Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 14
Þýðing: Dagur Þorleifsson HATRID GRÆR að var á einu þessara tíma- bila, sem hann var svo rólegur og háttprúður og mælti af mildi og lærdómi til mín, sem gætti hans. Hann sagðist vera aö skrifa sögu ... söguna sína. Og þetta er það sem hann skrifaði: Þetta er allt í rugling-i — ég á við minni mitt. Mallika, þetta er þín saga og mín. Svo ég til- einka hana þér og mér. Mallika? Ó, auðvitað, Mall- ika, ég elskaði hana. Við vor- um miklir vinir — vorum við það ekki, Mallika? — allt frá því við vorum börn. Það var ást við fyrstu sýn. Ég náði svo langt að verða gerlafræðingur, einsog Mallika vildi, vildi svo gjarnan, og Mallika varð að sínu leyti daðurdrós, einsog ... Auðvitað er ég ekki í jafn- vægi, ég er talinn óður, einsog þér vitið. Mallika var yndisleg... eins- og ... einsog litfagurt díatóm undir smásjánni. Ég sá Malliku springa út og anga af ilm- smyrslum og ódáinsvíni... Ó, hversvegna leyfði hún svona mörgum býflugum að sveima umhverfis sig? Þetta er ekki alveg rökrétt hjá mér, eða hvað? Sé hún yndisleg hljóta marg- ir að laðast að henni. Það er ekki henni að kenna. Ég reyndi að sjá það í því ljósi... en af- brýðisemin er auðvitað mjög vandlátur guð. Gömul saga, eldgömul... Hún lofaði að bíða unz ég hefði lok- ið námi mínu i gerlafræði, og síðan myndum við ganga í hjónaband. Ég var á lokaár- inu og ákvað að hefja ræktun eitraðra sýkla á eigin spýtur. Ég ætlaði að láta rækt- unina standa yfir allt lokaárið. Ég ætlaði á raunhæfan hátt að sannprófa gildi þess sem ég hafði lært um, hvernig urn- gangast bæri skaðlega sýkla sjálfum sér að hættulausu, og hvernig ræktun yrði haldið hreinni um langt tímabil. Pró- fessorinn okkar lét það gott heita, þó með nokkurri tregðu. Bíðið... Þér verðið að fá að heyra söguna í einhverju sam- hengi. Skólaárið hófst í febrúar. Þann áttunda þess mánaðar fór ég að vinna við ræktunina 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.