Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.08.1964, Blaðsíða 23
urskonar „Odysseifskviða" í nú- tímabúningi. Samræmi og heildarsvipur ljóð'anna stafa af samkynja viðhorfum skáldsins við nútíð og fortið, allt frá fyrstu ljóðabók hans til þeirrar síðustu. Seferis er af allt öðrum toga en hinn tápmikli og lífsþyrsti Kazantzakis. Hann er afkasta- lítill, hljóðlátur, innhverfur og fremur bölsýnn. Það sem fyrst og fremst einkennir ljóð hans er vandvirkni og sérkennileg tilfinning fyrir máli og mynd- um. Hinn tvöfaldi „landflótti“ hans, bæði frá bernskuheimil- inu í Smýrnu og í utanríkis- þjónustu Grikklands, setur sterkan svip á allan skáldskap hans. 1 flestum ljóðum Seferis er „sögumaður“, sem stundum er nefndur „Stratis sjómaður", en venjulega er hann einungis nafnlaust „ég“. Þessi sögumað- ur er arftaki hinnar fornu söguhetju og heimshornaflakk- ara og mælir fyrir munn allra þeirra samtíðarmanna, sem þjakaðir eru af rótleysi og út- legð, sem þrá að finna aftur sína týndu paradís einsog Odysseifur þráði forðum heim- komuna til fþöku. í skáldskap má nota goð- sagnir með ýmsu móti. Hjá sumum skáldum (Síkelíanos er gott dæmi) verða þær táknræn og vitsmunaleg umgerð um skáldsýnina. Hjá öðrum vekja þær einungis máttuga tilfinn- ingu, sem vart verður skil- greind, en skapar samt sterkan hugblæ. Hjá Seferis gegnir goð- sögnin ekki fyrst og fremst því hlutverki að túlka andlega eða vitræna innsýn, heldur miklu fremur að tjá með dramatísk- um hætti hugarástand sem virðist vera einkar almennt á þessari öld. Seferis nefnir stundum sæ- garpinn forna, Odysseif, „föð- ur“ sinn, og í rauninni er það vofa hans, sjómaðurinn, sem er sögumaður skáldsins. Það er hann sem hefur orðið í kvæða- bálkunum „Goðsaga" og „Þröst- ur“, en seinna ljóðið dregur nafn sitt af skipi sem fórst undan ströndum Attíku. Það er þessi sami sjómaður sem skýrir skáldinu frá „kval- ræðinu sem grípur þig þegar minningin fyllir segl skipsins“; frá „þeirri beisku reynslu að sjá förunautana færða í kaf af höfuðskepnunum, týnast einn af öðrum“; frá þvi „hve kynlega kjarkurinn vaknar á ný við að tala við þá sem dánir eru, þegar þeir sem lifa duga ekki lengur". Þessi þrjú stef, sem rekja má til goðsögunnar um Odysseif, ganga einsog rauður þráður gegnum ljóð Seferis. Þau eru að sjálfscgðu nátengd örlögum skáldsins, en það sem mestu varðar er að hér er um að ræða tilfinning- ar sem eru sameiginlegar flökkumönnum og útlögum allra alda, og að með tilvísun til goðsögunnar fá þessar al- mennu sögulegu staðreyndir dramatíska reisn og fyllri merkingu fyrir nútímamann- inn. Af öðrum stefjum, sem mjög koma við sögu í Ijóðlist Seferis, má nefna konuna í sínu tví- þætta hlutverki móður og ást- meyjar, almúgamanninn sem er skáldinu sífelld og áleitin ráðgáta, náttúruna og dauð- ann. í umsögn sænsku akademí- unnar sagði, að Seferis hefði meðal annars hlotið bók- menntaverðlaun Nóbels fyrir „mikilsverðan skáldskap sem innblásinn er hellenskum menningararfi". Þessi skil- greining á skáldskap hans er rétt, svo langt sem hún nær, en hinu má ekki gleyma, að ljóðlist hans er ekki síður Kodak INSTAMATIC100 kr. 829,- meS innbyggSum flashlampa. er alveg sjálfvirk — filman kemur í Ijósþéttu KODAK-hylki, sem sett er í vélina á augnabliki, engin þræðing, og vélin er tilbúin til myndatöku. Það eru til 4 mismunandi filmur. í KODAK- hylkjum: VERICHROME PAN fyrir svart/hvítt, KODACHROME-X og EKTACHROME-X fyrir lit-skuggamyndir og KODACOLOR-X fyrir lit- myndir. — Myndastærðin er 9x9 cm. GMIKIS SíMi 2 Q313 BANKASTRJETI 4 sprottin úr jarðvegi þessarar aldar, úr hversdagsleik hins miskunnarlausa og oft mein- ingarlausa lífs nútímamanns- ins, sem týnt hefur flestum miðum, en neitar að leggja ár- Hifnhit Iftut4 tietl cg qœti ÍSLENZK FRAM LEIÐSLA Miðuð við þarfir íslenzkra notenda Vörpugarn (,,trollgarn“) Bindigarn Sláturgarn - Saumgarn Fiskilínur og KAÐLAR af öllum tegundum SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.