Efsta myndin er af einni frægustu byggingu í Finnlandi, járnbrautarstöðinni í Helsingfors, sem þykír sérstök fyrir frumlega byggingar- list og skreytingu. Miðmyndin sýnir einn af hinum rúmgóðu skrúðgörðum í Helsingfors, en neðst er mynd frá Magglingen í Sviss. Þar er íþróttaskóli hátt uppi á fjalli. Við rætur fjallsins er smáborg umlukin ökrum, ám, vötnum og skógum, en i fjarska gnæfa tindar Alpaf jallanna. SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.