Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 15
mína. Ég lofaði að kvænast þér innan árs frá þeim degi; manstu það ekki, Mallika? Þennan dag fórum við, tvö ein, til litla þorpsins fjarri hávaða borgarinnar, og við sátum á bakka niðandi lækjar og ég sagði: „Mallika, við byrjum að vinna á morgun; óskaðu mér góðs gengis.“ Og þú kysstir mig mjúklega og komst þétt uppað mér. Ég fór að vinna við ræktun- ina mína. Fyrst var að útvega hentuga geyma. Ég valdi mjólkurflöskur, sem tóku hálf- an pott. Ég sagði þér að ég væri að byrja á ræktuninni, gerði ég það ekki, Mallika? Þú sagðir: „Farðu varlega, elskan.“ Ég fer alltaf varlega, alltaf, alltaf ... Ég er mjög varkár. Ég sagði prófessornum að ég ætlaði að nota Czapek-Dox úr- lausnina við ræktunina mína. Hann spurði mig hverskonar sýkla ég ætlaði að rækta. Ég sagðist hafa valið mér bacillus typhi — tegundina sem orsak- ar taugaveiki, sjáið þér. Hættulegur naggur, anginn þessi — ég á við taugaveikis- sýkilinn. „Gott og vel“, sagði prófess- orinn, en auðvitað yrði ég að framkvæma nokkrar breyting- ar á úrlausninni tilað hún hentaði sýklunum. Ég gerði breytingarnar. Mallika, þeir segja að ég sé óður ... en strákurinn, sem var á lokaárinu í gerlafræði 1945 og elskaði þig svo mikið ... var hann óður, elskan? Ég? Óður? Fífl! Hvernig ætti ég að geta sagt þessa sögu svo skipulega ef ég væri óður ... Mallika, febrúar var liðinn nær lokum og ég dró þig stöð- ugt nær mér. Neitaðu því ekki, þú sagðir mér það sjálf. Manstu þegar við ráðgerðum að fara með bil til Nuwara Eliva og völdum okkur leiðina gegnum Kandy? En svo sagðirðu daginn eftir: „Heyrðu elskan, mig langar svo tilað hitta vinkonu mína í Hatton. Getum við ekki gert smávegis breytingu á ferðaáætluninni og ...?“ Jú, prófessorinn sagði að Czapek-Dox úrlausnin þyrfti smávegis breytingar við tilað hún hentaði sýklunum. Dagleg störf í skólanum kröfðust mikils af tíma mínum. Ég varð hvað eftir annað að fresta því að hefjast fyrir al- vöru handa við ræktunina. Þegar maður er einu sinni byrj- aður, má maður ekki slá slöku við einn einasta dag, einsog þér vitið. Fresta giftingu okkar, Mallika? Það hvarflaði aldrei að mér, elskan. Það var ómögu- legt að hugsa til þess. Til þess varstu mér of hjartfólgin. Þann seytjánda júní hófst ég loks handa við ræktunina. Hversvegna ég muni dagsetn- inguna? Ég hef gott minni, fífl- in ykkar. Sá seytjándi var dag- inn eftir afmælisdag Malliku. Ég sagði við sjálfan mig: Ég Iæt afmælisdag Malliku líða hjá og hefst svo handa. Þú varst svo yndisleg í veizl- unni þinni þá um kvöldið, elsk- an. Heilafrumur mínar tóku lit af dásamlega bleikrauða sarí- anum þínum. Þessvegna er heilinn í mér núna bleikrauð- ur. Manstu eftir sarígjörðinni sem ég gaf þér? Hún var gerð í sama stíl og önnur, sem móðir mín átti. Ég sagði mömmu aldrei frá þér, Mallika. Mamma, þú færð ekki að lesa þetta. Þann átjánda var ég kominn vel áleiðis við verk mitt. Það var komið að dauðhreinsun- inni. Á geyminum, meðal ann- ars. Dauðhreinsun með gufu gefst vel. Fullkomin dauðhreinsun — sagði prófessorinn, viljir þú fá hreina ræktun. Fullkomin dauðhreinsun — þvi stigi tókst mér einmitt að ná. Hvað koma dagleg störf mín í skólanum málinu við? Ég var talinn námsmaður í betra lagi. Gamli prófessorinn var tregur tilað viðurkenna það, en ég var einn af þeim beztu í hans bekk, einsog þið vitið. Gamli prófess- orinn — sú slungna skepna! Mallika, ég býst ekki við þú munir allt sem ég las yfir þér um hvernig á að rækta sýkla — alls konar undirbúning, dauðhreinsun og kælingu; grundvöllun foreldrasýkils og gróðursetning; meðgöngutíma, uppskeru ... Ó! Hvernig þú gazt hlegið að þessu vísinda- rausi mínu ... Hlátur þinn minnti mig alltaf á uppáhaldslagið þitt... lagið sem þú lékst alltaf svo vel, svo unaðslega vel... líkt og smáar öldur sem gjálfra við kinnung bátsins, og tunglsljós, og þú og ég í bátnum ... og svalur blær. Svo verður kælingin að fara fram. Varlega — vegna dauð- hreinsunarinnar. Næst er það svo gróðursetning foreldrasýk- ilsins. Prófessorinn lofaði að sjá mér fyrir foreldri og þann þriðja júlí fór gróðursetningin fram ... hönd mín skalf lítils háttar ... Mallika, hún skalf einsog þú í örmum mínum þegar ég kyssti þig að skilnaði þá um kvöldið. Kvöldið sem við fórum á kín- verska veitingahúsið og borð- uðum núðlur. Þú varst alltaf að reyna eitthvað nýtt, Mallika ...hvílík fjarstæða af þér að nota matprjóna! Þú hefðir átt að nota skeið, cinsog ég gerði. Að hugsa sér hvernig blessaðir Kínverjarnir tóku undir með þér, þegar þú fórst að hlæja að misheppnuðum tilraunum þínum tilað borða að þeirra sið! Þetta kvöld sagði ég þér hvernig ég byggi litlu sýklana mína til. Þú leizt ertnislega á mig og sagðir: „Farðu varlega, elskan." Ég var varkár, en það varst þú ekki. Því komst ég að í ágúst. Ó! Hversvegna gerðirðu það, ástin mín, hversvegna? í ágúst flutti ég dálítið af ræktuninni minni yfir í nýja flösku með dálítið breyttum ræktunarstyrk tilað hreinsa sí- una mína. Auðvitað hafði ég flutt á milli fyrr, en án þess þá að breyta styrknum. Og í síðustu vikunni í ágúst heyrði ég svo slæmu fréttirnar, Mallika. Ég frétti um Siri. Ó! Litla óþverrabikkjan þín, þú hafðir þá verið tvöföld í roð- inu, þreföld ... ég frétti um öll þessi ævintýri þín ... Ég segi ekki hvernig ... það gerðist mjög skyndilega. Daður, daður, miskunnarlaust og ruddalegt daður... Ég sem var þér svo trúr, elsku Mallika. Hvað gastu séð við Siri, eða Nihal... eða hina? Ég var góður við þig. Ég elsk- aði svo mikið. Þá brotnaði flaskan mín; aumingja blessaðir sýklarnir mínir. Þetta er stórhættulegt, bölv- aður asninn þinn, dauðhreins- aðu alltsaman, sagði prófessor- inn... en ó! aumingja rækt- unin mín. Nú var hún orðin hrein, elskan ... hún var svo hrein og sterk Mallika ... rækt- unin. En þú daufheyrðist við bænum mínum, Mallika .. dag- inn sem ég heyrði það um þig. Ég kom til þín og húðskammaði þig... en þú hefðir átt að geta fyrirgefið mér það, ástin mín. Ég bað þig að koma aftur til mín. Þú snerir við mér baki. Hélztu að ég færi að elta þig, gæran þín? Þann dag var ég ævareiður við þig ... ég sagðist ætla að drepa þig. Maður verður að vera stað- fastur, Mallika: staðfastur einsog sýklarnir. Sjáðu bara hve stöðuglega þeir aukast og margfaldast. Þú varst reið líka. Þú sagöir að ef ég dræpi þig, yröi ég sjálfur hengdur fyrir morð. Morð, óþverradækjan þín? Hefurðu aldrei heyrt talað um hinn fullkomna glæp, eða hvað? Ó! Mallika, hve heitt ég elska þig- Ræktunin mín var aftur komin á góðan rekspöl. Þessir ágætu, dásamlegu sýklar, aldrei brugðust þeir mér. Fyrir hvað á ég nú að lifa, ef ekki ykkur, sýklarnir mínir? September. Mánuður sem skiptir litlu fyrir mig, hvort sem er. Mallika, neitarðu enn að koma til mín aftur? Gerðu það, elskan, gerðu það ... Mér líður svo illa. Auðvitað er ég asni. Þessvegna kem ég aftur til þín. Ég get gleymt Siri, ég get gleymt Nihal, ég get gleymt öllum hinum. Get ég gleymt fortíðinni? Mín fortíð ert þú, Mallika. Nú- tíðin? Taugaveikisýklarnir; hjá Framhald á bls. 25. '----------------------------------------------------- Höfundur þessarar sögu er Seylonbúi, en eftir nafninu að dæma líklega af evrópskum ættum. Hann byrjaði korn- ungur að skrifa, og er sag- an, sem hér birtist, fyrsta verk hans, er athygli vakti. Hann er nú á fer- tugsaldri. Sagan er mögnuð tjáning ástríðu og haturs, sem hvorttveggja þrífst jafnvel eins og annað í gróðurríku hitabeltislandi. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.